„Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Smári Jökull Jónsson skrifar 4. júlí 2025 20:54 Nichole Leigh Mosty segir Ísland ekki vera með stefnu um innflytjendur og flóttafólk og kallar eftir viðbrögðum stjórnvalda. Vísir/Vilhelm Stefnuleysi ríkir í málefnum barna með erlendan bakgrunn að sögn doktorsnema. Hækkandi tíðni ofbeldis meðal barnanna og aukið einelti sýni fram á að ekki hafi verið haldið nægilega vel utan um þau. Í áætlun stjórnvalda um aðgerðir vegna ofbeldis meðal barna kemur fram að börn af erlendum uppruna eru mun oftar lögð í einelti en íslensk börn. Slagsmál eru einnig algengari hjá þessum hópi og sérstaklega hjá yngri börnum. Munur er á hlutfalli barna sem upplifað hafa einelti út frá uppruna. Tölfræðin er fengin úr Íslensku Æskulýðsrannsókninni.Sýn Þá hefur hlutfall grunaðra með erlendan bakgrunn í málaskrá lögreglu aukist úr 2% árið 2020 í 19% á síðasta ári. Nichole Leigh Mosty, doktorsnemi við deild menntunar og margbreytileika við Háskóla Íslands, segir inngildingu fólks af erlendum uppruna eiga við um allt samfélagið. „Þegar tölfræðin eykst þá er það ekki vegna þess að það sé einhver ákveðinn árgangur heldur því við höfum ekki unnið nægilega vel frá grunni. Stofnun eins og leikskóli í alþjóðlegum plöggum er með stór hlutverk hvað varðar inngildingu barna og fjölskyldu. Ef það tekst ekki þar þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið,“ sagði Nichole í kvöldfréttum Sýnar. Grípa þurfi til aðgerða Hún segir ennfremur að þegar Fjölmenningarsetrið var lagt niður hafi orðið stöðnun í málaflokknum. Rétt áður hafi verið gefinn út leiðarvísir fyrir sveitarfélög um móttöku fólks þar sem voru ítarlegar leiðbeiningar varðandi innflytjendur í skólum í upplýsingagjöf og um hvernig þriðji aðili líkt og félagasamtök vinna með bæði eldri og yngri innflytjendum. Grípa þurfi aftur til slíkra aðgerða. „Í víðara samhengi erum við ekki með inngildingarstefnu. Við erum ekki með stefnu um innflytjendur og flóttafólk. Allt er bútasaumur og við höfum verið í sérrúrræðum og átökum hingað og þangað.“ Ákall til nýrrar ríkisstjórnar Nichole segir skóla og íþróttafélög gegna mikilvægu hlutverki og ekki síst hvað varðar foreldra. „Við þurfum að vinna með foreldrum og tryggja að þau séu tengd inn í samfélagið svo það virki líka fyrir börnin. Kennarar, þjálfarar og aðrir í samfélaginu sem vinna með börn og fjölskyldu þurfa að muna að bakvið hvert barn er fjölskylda,“ og bætir við að þessir aðilar hafi einnig kallað eftir heildstæðri stefnu í málaflokknum. Hægt sé að sækja reynslu til landa þar sem vel hafi gengið. Hún kallar eftir viðbrögðum stjórnvalda og segir að umræðan um innflytjendamál sé of neikvæð. Ísland hafi tekið skref til baka í að skilgreina innflytjendamál sem erfið og vesen. „Spurning til nýrrar ríkisstjórnar og yfirvalda að íhuga aðeins að klára stefnu varðandi innflytjendur og huga vel að hvaða aðgerðir þarf til að stoppa þróun sem tölfræðin sýnir varðandi einelti og ofbeldi.“ Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Lögreglumál Barnavernd Grunnskólar Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Í áætlun stjórnvalda um aðgerðir vegna ofbeldis meðal barna kemur fram að börn af erlendum uppruna eru mun oftar lögð í einelti en íslensk börn. Slagsmál eru einnig algengari hjá þessum hópi og sérstaklega hjá yngri börnum. Munur er á hlutfalli barna sem upplifað hafa einelti út frá uppruna. Tölfræðin er fengin úr Íslensku Æskulýðsrannsókninni.Sýn Þá hefur hlutfall grunaðra með erlendan bakgrunn í málaskrá lögreglu aukist úr 2% árið 2020 í 19% á síðasta ári. Nichole Leigh Mosty, doktorsnemi við deild menntunar og margbreytileika við Háskóla Íslands, segir inngildingu fólks af erlendum uppruna eiga við um allt samfélagið. „Þegar tölfræðin eykst þá er það ekki vegna þess að það sé einhver ákveðinn árgangur heldur því við höfum ekki unnið nægilega vel frá grunni. Stofnun eins og leikskóli í alþjóðlegum plöggum er með stór hlutverk hvað varðar inngildingu barna og fjölskyldu. Ef það tekst ekki þar þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið,“ sagði Nichole í kvöldfréttum Sýnar. Grípa þurfi til aðgerða Hún segir ennfremur að þegar Fjölmenningarsetrið var lagt niður hafi orðið stöðnun í málaflokknum. Rétt áður hafi verið gefinn út leiðarvísir fyrir sveitarfélög um móttöku fólks þar sem voru ítarlegar leiðbeiningar varðandi innflytjendur í skólum í upplýsingagjöf og um hvernig þriðji aðili líkt og félagasamtök vinna með bæði eldri og yngri innflytjendum. Grípa þurfi aftur til slíkra aðgerða. „Í víðara samhengi erum við ekki með inngildingarstefnu. Við erum ekki með stefnu um innflytjendur og flóttafólk. Allt er bútasaumur og við höfum verið í sérrúrræðum og átökum hingað og þangað.“ Ákall til nýrrar ríkisstjórnar Nichole segir skóla og íþróttafélög gegna mikilvægu hlutverki og ekki síst hvað varðar foreldra. „Við þurfum að vinna með foreldrum og tryggja að þau séu tengd inn í samfélagið svo það virki líka fyrir börnin. Kennarar, þjálfarar og aðrir í samfélaginu sem vinna með börn og fjölskyldu þurfa að muna að bakvið hvert barn er fjölskylda,“ og bætir við að þessir aðilar hafi einnig kallað eftir heildstæðri stefnu í málaflokknum. Hægt sé að sækja reynslu til landa þar sem vel hafi gengið. Hún kallar eftir viðbrögðum stjórnvalda og segir að umræðan um innflytjendamál sé of neikvæð. Ísland hafi tekið skref til baka í að skilgreina innflytjendamál sem erfið og vesen. „Spurning til nýrrar ríkisstjórnar og yfirvalda að íhuga aðeins að klára stefnu varðandi innflytjendur og huga vel að hvaða aðgerðir þarf til að stoppa þróun sem tölfræðin sýnir varðandi einelti og ofbeldi.“
Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Lögreglumál Barnavernd Grunnskólar Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira