Fótbolti

Frá Mid­tjylland til New­cast­le

Siggeir Ævarsson skrifar
Hinn 31 árs gamli Martin Mark hefur getið sér gott orð sem sérfræðingur í föstum leikatriðum
Hinn 31 árs gamli Martin Mark hefur getið sér gott orð sem sérfræðingur í föstum leikatriðum FC Midtjylland

Enska úrvalsdeildarliðið Newcastle United hefur sótt sér liðsstyrk frá Danmörku fyrir komandi tímabil en hinn danski Martin Mark mun þó ekki koma við sögu í leikjum liðsins nema óbeint.

Mark, sem er 31 árs gamall Dani, hefur undanfarin tímabil getið sér gott orð sem þjálfari FC Midtjylland í föstum leikatriðum en hann var áður þjálfari ungaliðs félagsins. Frá 2022 hefur hann svo einbeitt sér að föstum leikatriðum með aðalliðinu með góðum árangri.

Hann hefur verið undir smásjá Newcastle í nokkurn tíma en á síðasta tímabili var liðið í 7. sæti yfir flest mörkuð skoruð upp úr föstum leikatriðum og fékk aðeins átta mörk á sig úr þeim, fjórða minnsta allra liða í deildinni. Þetta afrekaði liðið án þess að vera með neinn í þjálfarateyminu sem einbeitti sér að föstum leikatriðum svo það á greinilega að bæta enn betur í á komandi tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×