Engin U-beygja hjá Play Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. júlí 2025 12:02 Einar Örn Ólafsson forstjóri Play segir félagið halda áfram á þeirri vegferð sem lagt hafi verið upp með í fyrra. Vísir/Einar Tilkynning Play um að hætt hafi verið við yfirtöku á félaginu felur ekki í sér neina U-beygju, haldið verður í áður kynntar breytingar á leiðakerfi félagsins en það ekki tekið af markaði líkt og stóð til. Þetta segir forstjóri fyrirtækisins sem fór fyrir áformum um yfirtökuna. Tilkynnt var í gær að hætt hafi verið við áform um yfirtökutilboð á öllu hlutafé flugfélagsins Play sem tilkynnt var um í síðasta mánuði. Yfirtökuhópurinn var leiddur af Einari Erni Ólafssyni forstjóra Play og Elíasi Skúla Skúlasyni en samhliða tilkynningunni voru meiriháttar breytingar boðaðar á viðskiptalíkani félagsins, svo sem eins og að hætt verði með Ameríkuflug frá og með október 2025 og að flogið verði undir maltnesku flugrekstrarleyfi. Einar Örn Ólafsson forstjóri Play segir breytingarnar enn standa til þrátt fyrir að hætt hafi verið við áformin um yfirtöku. „Breytingarnar sem voru kynntar fyrir nokkrum vikum, þær standa, við erum með býsna stóra sumardagskrá eins og við höfðum verið með í sölu alllengi og erum að fljúga til Bandaríkjanna meira og minna út október og á þessa N-Evrópu staði en frá og með nóvember þá fækkar vélum í rekstri hjá okkur og verða þá einkum þessar sólarlandaferðir sem við verðum að sinna en eitthvað Norður-Evrópu og Vestur-Evrópu.“ Félagið hafi tryggt sér áskriftarloforð fyrir 2,4 milljörðum króna í formi útgáfu breytanlegs skuldabréfs til tveggja ára. „Við sóttum síðan þetta fjármagn sem við höfðum sagt að þyrfti að leggja félaginu til en þriðji hluturinn sem var afskráning það kom í ljós að meirihluti hluthafa deildi ekki þeirri skoðun með okkur að það væri besta leiðin áfram heldur vildi hafa félagið áfram skráð og það var þá ekkert nema sjálfsagt að taka tillit til þeirra óska.“ Einar segist ekki hafa áhyggjur af því að tíðar tilkynningar tengdar breytingum og rekstri félagsins geti orðið til þess að grafa undan trú almennings á flugfélaginu. „Við erum ekki að taka U-beygjur í hvert sinn sem við sendum frá okkur tilkynningu, síðasta haust töluðum við um að minnka vægi Ameríkuflugsins og svo tökum við skrefið lengra núna, þannig við erum ekki að taka U-beygjur, við erum á vegferð og nú erum við að taka skrefið til fulls sem var kynnt fyrir ári síðan.“ Play Fréttir af flugi Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Tilkynnt var í gær að hætt hafi verið við áform um yfirtökutilboð á öllu hlutafé flugfélagsins Play sem tilkynnt var um í síðasta mánuði. Yfirtökuhópurinn var leiddur af Einari Erni Ólafssyni forstjóra Play og Elíasi Skúla Skúlasyni en samhliða tilkynningunni voru meiriháttar breytingar boðaðar á viðskiptalíkani félagsins, svo sem eins og að hætt verði með Ameríkuflug frá og með október 2025 og að flogið verði undir maltnesku flugrekstrarleyfi. Einar Örn Ólafsson forstjóri Play segir breytingarnar enn standa til þrátt fyrir að hætt hafi verið við áformin um yfirtöku. „Breytingarnar sem voru kynntar fyrir nokkrum vikum, þær standa, við erum með býsna stóra sumardagskrá eins og við höfðum verið með í sölu alllengi og erum að fljúga til Bandaríkjanna meira og minna út október og á þessa N-Evrópu staði en frá og með nóvember þá fækkar vélum í rekstri hjá okkur og verða þá einkum þessar sólarlandaferðir sem við verðum að sinna en eitthvað Norður-Evrópu og Vestur-Evrópu.“ Félagið hafi tryggt sér áskriftarloforð fyrir 2,4 milljörðum króna í formi útgáfu breytanlegs skuldabréfs til tveggja ára. „Við sóttum síðan þetta fjármagn sem við höfðum sagt að þyrfti að leggja félaginu til en þriðji hluturinn sem var afskráning það kom í ljós að meirihluti hluthafa deildi ekki þeirri skoðun með okkur að það væri besta leiðin áfram heldur vildi hafa félagið áfram skráð og það var þá ekkert nema sjálfsagt að taka tillit til þeirra óska.“ Einar segist ekki hafa áhyggjur af því að tíðar tilkynningar tengdar breytingum og rekstri félagsins geti orðið til þess að grafa undan trú almennings á flugfélaginu. „Við erum ekki að taka U-beygjur í hvert sinn sem við sendum frá okkur tilkynningu, síðasta haust töluðum við um að minnka vægi Ameríkuflugsins og svo tökum við skrefið lengra núna, þannig við erum ekki að taka U-beygjur, við erum á vegferð og nú erum við að taka skrefið til fulls sem var kynnt fyrir ári síðan.“
Play Fréttir af flugi Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent