Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. júlí 2025 19:07 Jón Gestur Sveinbjörnsson íbúi í Fannborg í miðbæ Kópavogs hefur miklar áhyggjur af raski sem muni fylgja framkvæmdum en bæjaryfirvöld leggja áherslu á mikið samráð við íbúa. Vísir/Sigurjón Tímamót í uppbyggingu miðbæjarins í Kópavogi urðu í morgun þegar bæjarstjórn samþykkti samning við verktaka. Hamraborg mun gjörbreytast en fatlaður íbúi segir að hann verði svo gott sem heimilislaus á meðan framkvæmdum stendur og segir íbúð sína orðna verðlausa. Rætt hefur verið um uppbyggingu í miðbæ Kópavogs í um tíu ár. Nú er loksins að fara að koma skriður þar á. Gömul hús munu víkja fyrir glænýjum fjölbýlishúsum. Um er að ræða gjörbreytingu á svæðinu og uppbyggingu yfir þrjú hundruð íbúða í blandaðri byggð. Málið hefur verið í ferli undanfarin ár en nú hefur bæjarstjórn samþykkt samninga við verktaka og munu framkvæmdir brátt hefjast sem gert er ráð fyrir að taki fimm ár. Jón Gestur Sveinbjörnsson fatlaður íbúi segir lög um aðgengi fatlaðra verða þverbrotin meðan framkvæmdum stendur. „Frá heimili mínu og að þessum bílastæðum sem í boði verða á byggingartímanum eru 250 metrar. Það sem Inga setti í lög eru 25 metrar frá aðalinngangi heimilis míns,“ segir Jón og vísar þar til breytinga á byggingarreglugerð sem Inga Sæland félags- og húsnæðisráðherra gerði nýverið. Hann segir fjölmarga íbúa í sömu stöðu og hann, Þeir séu ýmist fatlaðir eða komnir á aldur og margir þyrftu að komast í þjónustuíbúð. „En vegna þessa sverðs sem vofir yfir okkur, í sjö ár þá fáum við ekki raungildi fyrir íbúðina okkar. Ég var með mína íbúð á sölu í næstum ár, 2019 og 2020 og það kom enginn.“ Hvað geturðu gert? „Ekkert. Bara farið að heiman þegar þetta er byrjað. Ég á enga leið til að komast að heimili mínu eftir að þeir byrja á þessu. Ertu að segja að þú verðir svo gott sem heimilislaus þegar framkvæmdir standa yfir? „Það er fólk hérna sem ætlar að flytja út samdægurs, fjöldi manns alveg.“ Andri Steinn Hilmarsson bæjarfulltrúi í Kópavogi segist skilja vel áhyggjur íbúa. Um sé að ræða mestu framkvæmdir sem ráðist hafi verið í í miðbæ Kópavogs. Mikil áhersla sé lögð á samráð, boðað hafi verið til tvennra íbúafunda auk þess sem sett verði upp upplýsingagátt. „Verkefni okkar bæjaryfirvalda að samþætta þetta tvennt, annars vegar framtíðarsýn með góðan og blómlegan miðbæ í huga til framtíðar og að tryggja það að framkvæmdatíminn verði viðráðanlegur gagnvart þeim íbúum sem þarna eru í grennd.“ Kópavogur Tengdar fréttir Segir vegið að rétti fatlaðra við uppbyggingu á Fannborgar- og Traðarreit Kolbeinn Reginsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, segir vegið að rétti fatlaðra í uppbyggingu á Fannborgar- og Traðarreit í Kópavogi. Bílastæði verði í mikilli fjarlægð og hreyfihamlaðir geti þurft að fara allt að hálfan kílómeter fram og til baka í bílastæði. 2. júní 2025 14:17 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
Rætt hefur verið um uppbyggingu í miðbæ Kópavogs í um tíu ár. Nú er loksins að fara að koma skriður þar á. Gömul hús munu víkja fyrir glænýjum fjölbýlishúsum. Um er að ræða gjörbreytingu á svæðinu og uppbyggingu yfir þrjú hundruð íbúða í blandaðri byggð. Málið hefur verið í ferli undanfarin ár en nú hefur bæjarstjórn samþykkt samninga við verktaka og munu framkvæmdir brátt hefjast sem gert er ráð fyrir að taki fimm ár. Jón Gestur Sveinbjörnsson fatlaður íbúi segir lög um aðgengi fatlaðra verða þverbrotin meðan framkvæmdum stendur. „Frá heimili mínu og að þessum bílastæðum sem í boði verða á byggingartímanum eru 250 metrar. Það sem Inga setti í lög eru 25 metrar frá aðalinngangi heimilis míns,“ segir Jón og vísar þar til breytinga á byggingarreglugerð sem Inga Sæland félags- og húsnæðisráðherra gerði nýverið. Hann segir fjölmarga íbúa í sömu stöðu og hann, Þeir séu ýmist fatlaðir eða komnir á aldur og margir þyrftu að komast í þjónustuíbúð. „En vegna þessa sverðs sem vofir yfir okkur, í sjö ár þá fáum við ekki raungildi fyrir íbúðina okkar. Ég var með mína íbúð á sölu í næstum ár, 2019 og 2020 og það kom enginn.“ Hvað geturðu gert? „Ekkert. Bara farið að heiman þegar þetta er byrjað. Ég á enga leið til að komast að heimili mínu eftir að þeir byrja á þessu. Ertu að segja að þú verðir svo gott sem heimilislaus þegar framkvæmdir standa yfir? „Það er fólk hérna sem ætlar að flytja út samdægurs, fjöldi manns alveg.“ Andri Steinn Hilmarsson bæjarfulltrúi í Kópavogi segist skilja vel áhyggjur íbúa. Um sé að ræða mestu framkvæmdir sem ráðist hafi verið í í miðbæ Kópavogs. Mikil áhersla sé lögð á samráð, boðað hafi verið til tvennra íbúafunda auk þess sem sett verði upp upplýsingagátt. „Verkefni okkar bæjaryfirvalda að samþætta þetta tvennt, annars vegar framtíðarsýn með góðan og blómlegan miðbæ í huga til framtíðar og að tryggja það að framkvæmdatíminn verði viðráðanlegur gagnvart þeim íbúum sem þarna eru í grennd.“
Kópavogur Tengdar fréttir Segir vegið að rétti fatlaðra við uppbyggingu á Fannborgar- og Traðarreit Kolbeinn Reginsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, segir vegið að rétti fatlaðra í uppbyggingu á Fannborgar- og Traðarreit í Kópavogi. Bílastæði verði í mikilli fjarlægð og hreyfihamlaðir geti þurft að fara allt að hálfan kílómeter fram og til baka í bílastæði. 2. júní 2025 14:17 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
Segir vegið að rétti fatlaðra við uppbyggingu á Fannborgar- og Traðarreit Kolbeinn Reginsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, segir vegið að rétti fatlaðra í uppbyggingu á Fannborgar- og Traðarreit í Kópavogi. Bílastæði verði í mikilli fjarlægð og hreyfihamlaðir geti þurft að fara allt að hálfan kílómeter fram og til baka í bílastæði. 2. júní 2025 14:17