Innlent

Á­varp for­sætis­ráð­herra og kjarnorkukafbátur við Grundar­tanga

Árni Sæberg skrifar
Hádegisfréttir eru á sínum stað á slaginu tólf.
Hádegisfréttir eru á sínum stað á slaginu tólf. Vísir

Í hádegisfréttum verður fyrst of fremst fjallað um fjörugan þingfund sem nú stendur yfir og óvænt ávarp forsætisráðherra. 

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ávarpaði þingheim í morgun og fór hörðum orðum um framgöngu minnihlutans. Hún sagði að ríkisstjórnin myndi standa vörð um lýðveldið Ísland, stjórnskipan landsins og heiður Alþingis. Rætt verður við hana í hádegisfréttum.

Sömuleiðis verður rætt við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra um málið en einnig um kjarnorkukafbát sem nú er staddur við Grundartanga.

Þá verður fjallað um ósýnilegar bílastæðasektir, mann sem gengur þvert yfir hálendið til styrktar Píeta og margt fleira.

Klippa: Hádegisfréttir 10. júlí 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×