Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Aron Guðmundsson skrifar 4. júlí 2025 16:03 Katla Tryggvadóttir er á sínu fyrsta stórmóti með íslenska kvennalandsliðinu Vísir/Anton Brink Katla Tryggvadóttir segir það draum að rætast að hafa spila sinn fyrsta leik á stórmóti fyrir Íslands hönd. Stór áfangi að nást en aukaatriði fyrir Kötlu sem segir liðið allt vera að vinna að sama markmiðinu. Katla var, að mati undirritaðs, ein af ljósu punktunum við leik íslenska liðsins gegn Finnlandi í fyrstu umferð riðlakeppni EM á dögunum. Leikurinn tapaðist 1-0 en innkoma Kötlu í seinni hálfleik hleypti af stað ferskum vindum um lið Íslands. Katla er fyrirliði sænska úrvalsdeildarfélagsins Kristianstads og það þrátt fyrir að vera aðeins tuttugu ára gömul. Það segir margt um hennar eiginleika sem fótboltakonu og leiðtoga. Hún segir vonbrigðin eftir leikinn gegn Finnlandi nú á bak og burt. Leikmenn séu búnir að þjappa sér saman og komnar á núllpunkt núna. Klippa: Tvítugi fyrirliðinn setur liðið ávallt í fyrsta sæti Leikurinn gegn Finnum var fyrsti leikur Kötlu á stórmóti, hún segir það ótrúlega gaman fyrir sig að ná þeim áfanga en að hagur liðsins verði alltaf í fyrsta sæti. „Stór áfangi að spila á EM en í stóru myndinni er þetta alltaf bara aukaatriði þar sem að liðið er allt að vinna að sama markmiði.“ Liðið er alltaf í fyrsta sæti? „Alltaf.“ Áræðni Kötlu og óttaleysi vakti athygli í leiknum gegn Finnum en með hvaða hugarfari kom hún inn í leikinn? „Ég ætlaði bara að gefa stelpunum í kringum mig eins mikla orku og ég gat, kýla á þetta. Við höfðum engu að tapa, þurftum mark og ég vildi bara kýla á þetta.“ Fyrirliðinn í Kristianstad breytir ekki út af vananum þó svo að hún komi inn í landsliðshóp með reyndari leikmönnum og miklum leiðtogum. „Ég er bara ég sjálf hérna og það er ótrúlega gott að finna að maður getur verið maður sjálfur í hóp. Ég breyti mér ekkert sem leikmanni eða persónu hvort sem ég er hér eða í Kristianstad.“ Að spila á stórmóti sé draumur að verða að veruleika. „Þetta er bara eitthvað sem manni dreymir um, hefur verið markmiðið alveg frá því að ég man eftir mér. Að spila á stórmóti. Það er bara geggjuð upplifun.“ Leikmenn landsliðsins fengu smá frítíma í gær og Katla nýtti þann frítíma vel. „Ég hitti fjölskylduna mína. Mjög gott og kærkomið að geta varið smá tíma með þeim. Sérstaklega því ég bý úti í Svíþjóð og maður hittir þau ekkert alltaf. Það var mjög gott að geta hitt þau.“ EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fleiri fréttir Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Sjá meira
Katla var, að mati undirritaðs, ein af ljósu punktunum við leik íslenska liðsins gegn Finnlandi í fyrstu umferð riðlakeppni EM á dögunum. Leikurinn tapaðist 1-0 en innkoma Kötlu í seinni hálfleik hleypti af stað ferskum vindum um lið Íslands. Katla er fyrirliði sænska úrvalsdeildarfélagsins Kristianstads og það þrátt fyrir að vera aðeins tuttugu ára gömul. Það segir margt um hennar eiginleika sem fótboltakonu og leiðtoga. Hún segir vonbrigðin eftir leikinn gegn Finnlandi nú á bak og burt. Leikmenn séu búnir að þjappa sér saman og komnar á núllpunkt núna. Klippa: Tvítugi fyrirliðinn setur liðið ávallt í fyrsta sæti Leikurinn gegn Finnum var fyrsti leikur Kötlu á stórmóti, hún segir það ótrúlega gaman fyrir sig að ná þeim áfanga en að hagur liðsins verði alltaf í fyrsta sæti. „Stór áfangi að spila á EM en í stóru myndinni er þetta alltaf bara aukaatriði þar sem að liðið er allt að vinna að sama markmiði.“ Liðið er alltaf í fyrsta sæti? „Alltaf.“ Áræðni Kötlu og óttaleysi vakti athygli í leiknum gegn Finnum en með hvaða hugarfari kom hún inn í leikinn? „Ég ætlaði bara að gefa stelpunum í kringum mig eins mikla orku og ég gat, kýla á þetta. Við höfðum engu að tapa, þurftum mark og ég vildi bara kýla á þetta.“ Fyrirliðinn í Kristianstad breytir ekki út af vananum þó svo að hún komi inn í landsliðshóp með reyndari leikmönnum og miklum leiðtogum. „Ég er bara ég sjálf hérna og það er ótrúlega gott að finna að maður getur verið maður sjálfur í hóp. Ég breyti mér ekkert sem leikmanni eða persónu hvort sem ég er hér eða í Kristianstad.“ Að spila á stórmóti sé draumur að verða að veruleika. „Þetta er bara eitthvað sem manni dreymir um, hefur verið markmiðið alveg frá því að ég man eftir mér. Að spila á stórmóti. Það er bara geggjuð upplifun.“ Leikmenn landsliðsins fengu smá frítíma í gær og Katla nýtti þann frítíma vel. „Ég hitti fjölskylduna mína. Mjög gott og kærkomið að geta varið smá tíma með þeim. Sérstaklega því ég bý úti í Svíþjóð og maður hittir þau ekkert alltaf. Það var mjög gott að geta hitt þau.“
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fleiri fréttir Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Sjá meira