Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2025 08:00 Þórir Hergeirsson gerði stórkostlega hluti með norska kvennalandsliðið og sambandið vildi þakka honum fyrir með því að halda alvöru kveðjuveislu. Getty/Igor Soban Það var örugglega mjög gaman í kveðjupartýi landsliðsþjálfarans Þóris Hergeirssonar og fráfarandi formanns Kåre Geir Lio. Báðir voru að kveðja eftir langan tíma við stjórnvölinn en veisluhöldin kostuðu líka sitt. Í ljós er komið að norska handboltasambandið eyddi meira en tveimur milljónum norskra króna í hátíðarhöldin eða meira en 24 milljónum í íslenskum krónum. Norska ríkisútvarpið skrifar um hneykslun og hörð viðbrögð við kostnaðinum. Veislan var haldin til að þakka þeim Þóri og Lio fyrir langa þjónustu þeirra við norskan handbolta. Þórir hafði verið aðalþjálfari norska kvennalandsliðsins í sextán ár og aðstoðarþjálfari í átta ár þar á undan. Norska kvennalandsliðið vann ellefu gullverðlaun og sautján verðlaun á stórmótum undir hans stjórn. Lio var formaður norska sambandsins frá 2015 til 2025. „Það er algjörlega klikkað að þeir leyfi sér að eyða þessum upphæðum í áfengi, partý og sig sjálfa á sama tíma og félögin þarna úti eru í vandræðum með að ná endum saman,“ sagði Oda Sjøvoll hjá Linderud Linje 5 Håndball. Norska ríkisútvarpið fékk að skoða reikningana en meðal annars var keyptur matur og drykkir fyrir þrjú hundruð þúsund norskar krónur á hátíðarmálsverðinum eða fyrir 3,6 milljónir íslenskra króna. Alls fóru 250 þúsund norskar krónur í áfengi þessa helgi eða meira en þrjár milljónir íslenskar. Norska handboltasambandið segir að þetta sé reikningur fyrir fimm til sex klukkutíma veislu með yfir tvö hundruð gestum. NRK hafði samband við norsk handboltafélög til að fá viðbrögð. Margir brugðust illa við en flest vildu ekki rugga bátnum. Það er hins vegar ljóst að mörg af norsku handboltafélögum glíma við fjárhagsvandræði og eitt besta kvennahandboltalið Evrópu, Vipers frá Kristanstand, fór sem dæmi á hausinn í vetur. Norski handboltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Í ljós er komið að norska handboltasambandið eyddi meira en tveimur milljónum norskra króna í hátíðarhöldin eða meira en 24 milljónum í íslenskum krónum. Norska ríkisútvarpið skrifar um hneykslun og hörð viðbrögð við kostnaðinum. Veislan var haldin til að þakka þeim Þóri og Lio fyrir langa þjónustu þeirra við norskan handbolta. Þórir hafði verið aðalþjálfari norska kvennalandsliðsins í sextán ár og aðstoðarþjálfari í átta ár þar á undan. Norska kvennalandsliðið vann ellefu gullverðlaun og sautján verðlaun á stórmótum undir hans stjórn. Lio var formaður norska sambandsins frá 2015 til 2025. „Það er algjörlega klikkað að þeir leyfi sér að eyða þessum upphæðum í áfengi, partý og sig sjálfa á sama tíma og félögin þarna úti eru í vandræðum með að ná endum saman,“ sagði Oda Sjøvoll hjá Linderud Linje 5 Håndball. Norska ríkisútvarpið fékk að skoða reikningana en meðal annars var keyptur matur og drykkir fyrir þrjú hundruð þúsund norskar krónur á hátíðarmálsverðinum eða fyrir 3,6 milljónir íslenskra króna. Alls fóru 250 þúsund norskar krónur í áfengi þessa helgi eða meira en þrjár milljónir íslenskar. Norska handboltasambandið segir að þetta sé reikningur fyrir fimm til sex klukkutíma veislu með yfir tvö hundruð gestum. NRK hafði samband við norsk handboltafélög til að fá viðbrögð. Margir brugðust illa við en flest vildu ekki rugga bátnum. Það er hins vegar ljóst að mörg af norsku handboltafélögum glíma við fjárhagsvandræði og eitt besta kvennahandboltalið Evrópu, Vipers frá Kristanstand, fór sem dæmi á hausinn í vetur.
Norski handboltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira