Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Kjartan Kjartansson skrifar 8. júlí 2025 13:33 Lögreglumenn bera lík Romans Starovoit, fyrrverandi samgönguráðherra Rússlands, á börum eftir að hann fannst skotinn til bana í gær. AP/Evgeniy Razumniya/Kommersant Talsmaður stjórvalda í Kreml segir fréttir af dauða fyrrverandi samgönguráðherra Rússlands sorglegar en vill ekki tjá sig um hvernig hann bar að. Yfirvöld segja að ráðherrann virðist hafa svipt sig lífi skömmu eftir að hann var rekinn úr embætti. Roman Starovoit, sem Vladímír Pútín Rússlandsforseti rak úr embætti samgönguráðherra í gærmorgun, fannst skotinn til bana síðar sama dag. Rússneska alríkislögreglan segir að hann hafi að öllum líkindum svipt sig lífi. Miklar vangaveltur hafa verið um hvers vegna Starovoit hefði tekið eigið líf. Því hefur verið haldið fram að hann hafi átt yfir höfði sér handtöku vegna aðildar að spillingarmáli í heimahéraði sínu Kúrsk. Einhverjir hafa jafnvel haldið því fram að honum valdameiri menn hafi skipað fyrir um að hann yrði drepinn til að koma í veg fyrir að hann bendlaði þá við málið. Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlarstjórnar, vildi ekki tjá sig um dauða fyrrverandi ráðherrans og vísaði á lögreglu, að sögn AP-fréttastofunnar. „Slíkar fréttir eru alltaf hörmulegar og sorglegar. Við vorum auðvitað slegnir yfir þeim,“ sagði Peskov. Starovoit var fráskilinn og lét eftir sig tvær unglingsdætur. Eftirmaður sagður hafa bendlað hann við spillingarmál Lögreglu og rússneskum fjölmiðlum ber ekki fullkomlega sama um aðstæður þegar Starovoit fannst látinn í Odintsovo-hverfinu vestur af Moskvu þar sem margir rússneskir áhrifamenn eru sagðir búa. Þannig sagði lögreglan að lík fyrrverandi ráðherrans hefði fundist í bíl hans. Fjölmiðlar sem birtu myndir af vettvangi sögðu hins vegar að hann hefði fundist í litlum garði við hlið bílastæðis þar sem Tesla-bifreið hans var lagt. Skammbyssa sem hann fékk að gjöf frá stjórnvöldum hafi verið við hlið hans. Starovoit var héraðsstjóri í Kúrsk þar til hann var skipaður samgönguráðherra í fyrra. Eftirmaður hans, Alexei Smirnov, var handtekinn í apríl og ákærður fyrir fjárdrátt. Því hefur verið haldið fram í rússneskum fjölmiðlum að Smirnov hefði bendlað Starovoit við dráttinn á opinberu fé sem átti að fara í gerð varnarvirkja í Kúrsk. Úkraínumenn réðust inn í Kúrsk síðasta sumar og héldu hluta héraðsins í fleiri mánuði. Fjárdrátturinn er sagður hafa átt sinn þátt í hversu lélegar varnir Rússa voru í aðdraganda innrásarinnar. Fyrrverandi ráðherra dæmdur fyrir spillingu Spillingarmálið í Kúrsk er ekki það fyrsta sem kemur upp og tengist hernaði Rússa í Úkraínu. Timur Ivanov, fyrrverandi aðstoðarvarnarmálaráðherra, var sakfelldur fyrir fjárdrátt og peningaþvætti og dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir viku. Hann og fleiri háttsettir embættismenn sem voru nánir Sergei Shoigu, þáverandi varnarmálaráðherra, voru taldir hafa dregið sér fé sem átti að fara í framkvæmdir á vegum hersins og stuðning við hermenn. Shoigu sjálfur var ekki sóttur til saka og var skipaður formaður öryggisráðs Rússlands. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Roman Starovoit, sem Vladímír Pútín rak úr stöðu samgönguráðherra Rússlands í morgun, fannst látinn af völdum byssuskots í bifreið sinni í dag. Yfirvöld í Rússlandi segja hann hafa fallið fyrir eigin hendi. 7. júlí 2025 14:56 Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Vladímír Pútín Rússlandsforseti rak samgönguráðherrann sinn í morgun. Engin skýring var gefin á brottrekstrinum en miklar raskanir urðu á flugsamgöngum í Rússlandi um helgina vegna drónaárása Úkraínumanna. 7. júlí 2025 09:21 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Roman Starovoit, sem Vladímír Pútín Rússlandsforseti rak úr embætti samgönguráðherra í gærmorgun, fannst skotinn til bana síðar sama dag. Rússneska alríkislögreglan segir að hann hafi að öllum líkindum svipt sig lífi. Miklar vangaveltur hafa verið um hvers vegna Starovoit hefði tekið eigið líf. Því hefur verið haldið fram að hann hafi átt yfir höfði sér handtöku vegna aðildar að spillingarmáli í heimahéraði sínu Kúrsk. Einhverjir hafa jafnvel haldið því fram að honum valdameiri menn hafi skipað fyrir um að hann yrði drepinn til að koma í veg fyrir að hann bendlaði þá við málið. Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlarstjórnar, vildi ekki tjá sig um dauða fyrrverandi ráðherrans og vísaði á lögreglu, að sögn AP-fréttastofunnar. „Slíkar fréttir eru alltaf hörmulegar og sorglegar. Við vorum auðvitað slegnir yfir þeim,“ sagði Peskov. Starovoit var fráskilinn og lét eftir sig tvær unglingsdætur. Eftirmaður sagður hafa bendlað hann við spillingarmál Lögreglu og rússneskum fjölmiðlum ber ekki fullkomlega sama um aðstæður þegar Starovoit fannst látinn í Odintsovo-hverfinu vestur af Moskvu þar sem margir rússneskir áhrifamenn eru sagðir búa. Þannig sagði lögreglan að lík fyrrverandi ráðherrans hefði fundist í bíl hans. Fjölmiðlar sem birtu myndir af vettvangi sögðu hins vegar að hann hefði fundist í litlum garði við hlið bílastæðis þar sem Tesla-bifreið hans var lagt. Skammbyssa sem hann fékk að gjöf frá stjórnvöldum hafi verið við hlið hans. Starovoit var héraðsstjóri í Kúrsk þar til hann var skipaður samgönguráðherra í fyrra. Eftirmaður hans, Alexei Smirnov, var handtekinn í apríl og ákærður fyrir fjárdrátt. Því hefur verið haldið fram í rússneskum fjölmiðlum að Smirnov hefði bendlað Starovoit við dráttinn á opinberu fé sem átti að fara í gerð varnarvirkja í Kúrsk. Úkraínumenn réðust inn í Kúrsk síðasta sumar og héldu hluta héraðsins í fleiri mánuði. Fjárdrátturinn er sagður hafa átt sinn þátt í hversu lélegar varnir Rússa voru í aðdraganda innrásarinnar. Fyrrverandi ráðherra dæmdur fyrir spillingu Spillingarmálið í Kúrsk er ekki það fyrsta sem kemur upp og tengist hernaði Rússa í Úkraínu. Timur Ivanov, fyrrverandi aðstoðarvarnarmálaráðherra, var sakfelldur fyrir fjárdrátt og peningaþvætti og dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir viku. Hann og fleiri háttsettir embættismenn sem voru nánir Sergei Shoigu, þáverandi varnarmálaráðherra, voru taldir hafa dregið sér fé sem átti að fara í framkvæmdir á vegum hersins og stuðning við hermenn. Shoigu sjálfur var ekki sóttur til saka og var skipaður formaður öryggisráðs Rússlands.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Roman Starovoit, sem Vladímír Pútín rak úr stöðu samgönguráðherra Rússlands í morgun, fannst látinn af völdum byssuskots í bifreið sinni í dag. Yfirvöld í Rússlandi segja hann hafa fallið fyrir eigin hendi. 7. júlí 2025 14:56 Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Vladímír Pútín Rússlandsforseti rak samgönguráðherrann sinn í morgun. Engin skýring var gefin á brottrekstrinum en miklar raskanir urðu á flugsamgöngum í Rússlandi um helgina vegna drónaárása Úkraínumanna. 7. júlí 2025 09:21 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Roman Starovoit, sem Vladímír Pútín rak úr stöðu samgönguráðherra Rússlands í morgun, fannst látinn af völdum byssuskots í bifreið sinni í dag. Yfirvöld í Rússlandi segja hann hafa fallið fyrir eigin hendi. 7. júlí 2025 14:56
Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Vladímír Pútín Rússlandsforseti rak samgönguráðherrann sinn í morgun. Engin skýring var gefin á brottrekstrinum en miklar raskanir urðu á flugsamgöngum í Rússlandi um helgina vegna drónaárása Úkraínumanna. 7. júlí 2025 09:21