Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. júlí 2025 08:38 Skallaörninn tignarlegi í meðferð. Þorskroði var beitt við lækningu á fætinum. Winged Freedom Raptor Hospital Íslenska líftæknifyrirtækið Kerecis átti þátt í að bjarga lífi illa særðs skallarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí, þjóðhátíðardag Bandaríkjanna, en skallaörninn er þjóðardýr Bandaríkjanna. Örninn hlaut nafnið Kere en hann fannst í almenningsgarði í Hayward í Wisconsin í ágúst síðastliðnum með illa sýkt svöðu sár og í mikilli undirþyngd. Sárið náði allan hringinn um annan fót arnarins. Með svo alvarlega sýkingu taldi Kimberly Ammann dýralæknir að það eina í stöðunni væri að lóga honum. Það var þá sem hún mundi eftir að hafa lært um húðígræðslur sem liður í dýralækninganámi sínu. Kere flýgur aftur til síns heima eftir næstum árs meðferð.Winged Freedom Raptor Hospital Eftir eftirgrennslan á netinu uppgötvaði hún Kerecis, lífæknifyrirtækið vestfirska sem sérhæfir sig í því að græða sár með fiskroði. Yfirleitt þó sár á mannfólki eins og gefur að skilja. Kerecis sendi henni búta af þurrkuðu þorskroði og með leiðbeiningum frá fyrirtækinu hófst Ammann handa. Hún segir við Guardian að meðferðin hafi gengið vel. Tíu mánaðaendurhæfingaferli tók við. „Eina ástæðan fyrir því að þetta virkaði er hvað hún var góður sjúklingur,“ hefur miðillinn eftir Kimberly Ammann dýralækni. Kere tekur á loft og endurheimtir frelsi sitt.Winged Freedom Raptor Hospital 22. júní síðastliðinn var Kere svo sleppt aftur út í náttúruna. Ammann lýsti deginum sem tilfinningarússíbana. Um hundrað fylgdust með þegar Kere tók á loft á nýjan leik, laus við sár og sýkingar á fæti. Ammann segir að undirbúningur fyrir þjóðhátíðardagshátíðarhöld hafi verið í fullum gangi í bænum sem væri viðeigandi. Skallaörninn sé tákn um bandarískt frelsi. „Ég er svo spennt fyrir hennar hönd. Hún ræður því hvert hún fer, við hvaða stöðuvatn hún situr, hvert hún ætlar að fara að veiða. Hún hefur frelsi til þess að taka þessar ákvarðanir núna. Og hvenær er það meira viðeigandi en á fjórða júlí?“ er haft eftir Ammann. Líftækni Bandaríkin Dýr Dýraheilbrigði Fuglar Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira
Örninn hlaut nafnið Kere en hann fannst í almenningsgarði í Hayward í Wisconsin í ágúst síðastliðnum með illa sýkt svöðu sár og í mikilli undirþyngd. Sárið náði allan hringinn um annan fót arnarins. Með svo alvarlega sýkingu taldi Kimberly Ammann dýralæknir að það eina í stöðunni væri að lóga honum. Það var þá sem hún mundi eftir að hafa lært um húðígræðslur sem liður í dýralækninganámi sínu. Kere flýgur aftur til síns heima eftir næstum árs meðferð.Winged Freedom Raptor Hospital Eftir eftirgrennslan á netinu uppgötvaði hún Kerecis, lífæknifyrirtækið vestfirska sem sérhæfir sig í því að græða sár með fiskroði. Yfirleitt þó sár á mannfólki eins og gefur að skilja. Kerecis sendi henni búta af þurrkuðu þorskroði og með leiðbeiningum frá fyrirtækinu hófst Ammann handa. Hún segir við Guardian að meðferðin hafi gengið vel. Tíu mánaðaendurhæfingaferli tók við. „Eina ástæðan fyrir því að þetta virkaði er hvað hún var góður sjúklingur,“ hefur miðillinn eftir Kimberly Ammann dýralækni. Kere tekur á loft og endurheimtir frelsi sitt.Winged Freedom Raptor Hospital 22. júní síðastliðinn var Kere svo sleppt aftur út í náttúruna. Ammann lýsti deginum sem tilfinningarússíbana. Um hundrað fylgdust með þegar Kere tók á loft á nýjan leik, laus við sár og sýkingar á fæti. Ammann segir að undirbúningur fyrir þjóðhátíðardagshátíðarhöld hafi verið í fullum gangi í bænum sem væri viðeigandi. Skallaörninn sé tákn um bandarískt frelsi. „Ég er svo spennt fyrir hennar hönd. Hún ræður því hvert hún fer, við hvaða stöðuvatn hún situr, hvert hún ætlar að fara að veiða. Hún hefur frelsi til þess að taka þessar ákvarðanir núna. Og hvenær er það meira viðeigandi en á fjórða júlí?“ er haft eftir Ammann.
Líftækni Bandaríkin Dýr Dýraheilbrigði Fuglar Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira