Fótbolti

Elanga að ganga til liðs við New­cast­le

Siggeir Ævarsson skrifar
Anthony Elanga kveður Nottingham Forest og spilar með Newcastle næsta vetur
Anthony Elanga kveður Nottingham Forest og spilar með Newcastle næsta vetur Vísir/Getty

Newcastle United og Nottingham Forest hafa náð samkomulagi um félagaskipti Anthony Elanga til Newcastle en Forest hafði áður hafnað 45 milljón punda boði Newcastle.

Forráðamenn Newcastle ákváðu því að hækka tilboðið og nú er allt klappað og klárt fyrir 55 milljónir punda alls.

Elanga, sem er sænskur að ætt og uppruna og 23 ára gamall, gekk til liðs við Manchester United tólf ára gamall en eftir að hafa ekki náð að festa sig í sessi í aðalliði United var hann seldur til Nottingaham Forest sumarið 2023 fyrir 15 milljónir punda.

Hjá Forest hefur hann verið í stóru hlutverki en hann kom við sögu í öllum 38 deildarleikjum liðsins í vetur, skoraði sex mörk og lagaði upp ellefu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×