Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Lovísa Arnardóttir skrifar 9. júlí 2025 13:34 Guðrún segir að að flestir hafi jafnað sig frekar hratt. Vísir/Arnar Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir enn ekki liggja fyrir hvað orsakaði veikindi keppenda í þríþraut við Laugarvatn um helgina. Búið er að safna sýnum frá fólki sem veiktist og eru þau enn í greiningu. Fjallað var um það í fyrradag að einn keppandi hafi eftir keppni sett inn færslu í hópinn Þríþraut á Íslandi þar sem hann greindi frá veikindum sínum í kjölfar keppninnar. Mjög margir tóku undir veikindin. Fram kom í frétt að líklegt væri að veikindin væru til komin vegna vatnsins sem fólk synti í. Þó voru einhverjar getgátur um að hamborgararnir sem fólk borðaði hafi verið orsökin en Páll Geir Bjarnason, sá sem setti færsluna inn, sagði fólk hafa veikst sem ekki borðaði hamborgara. „Það er of snemmt að segja til hvað gerðist. Það var klárlega eitthvað sem fólk var útsett fyrir en erfitt að draga ályktanir á þessum tímapunkti. Það tekur alltaf smá tíma að greina þetta,“ segir Guðrún. Það sé fundur seinna í dag með heilbrigðiseftirlit og MAST en það sé þó ólíklegt að það verði komin niðurstaða á þeim tíma. Í gær hafi verið búnar að berast tólf tilkynningar um veikindi en þau ekki kallað eftir tilkynningum. Tólf hafi verið nóg til að vita að eitthvað væri að. Hún segir nánast alla sem tilkynntu um veikindi hafa verið keppendur og allir hafi verið á svæðinu. Veikindin hafi gengið fljótt yfir hjá mörgum. Sýkingin sé bundin við þennan hóp sem var á svæðinu til að keppa í þríþrautinni. Engar kvaðir eru eins og stendur á því að synda í Laugarvatni. Guðrún segir að Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hafi tekið þá ákvörðun. Þar hafi ekki verið talin ástæða til að banna það. Þríþraut Bláskógabyggð Heilbrigðismál Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Fjallað var um það í fyrradag að einn keppandi hafi eftir keppni sett inn færslu í hópinn Þríþraut á Íslandi þar sem hann greindi frá veikindum sínum í kjölfar keppninnar. Mjög margir tóku undir veikindin. Fram kom í frétt að líklegt væri að veikindin væru til komin vegna vatnsins sem fólk synti í. Þó voru einhverjar getgátur um að hamborgararnir sem fólk borðaði hafi verið orsökin en Páll Geir Bjarnason, sá sem setti færsluna inn, sagði fólk hafa veikst sem ekki borðaði hamborgara. „Það er of snemmt að segja til hvað gerðist. Það var klárlega eitthvað sem fólk var útsett fyrir en erfitt að draga ályktanir á þessum tímapunkti. Það tekur alltaf smá tíma að greina þetta,“ segir Guðrún. Það sé fundur seinna í dag með heilbrigðiseftirlit og MAST en það sé þó ólíklegt að það verði komin niðurstaða á þeim tíma. Í gær hafi verið búnar að berast tólf tilkynningar um veikindi en þau ekki kallað eftir tilkynningum. Tólf hafi verið nóg til að vita að eitthvað væri að. Hún segir nánast alla sem tilkynntu um veikindi hafa verið keppendur og allir hafi verið á svæðinu. Veikindin hafi gengið fljótt yfir hjá mörgum. Sýkingin sé bundin við þennan hóp sem var á svæðinu til að keppa í þríþrautinni. Engar kvaðir eru eins og stendur á því að synda í Laugarvatni. Guðrún segir að Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hafi tekið þá ákvörðun. Þar hafi ekki verið talin ástæða til að banna það.
Þríþraut Bláskógabyggð Heilbrigðismál Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira