KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Stefán Árni Pálsson skrifar 8. júlí 2025 09:32 Sævar Pétursson er himinlifandi að fá Evrópuleikinn gegn Silkeborg norður til Akureyrar. KA menn fá að leika Evrópuleik félagsins á heimavelli. Félagið varð að ráðast í ákveðnar framkvæmdir á svæðinu til að fá leyfi fyrir heimaleik í Sambandsdeildinni. Úttektarmaður UEFA hló þegar hann sé stúku útiliðsins. KA menn fá að spila sinn heimaleik í 2. umferð í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Liðið situr hjá í 1. umferð. UEFA hefur veitt félaginu sérstaka undanþágu til leikjahalds á Greifavellinum í fyrstu tveim umferðum Sambandsdeildarinnar. Fyrir tveimur árum komst KA í þriðju umferð Sambandsdeildarinnar og spilaði þá heimaleiki sína á Fram vellinum í Úlfarsárdal og á Laugardalsvellinum. KA mætir Silkeborg ytra 23. júlí og síðan verður heimaleikurinn fyrir norðan 31. júlí. „Það sem snýr að öryggismálum þurfum við að ráðast í. Við þurftum meðal annars að klæða stúkuna og tryggja að það kæmist enginn undir hana og svona ýmis smáatriði sem við þurftum að gera. Við erum bara svo heppin og búum svo vel að það voru ábyggilega tuttugu þrjátíu sjálfboðaliðar sem komu og hjálpuðu til í einhverja viku sem við höfðum eftir að þessi möguleiki opnaðist. Við fáum því að spila hérna á Greifavellinum í Evrópu sem er hrikalega mikilvægt fyrir okkur,“ segir Sævar Pétursson framkvæmdastjóri KA í Sportpakkanum á Sýn í gærkvöldi. „Við þurftum að fjarlægja ýmsa hluti sem voru innan öryggissvæðisins,“ segir Sævar. Tvær stúkur eru við völlinn fyrir norðan. Ein fyrir útiliðið og ein fyrir heimaliðið. Útiliðastúkan er ekki beint stærsta stúkan í Evrópu. „Það var gaman þegar Skotinn kom og tók þetta út þá sagðist hann aldrei hafa séð svona útisvæði áður. En það sem var kannski skemmtilegast við þetta er að hann hafði verið vikuna á undan að taka út heimavöll Crystal Palace og sá völlur stóðst ekki úttektina en Greifavöllurinn stóðst hana. Þetta var úttekt númer 106 hjá honum og hann sagði að þetta hafi verið minnsti völlurinn sem hann hafi tekið út en gaman hafi verið að gefa honum grænt ljós.“ Sambandsdeild Evrópu KA Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Körfubolti Fleiri fréttir „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Sjá meira
KA menn fá að spila sinn heimaleik í 2. umferð í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Liðið situr hjá í 1. umferð. UEFA hefur veitt félaginu sérstaka undanþágu til leikjahalds á Greifavellinum í fyrstu tveim umferðum Sambandsdeildarinnar. Fyrir tveimur árum komst KA í þriðju umferð Sambandsdeildarinnar og spilaði þá heimaleiki sína á Fram vellinum í Úlfarsárdal og á Laugardalsvellinum. KA mætir Silkeborg ytra 23. júlí og síðan verður heimaleikurinn fyrir norðan 31. júlí. „Það sem snýr að öryggismálum þurfum við að ráðast í. Við þurftum meðal annars að klæða stúkuna og tryggja að það kæmist enginn undir hana og svona ýmis smáatriði sem við þurftum að gera. Við erum bara svo heppin og búum svo vel að það voru ábyggilega tuttugu þrjátíu sjálfboðaliðar sem komu og hjálpuðu til í einhverja viku sem við höfðum eftir að þessi möguleiki opnaðist. Við fáum því að spila hérna á Greifavellinum í Evrópu sem er hrikalega mikilvægt fyrir okkur,“ segir Sævar Pétursson framkvæmdastjóri KA í Sportpakkanum á Sýn í gærkvöldi. „Við þurftum að fjarlægja ýmsa hluti sem voru innan öryggissvæðisins,“ segir Sævar. Tvær stúkur eru við völlinn fyrir norðan. Ein fyrir útiliðið og ein fyrir heimaliðið. Útiliðastúkan er ekki beint stærsta stúkan í Evrópu. „Það var gaman þegar Skotinn kom og tók þetta út þá sagðist hann aldrei hafa séð svona útisvæði áður. En það sem var kannski skemmtilegast við þetta er að hann hafði verið vikuna á undan að taka út heimavöll Crystal Palace og sá völlur stóðst ekki úttektina en Greifavöllurinn stóðst hana. Þetta var úttekt númer 106 hjá honum og hann sagði að þetta hafi verið minnsti völlurinn sem hann hafi tekið út en gaman hafi verið að gefa honum grænt ljós.“
Sambandsdeild Evrópu KA Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Körfubolti Fleiri fréttir „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti