Erlent

Sak­felldir fyrir að kveikja í iðnaðar­hús­næði fyrir Wagner-málaliða

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Íkveikjurnar voru gerðar 20. mars árið 2023.
Íkveikjurnar voru gerðar 20. mars árið 2023. Slökkvilið Lundúna

Þrír menn hafa verið sakfelldir í Lundúnum fyrir að hafa kveikt í fyrirtækjum með tengsl við Úkraínu fyrir hönd rússneska málaliðahópsins Wagner.

Reuters greinir frá því að Wagner-liðar hefðu borgað mönnunum fyrir að framkvæma íkveikjurnar. Kveikt var í iðnaðarhúsnæði og vöruhúsnæði fyrirtækja sem fluttu hergögn og birgðir til Úkraínu í Lundúnum 20. mars árið 2023. Eitt fyrirtækið sá um að flytja gervihnattarbúnað frá Starlink Elons Musk til Úkraínu sem hefur komið þeim mikið að gagni.

Dylan Earl, tuttugu og eins árs Englendingur, og Jake Reeves, 23 ára Englendindur, fóru fyrir hópnum en þeir höfðu þegar játað að hafa skipulagt íkveikjurnar að fyrirmælum Wagner-hópsins.

Mennirnir sem voru sakfelldir fyrir sjálfar íkveikjurnar voru 23 og 20 ára. Til stóð að framkvæma fleiri skemmdarverk fyrri hönd málaliðahópsins rússneska þeirra á meðal íkveikjur á veitingastöðum og vínverslunum. Auk þess stóð til að taka eiganda fyrrnefndra verslana í gíslingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×