Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Kjartan Kjartansson skrifar 8. júlí 2025 13:33 Lögreglumenn bera lík Romans Starovoit, fyrrverandi samgönguráðherra Rússlands, á börum eftir að hann fannst skotinn til bana í gær. AP/Evgeniy Razumniya/Kommersant Talsmaður stjórvalda í Kreml segir fréttir af dauða fyrrverandi samgönguráðherra Rússlands sorglegar en vill ekki tjá sig um hvernig hann bar að. Yfirvöld segja að ráðherrann virðist hafa svipt sig lífi skömmu eftir að hann var rekinn úr embætti. Roman Starovoit, sem Vladímír Pútín Rússlandsforseti rak úr embætti samgönguráðherra í gærmorgun, fannst skotinn til bana síðar sama dag. Rússneska alríkislögreglan segir að hann hafi að öllum líkindum svipt sig lífi. Miklar vangaveltur hafa verið um hvers vegna Starovoit hefði tekið eigið líf. Því hefur verið haldið fram að hann hafi átt yfir höfði sér handtöku vegna aðildar að spillingarmáli í heimahéraði sínu Kúrsk. Einhverjir hafa jafnvel haldið því fram að honum valdameiri menn hafi skipað fyrir um að hann yrði drepinn til að koma í veg fyrir að hann bendlaði þá við málið. Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlarstjórnar, vildi ekki tjá sig um dauða fyrrverandi ráðherrans og vísaði á lögreglu, að sögn AP-fréttastofunnar. „Slíkar fréttir eru alltaf hörmulegar og sorglegar. Við vorum auðvitað slegnir yfir þeim,“ sagði Peskov. Starovoit var fráskilinn og lét eftir sig tvær unglingsdætur. Eftirmaður sagður hafa bendlað hann við spillingarmál Lögreglu og rússneskum fjölmiðlum ber ekki fullkomlega sama um aðstæður þegar Starovoit fannst látinn í Odintsovo-hverfinu vestur af Moskvu þar sem margir rússneskir áhrifamenn eru sagðir búa. Þannig sagði lögreglan að lík fyrrverandi ráðherrans hefði fundist í bíl hans. Fjölmiðlar sem birtu myndir af vettvangi sögðu hins vegar að hann hefði fundist í litlum garði við hlið bílastæðis þar sem Tesla-bifreið hans var lagt. Skammbyssa sem hann fékk að gjöf frá stjórnvöldum hafi verið við hlið hans. Starovoit var héraðsstjóri í Kúrsk þar til hann var skipaður samgönguráðherra í fyrra. Eftirmaður hans, Alexei Smirnov, var handtekinn í apríl og ákærður fyrir fjárdrátt. Því hefur verið haldið fram í rússneskum fjölmiðlum að Smirnov hefði bendlað Starovoit við dráttinn á opinberu fé sem átti að fara í gerð varnarvirkja í Kúrsk. Úkraínumenn réðust inn í Kúrsk síðasta sumar og héldu hluta héraðsins í fleiri mánuði. Fjárdrátturinn er sagður hafa átt sinn þátt í hversu lélegar varnir Rússa voru í aðdraganda innrásarinnar. Fyrrverandi ráðherra dæmdur fyrir spillingu Spillingarmálið í Kúrsk er ekki það fyrsta sem kemur upp og tengist hernaði Rússa í Úkraínu. Timur Ivanov, fyrrverandi aðstoðarvarnarmálaráðherra, var sakfelldur fyrir fjárdrátt og peningaþvætti og dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir viku. Hann og fleiri háttsettir embættismenn sem voru nánir Sergei Shoigu, þáverandi varnarmálaráðherra, voru taldir hafa dregið sér fé sem átti að fara í framkvæmdir á vegum hersins og stuðning við hermenn. Shoigu sjálfur var ekki sóttur til saka og var skipaður formaður öryggisráðs Rússlands. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Roman Starovoit, sem Vladímír Pútín rak úr stöðu samgönguráðherra Rússlands í morgun, fannst látinn af völdum byssuskots í bifreið sinni í dag. Yfirvöld í Rússlandi segja hann hafa fallið fyrir eigin hendi. 7. júlí 2025 14:56 Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Vladímír Pútín Rússlandsforseti rak samgönguráðherrann sinn í morgun. Engin skýring var gefin á brottrekstrinum en miklar raskanir urðu á flugsamgöngum í Rússlandi um helgina vegna drónaárása Úkraínumanna. 7. júlí 2025 09:21 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Sjá meira
