Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. júlí 2025 08:38 Skallaörninn tignarlegi í meðferð. Þorskroði var beitt við lækningu á fætinum. Winged Freedom Raptor Hospital Íslenska líftæknifyrirtækið Kerecis átti þátt í að bjarga lífi illa særðs skallarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí, þjóðhátíðardag Bandaríkjanna, en skallaörninn er þjóðardýr Bandaríkjanna. Örninn hlaut nafnið Kere en hann fannst í almenningsgarði í Hayward í Wisconsin í ágúst síðastliðnum með illa sýkt svöðu sár og í mikilli undirþyngd. Sárið náði allan hringinn um annan fót arnarins. Með svo alvarlega sýkingu taldi Kimberly Ammann dýralæknir að það eina í stöðunni væri að lóga honum. Það var þá sem hún mundi eftir að hafa lært um húðígræðslur sem liður í dýralækninganámi sínu. Kere flýgur aftur til síns heima eftir næstum árs meðferð.Winged Freedom Raptor Hospital Eftir eftirgrennslan á netinu uppgötvaði hún Kerecis, lífæknifyrirtækið vestfirska sem sérhæfir sig í því að græða sár með fiskroði. Yfirleitt þó sár á mannfólki eins og gefur að skilja. Kerecis sendi henni búta af þurrkuðu þorskroði og með leiðbeiningum frá fyrirtækinu hófst Ammann handa. Hún segir við Guardian að meðferðin hafi gengið vel. Tíu mánaðaendurhæfingaferli tók við. „Eina ástæðan fyrir því að þetta virkaði er hvað hún var góður sjúklingur,“ hefur miðillinn eftir Kimberly Ammann dýralækni. Kere tekur á loft og endurheimtir frelsi sitt.Winged Freedom Raptor Hospital 22. júní síðastliðinn var Kere svo sleppt aftur út í náttúruna. Ammann lýsti deginum sem tilfinningarússíbana. Um hundrað fylgdust með þegar Kere tók á loft á nýjan leik, laus við sár og sýkingar á fæti. Ammann segir að undirbúningur fyrir þjóðhátíðardagshátíðarhöld hafi verið í fullum gangi í bænum sem væri viðeigandi. Skallaörninn sé tákn um bandarískt frelsi. „Ég er svo spennt fyrir hennar hönd. Hún ræður því hvert hún fer, við hvaða stöðuvatn hún situr, hvert hún ætlar að fara að veiða. Hún hefur frelsi til þess að taka þessar ákvarðanir núna. Og hvenær er það meira viðeigandi en á fjórða júlí?“ er haft eftir Ammann. Líftækni Bandaríkin Dýr Dýraheilbrigði Fuglar Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira
Örninn hlaut nafnið Kere en hann fannst í almenningsgarði í Hayward í Wisconsin í ágúst síðastliðnum með illa sýkt svöðu sár og í mikilli undirþyngd. Sárið náði allan hringinn um annan fót arnarins. Með svo alvarlega sýkingu taldi Kimberly Ammann dýralæknir að það eina í stöðunni væri að lóga honum. Það var þá sem hún mundi eftir að hafa lært um húðígræðslur sem liður í dýralækninganámi sínu. Kere flýgur aftur til síns heima eftir næstum árs meðferð.Winged Freedom Raptor Hospital Eftir eftirgrennslan á netinu uppgötvaði hún Kerecis, lífæknifyrirtækið vestfirska sem sérhæfir sig í því að græða sár með fiskroði. Yfirleitt þó sár á mannfólki eins og gefur að skilja. Kerecis sendi henni búta af þurrkuðu þorskroði og með leiðbeiningum frá fyrirtækinu hófst Ammann handa. Hún segir við Guardian að meðferðin hafi gengið vel. Tíu mánaðaendurhæfingaferli tók við. „Eina ástæðan fyrir því að þetta virkaði er hvað hún var góður sjúklingur,“ hefur miðillinn eftir Kimberly Ammann dýralækni. Kere tekur á loft og endurheimtir frelsi sitt.Winged Freedom Raptor Hospital 22. júní síðastliðinn var Kere svo sleppt aftur út í náttúruna. Ammann lýsti deginum sem tilfinningarússíbana. Um hundrað fylgdust með þegar Kere tók á loft á nýjan leik, laus við sár og sýkingar á fæti. Ammann segir að undirbúningur fyrir þjóðhátíðardagshátíðarhöld hafi verið í fullum gangi í bænum sem væri viðeigandi. Skallaörninn sé tákn um bandarískt frelsi. „Ég er svo spennt fyrir hennar hönd. Hún ræður því hvert hún fer, við hvaða stöðuvatn hún situr, hvert hún ætlar að fara að veiða. Hún hefur frelsi til þess að taka þessar ákvarðanir núna. Og hvenær er það meira viðeigandi en á fjórða júlí?“ er haft eftir Ammann.
Líftækni Bandaríkin Dýr Dýraheilbrigði Fuglar Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira