Sport

Kossar kærastans á­stæðan fyrir því hún féll á lyfja­prófi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ysaora Thibus er loksins laus allra mála eftir að hafa dregið þetta lyfjamál á eftir sér i meira en ár.
Ysaora Thibus er loksins laus allra mála eftir að hafa dregið þetta lyfjamál á eftir sér i meira en ár. Getty/Marc Piasecki

Skylmingakonan Ysaora Thibus var sýknuð af því að hafa brotið lyfjareglur þrátt fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi á síðasta ári.

Hin 33 ára gamla Thibus hélt því fram að hún hefði fengið ólöglega efnið í sig í gegnum kossa kærastans og það hefur nú verið tekið gilt sem ásættanleg skýring.

Alþjóða íþróttadómstóllinn, CAS, vísaði frá áfrýjun Alþjóða lyfjaeftirlitsins, Wada. Alþjóða lyfjaeftirlitið sætti sig ekki við þá skýringu að hibus hefði fengið í sig sterana eftir að hafa kysst kærastann sem var að nota ólögleg efni.

Lyfjaeftirlit Alþjóða skylmingasambandsins hafði áður sýknað hana og hún fékk því að keppa á Ólympíuleikunum í París í fyrra.

Alþjóða lyfjaeftirlitið sætti sig ekki við þá ákvörðun og fór með málið áfram fyrir Alþjóða íþróttadómstóllinn.

Thibus var kærasta bandaríska skylmingamannsins Race Imboden á þessum tíma en þau eru ekki lengur saman. Hann var þá að taka inn stera án þess að hún vissi af því.

Alþjóða íþróttadómstóllinn samþykkti kossaskýringuna og að hún hafi ekki tekið inn sterana viljandi. Málið fór alla leið og hún hefur nú hreinsað mannorð sitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×