Roman Starovoit, sem Vladímír Pútín Rússlandsforseti rak úr embætti samgönguráðherra í gærmorgun, fannst skotinn til bana síðar sama dag. Rússneska alríkislögreglan segir að hann hafi að öllum líkindum svipt sig lífi. Miklar vangaveltur hafa verið um hvers vegna Starovoit hefði tekið eigið líf. Því hefur verið haldið fram að hann hafi átt yfir höfði sér handtöku vegna aðildar að spillingarmáli í heimahéraði sínu Kúrsk. Einhverjir hafa jafnvel haldið því fram að honum valdameiri menn hafi skipað fyrir um að hann yrði drepinn til að koma í veg fyrir að hann bendlaði þá við málið. Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlarstjórnar, vildi ekki tjá sig um dauða fyrrverandi ráðherrans og vísaði á lögreglu, að sögn AP-fréttastofunnar. „Slíkar fréttir eru alltaf hörmulegar og sorglegar. Við vorum auðvitað slegnir yfir þeim,“ sagði Peskov. Starovoit var fráskilinn og lét eftir sig tvær unglingsdætur. Eftirmaður sagður hafa bendlað hann við spillingarmál Lögreglu og rússneskum fjölmiðlum ber ekki fullkomlega sama um aðstæður þegar Starovoit fannst látinn í Odintsovo-hverfinu vestur af Moskvu þar sem margir rússneskir áhrifamenn eru sagðir búa. Þannig sagði lögreglan að lík fyrrverandi ráðherrans hefði fundist í bíl hans. Fjölmiðlar sem birtu myndir af vettvangi sögðu hins vegar að hann hefði fundist í litlum garði við hlið bílastæðis þar sem Tesla-bifreið hans var lagt. Skammbyssa sem hann fékk að gjöf frá stjórnvöldum hafi verið við hlið hans. Starovoit var héraðsstjóri í Kúrsk þar til hann var skipaður samgönguráðherra í fyrra. Eftirmaður hans, Alexei Smirnov, var handtekinn í apríl og ákærður fyrir fjárdrátt. Því hefur verið haldið fram í rússneskum fjölmiðlum að Smirnov hefði bendlað Starovoit við dráttinn á opinberu fé sem átti að fara í gerð varnarvirkja í Kúrsk. Úkraínumenn réðust inn í Kúrsk síðasta sumar og héldu hluta héraðsins í fleiri mánuði. Fjárdrátturinn er sagður hafa átt sinn þátt í hversu lélegar varnir Rússa voru í aðdraganda innrásarinnar. Fyrrverandi ráðherra dæmdur fyrir spillingu Spillingarmálið í Kúrsk er ekki það fyrsta sem kemur upp og tengist hernaði Rússa í Úkraínu. Timur Ivanov, fyrrverandi aðstoðarvarnarmálaráðherra, var sakfelldur fyrir fjárdrátt og peningaþvætti og dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir viku. Hann og fleiri háttsettir embættismenn sem voru nánir Sergei Shoigu, þáverandi varnarmálaráðherra, voru taldir hafa dregið sér fé sem átti að fara í framkvæmdir á vegum hersins og stuðning við hermenn. Shoigu sjálfur var ekki sóttur til saka og var skipaður formaður öryggisráðs Rússlands.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Roman Starovoit, sem Vladímír Pútín rak úr stöðu samgönguráðherra Rússlands í morgun, fannst látinn af völdum byssuskots í bifreið sinni í dag. Yfirvöld í Rússlandi segja hann hafa fallið fyrir eigin hendi. 7. júlí 2025 14:56 Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Vladímír Pútín Rússlandsforseti rak samgönguráðherrann sinn í morgun. Engin skýring var gefin á brottrekstrinum en miklar raskanir urðu á flugsamgöngum í Rússlandi um helgina vegna drónaárása Úkraínumanna. 7. júlí 2025 09:21 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Sjá meira
Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Roman Starovoit, sem Vladímír Pútín rak úr stöðu samgönguráðherra Rússlands í morgun, fannst látinn af völdum byssuskots í bifreið sinni í dag. Yfirvöld í Rússlandi segja hann hafa fallið fyrir eigin hendi. 7. júlí 2025 14:56
Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Vladímír Pútín Rússlandsforseti rak samgönguráðherrann sinn í morgun. Engin skýring var gefin á brottrekstrinum en miklar raskanir urðu á flugsamgöngum í Rússlandi um helgina vegna drónaárása Úkraínumanna. 7. júlí 2025 09:21