Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. júlí 2025 12:39 Hljómsveitin hefur bæði verið lofuð og löstuð fyrir uppátækið. Getty/Yui Mok Hljómsveitin Bob Vylan var meðal sjö atriða á Glastonbury-tónlistarhátíðinni sem stjórnendur BBC höfðu metið sem há-áhættu atriði. Menn töldu sig hins vegar hafa gert ráðstafanir til að grípa inn í ef eitthvað kæmi upp á en svo reyndist ekki vera. Bob Vylan komst í fréttirnar eftir að söngvari sveitarinnar, Pascal Robinson-Foster, kyrjaði „death, death to the IDF“ en IDF stendur fyrir „Israel Defence Forces“. BBC sýndi frá tónlistarhátíðinni í beinni útsendingu og beinu streymi og um leið og Robinson-Foster fór af stað var skjátexta hent inn af framleiðendum til að vara við orðfærinu. Stjórnendur BBC hafa hins vegar viðurkennt að það hafi verið mistök að hætta ekki samstundis útsendingu og taka atriðið úr spilun. Hljómsveitin hefur birt yfirlýsingu á X þar sem hún neitar að kalla eftir dauða gyðinga. Silence is not an option. pic.twitter.com/i5ubnDntUo— Bob Vylan (@BobbyVylan) July 1, 2025 Greint hefur verið frá því að ríkismiðillinn muni í kjölfarið endurskoða umgjörð beinna útsendinga frá tónlistarviðburðum og að há-áhættu atriði verði ekki send út í beinni né streymt beint. Þá hafa ótilgreindir starfsmenn verið færðir til vegna málsins. Tim Davie, forstjóri BBC, hefur harmað uppákomuna í yfirlýsingu til starfsmanna og beðið áhorfendur og gyðinga afsökunar. Hljómsveitin hefur verið afbókuð á viðburðum í Frakklandi og Þýskalandi og neitað um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Þá er atvikið til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum. Hljómsveitin sætir einnig rannsókn lögregluyfirvalda í Lundúnum vegna ummæla á tónleikum í Alexandra Palace í maí. Þar er Robinson-Foster sagður hafa kallað eftir dauða allra hermanna Ísrael. Átök í Ísrael og Palestínu Bretland Tónlist Fjölmiðlar England Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Bob Vylan komst í fréttirnar eftir að söngvari sveitarinnar, Pascal Robinson-Foster, kyrjaði „death, death to the IDF“ en IDF stendur fyrir „Israel Defence Forces“. BBC sýndi frá tónlistarhátíðinni í beinni útsendingu og beinu streymi og um leið og Robinson-Foster fór af stað var skjátexta hent inn af framleiðendum til að vara við orðfærinu. Stjórnendur BBC hafa hins vegar viðurkennt að það hafi verið mistök að hætta ekki samstundis útsendingu og taka atriðið úr spilun. Hljómsveitin hefur birt yfirlýsingu á X þar sem hún neitar að kalla eftir dauða gyðinga. Silence is not an option. pic.twitter.com/i5ubnDntUo— Bob Vylan (@BobbyVylan) July 1, 2025 Greint hefur verið frá því að ríkismiðillinn muni í kjölfarið endurskoða umgjörð beinna útsendinga frá tónlistarviðburðum og að há-áhættu atriði verði ekki send út í beinni né streymt beint. Þá hafa ótilgreindir starfsmenn verið færðir til vegna málsins. Tim Davie, forstjóri BBC, hefur harmað uppákomuna í yfirlýsingu til starfsmanna og beðið áhorfendur og gyðinga afsökunar. Hljómsveitin hefur verið afbókuð á viðburðum í Frakklandi og Þýskalandi og neitað um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Þá er atvikið til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum. Hljómsveitin sætir einnig rannsókn lögregluyfirvalda í Lundúnum vegna ummæla á tónleikum í Alexandra Palace í maí. Þar er Robinson-Foster sagður hafa kallað eftir dauða allra hermanna Ísrael.
Átök í Ísrael og Palestínu Bretland Tónlist Fjölmiðlar England Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira