Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Hinrik Wöhler skrifar 8. júlí 2025 21:00 Blikar fara inn í seinni leikinn einu marki undir. vísir/Hulda Margrét Breiðablik tapaði 1-0 á móti albanska liðinu Egnatia í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Leikurinn fór fram í Albaníu og Blikar þurfa því að vinna upp eins marks forskot í seinni leik liðanna í Kópavogi í næstu viku. Liðin skiptust á að halda boltanum í upphafi leiks án þess að skapa sér álitleg færi. Heimamenn fengu ágætis færi á 18. mínútu en Anton Ari Einarsson, markvörður Breiðabliks, var fljótur að átta sig og lokaði markinu þegar boltinn barst til Kastriot Selmani í markteignum. Breiðablik fékk besta færi fyrri hálfleiks á 26. mínútu þegar Viktor Karl Einarsson gaf hnitmiðaða sendingu inn í vítateiginn. Aron Bjarnason kom á ferðinni og náði að koma skoti á markið en markvörður Egnatia, Mario Dajsinani, kom hönd á boltann og varði. Blikar léku af skynsemi, gáfu fá færi á sér og ýttu liðinu ofar þegar leið á fyrri hálfleik en náðu þó ekki að opna vörn heimamanna. Staðan var því 0-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja í miklum hita í Albaníu. Viktor Örn Margeirsson bjargaði Blikum á 58. mínútu með frábærri tæklingu.Vísir/Viktor Freyr Það var svipaður taktur í leiknum í seinni hálfleik og var hann frekar lokaður. Heimamenn gerðu sig líklega á 58. mínútu þegar framherji Egnatia, Soumaila Bakayoko, fékk hárnákvæma sendingu inn í vítateig Blika. Viktor Örn Margeirsson tók til sinna ráða og kom til bjargar á elleftu stundu. Það var meðbyr með albanska liðinu þegar leið á seinni hálfleik og var varnarmaðurinn Anio Potsi hættulegur fyrir framan markið. Á 74. mínútu átti hann tvö góð skot með skömmu millibili, hið fyrra endaði í þverslánni og andartökum síðar skaut hann föstu skoti að marki sem Anton Ari blakaði yfir markið. Kristófer Kristinsson var hársbreidd frá því að koma Blikum yfir á 90. mínútu.vísir / anton brink Á 90. mínútu fengu Blikar skyndisókn þar sem Óli Valur Ómarsson átti góða sendingu frá hægri kanti. Kristófer Kristinsson var nærri því að pota boltanum í netið, en herslumuninn vantaði upp á. Það virtist sem leikurinn væri að fjara út en þá náði albanska liðið að brjóta ísinn. Það var komið fram í uppbótartíma þegar varamaðurinn Ildi Gruda slapp einn fyrir eftir langa sendingu upp völlinn. Viktor Örn Margeirsson náði ekki að halda í hann og Gruda var á auðum sjó og lagði boltann snyrtilega framhjá Antoni Ara Einarssyni. Grátleg niðurstaða eftir skynsaman leik Blika þar sem þeir gáfu fá færi á sér. Eina huggunin er sú að miðjumaður Egnatia, Regi Lushkja, fékk sitt annað gula spjald í fagnaðarlátunum og verður hann því í banni í seinni leik liðanna í Kópavogi í næstu viku. Atvik leiksins Það má segja að leikurinn hafi verið fremur rólegur þar til leikmenn Egnatia náðu sigurmarkinu á síðustu andartökum. Ildi Gruda kom inn af bekknum á 77. mínútu og innsiglaði sigurinn á 92. mínútu. Stjörnur og skúrkar Ildi Gruda var hetja heimamanna og kom inn sem stormsveipur, tryggði þeim eins marks forskot fyrir seinni leikinn. Leikmenn Breiðabliks léku af mikilli yfirvegun fram að sigurmarkinu. Viktor Örn Margeirsson og Ásgeir Helgi Orrason voru öflugir og stigu ekki feilspor í miðri vörninni. Anton Ari Einarsson, markvörður Blika, var öruggur og varði vel í seinni hálfleik þegar heimamenn ógnuðu. Varnarlína Blika gleymdi sér þó á mikilvægum tímapunkti í hitanum í Albaníu, í uppbótartíma. Einbeitingarleysi um stundarsakir, það myndaðist of mikið bil milli manna í öftustu línu og Ildi Gruda refsaði Blikum í kjölfarið. Dómarar Bosníski dómarinn Antoni Bandić var duglegur að stöðva leikinn, einkum í fyrri hálfleik, sem gerði hann hægari og stopulli. Hann hélt þó vel utan um leikinn og gerði rétt með því að refsa heimamönnum með gulum og rauðum spjöldum þegar fagnaðarlætin náðu hámarki undir lok leiks. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik
Breiðablik tapaði 1-0 á móti albanska liðinu Egnatia í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Leikurinn fór fram í Albaníu og Blikar þurfa því að vinna upp eins marks forskot í seinni leik liðanna í Kópavogi í næstu viku. Liðin skiptust á að halda boltanum í upphafi leiks án þess að skapa sér álitleg færi. Heimamenn fengu ágætis færi á 18. mínútu en Anton Ari Einarsson, markvörður Breiðabliks, var fljótur að átta sig og lokaði markinu þegar boltinn barst til Kastriot Selmani í markteignum. Breiðablik fékk besta færi fyrri hálfleiks á 26. mínútu þegar Viktor Karl Einarsson gaf hnitmiðaða sendingu inn í vítateiginn. Aron Bjarnason kom á ferðinni og náði að koma skoti á markið en markvörður Egnatia, Mario Dajsinani, kom hönd á boltann og varði. Blikar léku af skynsemi, gáfu fá færi á sér og ýttu liðinu ofar þegar leið á fyrri hálfleik en náðu þó ekki að opna vörn heimamanna. Staðan var því 0-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja í miklum hita í Albaníu. Viktor Örn Margeirsson bjargaði Blikum á 58. mínútu með frábærri tæklingu.Vísir/Viktor Freyr Það var svipaður taktur í leiknum í seinni hálfleik og var hann frekar lokaður. Heimamenn gerðu sig líklega á 58. mínútu þegar framherji Egnatia, Soumaila Bakayoko, fékk hárnákvæma sendingu inn í vítateig Blika. Viktor Örn Margeirsson tók til sinna ráða og kom til bjargar á elleftu stundu. Það var meðbyr með albanska liðinu þegar leið á seinni hálfleik og var varnarmaðurinn Anio Potsi hættulegur fyrir framan markið. Á 74. mínútu átti hann tvö góð skot með skömmu millibili, hið fyrra endaði í þverslánni og andartökum síðar skaut hann föstu skoti að marki sem Anton Ari blakaði yfir markið. Kristófer Kristinsson var hársbreidd frá því að koma Blikum yfir á 90. mínútu.vísir / anton brink Á 90. mínútu fengu Blikar skyndisókn þar sem Óli Valur Ómarsson átti góða sendingu frá hægri kanti. Kristófer Kristinsson var nærri því að pota boltanum í netið, en herslumuninn vantaði upp á. Það virtist sem leikurinn væri að fjara út en þá náði albanska liðið að brjóta ísinn. Það var komið fram í uppbótartíma þegar varamaðurinn Ildi Gruda slapp einn fyrir eftir langa sendingu upp völlinn. Viktor Örn Margeirsson náði ekki að halda í hann og Gruda var á auðum sjó og lagði boltann snyrtilega framhjá Antoni Ara Einarssyni. Grátleg niðurstaða eftir skynsaman leik Blika þar sem þeir gáfu fá færi á sér. Eina huggunin er sú að miðjumaður Egnatia, Regi Lushkja, fékk sitt annað gula spjald í fagnaðarlátunum og verður hann því í banni í seinni leik liðanna í Kópavogi í næstu viku. Atvik leiksins Það má segja að leikurinn hafi verið fremur rólegur þar til leikmenn Egnatia náðu sigurmarkinu á síðustu andartökum. Ildi Gruda kom inn af bekknum á 77. mínútu og innsiglaði sigurinn á 92. mínútu. Stjörnur og skúrkar Ildi Gruda var hetja heimamanna og kom inn sem stormsveipur, tryggði þeim eins marks forskot fyrir seinni leikinn. Leikmenn Breiðabliks léku af mikilli yfirvegun fram að sigurmarkinu. Viktor Örn Margeirsson og Ásgeir Helgi Orrason voru öflugir og stigu ekki feilspor í miðri vörninni. Anton Ari Einarsson, markvörður Blika, var öruggur og varði vel í seinni hálfleik þegar heimamenn ógnuðu. Varnarlína Blika gleymdi sér þó á mikilvægum tímapunkti í hitanum í Albaníu, í uppbótartíma. Einbeitingarleysi um stundarsakir, það myndaðist of mikið bil milli manna í öftustu línu og Ildi Gruda refsaði Blikum í kjölfarið. Dómarar Bosníski dómarinn Antoni Bandić var duglegur að stöðva leikinn, einkum í fyrri hálfleik, sem gerði hann hægari og stopulli. Hann hélt þó vel utan um leikinn og gerði rétt með því að refsa heimamönnum með gulum og rauðum spjöldum þegar fagnaðarlætin náðu hámarki undir lok leiks.