Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ Sindri Sverrisson skrifar 3. júlí 2025 16:16 Tom Goodall kveðst hæstánægður með hve móttækilegir og forvitnir leikmenn íslenska liðsins eru um það sem hann hefur fram að færa. vísir/Anton Bretinn Tom Goodall er leikgreinandi og hluti af þjálfarateymi íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Hann ræddi við Sýn um sitt hlutverk á EM, þar sem hann er að frá morgni og fram á nótt, og hvernig er að vinna með Íslendingunum. Tom er einn af fólkinu á bakvið tjöldin sem reyna að undirbúa stelpurnar sem allra best fyrir hvern leik á EM í Sviss. Hann er nú í annað sinn á stórmóti með liðinu eftir að hafa einnig verið með á taplausa Evrópumótinu í Englandi 2022. „Aðalskylda mín er að leikgreina mótherjana en líka okkar eigin leik, og að hjálpa þjálfurunum að útbúa leikplanið fyrir hvern leik. Það er mjög mikið að gera. Ég er fyrstur á fætur og síðastur í rúmið, alltaf í tölvunni að skoða eitthvað og búa til klippur, bæði fyrir liðið allt og einstaka leikmenn. En til þess er ég hér og nýt þess að vera í vinnunni,“ sagði Tom fyrir æfingu Íslands í Thun í dag en viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Fyrstur á fætur og síðastur til svefns á EM Eftir tapið gegn Finnlandi í gær mætir Ísland næst Sviss á sunnudaginn og svo Noregi næsta fimmtudag. „Í gærkvöld horfðum við á Sviss-Noreg og hófum strax vinnuna við það. Svo fórum við aftur yfir okkar leik og áttum fund í morgun þar sem hægt var að veita endurgjöf. Við þekkjum Sviss og Noreg auðvitað vel og þetta var nokkurn veginn eins og við bjuggumst við. Svisslendingar voru aðeins próaktívari, aðeins agressívari, sem var athyglisvert að sjá,“ sagði Tom meðal annars. Sýna mikinn áhuga á fundum Eins og fyrr segir er hann á sínu öðru stórmóti með Íslandi, hæstánægður með að vera á EM og að vinna með Íslendingunum: „Það er æðislegt að vera hérna. Síðast vorum við á Englandi svo það var svolítið skrýtið, að vera bara heima. Við vorum meira að segja í Crewe sem er nokkuð nálægt mínum heimabæ. En það er gott að vera hérna, umhverfið er fallegt og ég reyni að njóta eins vel og ég get auk þess að leggja hart að mér Það er frábært að vinna með starfsfólkinu og þetta er besti leikmannahópur sem ég hef unnið með, varðandi það að vera móttækilegar fyrir minni vinnu, sýna virkilegan áhuga á fundum og vilja vita öll smáatriði. Það er frábært fyrir mig og auðvitað er ég líka þakklátur öllum fyrir að tala ensku,“ bætti Tom við léttur í lokin. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Sjá meira
Tom er einn af fólkinu á bakvið tjöldin sem reyna að undirbúa stelpurnar sem allra best fyrir hvern leik á EM í Sviss. Hann er nú í annað sinn á stórmóti með liðinu eftir að hafa einnig verið með á taplausa Evrópumótinu í Englandi 2022. „Aðalskylda mín er að leikgreina mótherjana en líka okkar eigin leik, og að hjálpa þjálfurunum að útbúa leikplanið fyrir hvern leik. Það er mjög mikið að gera. Ég er fyrstur á fætur og síðastur í rúmið, alltaf í tölvunni að skoða eitthvað og búa til klippur, bæði fyrir liðið allt og einstaka leikmenn. En til þess er ég hér og nýt þess að vera í vinnunni,“ sagði Tom fyrir æfingu Íslands í Thun í dag en viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Fyrstur á fætur og síðastur til svefns á EM Eftir tapið gegn Finnlandi í gær mætir Ísland næst Sviss á sunnudaginn og svo Noregi næsta fimmtudag. „Í gærkvöld horfðum við á Sviss-Noreg og hófum strax vinnuna við það. Svo fórum við aftur yfir okkar leik og áttum fund í morgun þar sem hægt var að veita endurgjöf. Við þekkjum Sviss og Noreg auðvitað vel og þetta var nokkurn veginn eins og við bjuggumst við. Svisslendingar voru aðeins próaktívari, aðeins agressívari, sem var athyglisvert að sjá,“ sagði Tom meðal annars. Sýna mikinn áhuga á fundum Eins og fyrr segir er hann á sínu öðru stórmóti með Íslandi, hæstánægður með að vera á EM og að vinna með Íslendingunum: „Það er æðislegt að vera hérna. Síðast vorum við á Englandi svo það var svolítið skrýtið, að vera bara heima. Við vorum meira að segja í Crewe sem er nokkuð nálægt mínum heimabæ. En það er gott að vera hérna, umhverfið er fallegt og ég reyni að njóta eins vel og ég get auk þess að leggja hart að mér Það er frábært að vinna með starfsfólkinu og þetta er besti leikmannahópur sem ég hef unnið með, varðandi það að vera móttækilegar fyrir minni vinnu, sýna virkilegan áhuga á fundum og vilja vita öll smáatriði. Það er frábært fyrir mig og auðvitað er ég líka þakklátur öllum fyrir að tala ensku,“ bætti Tom við léttur í lokin.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Sjá meira