Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni Lovísa Arnardóttir skrifar 10. júlí 2025 13:51 Heilbrigðiseftirlitið bíður enn niðurstaðna úr saurgerlamælingu úr Laugarvatni. Vísir/Vilhelm Nóróveira hefur greinst í öllum fimm sýnum sem bárust frá einstaklingum sem veiktust af magakveisu eftir þríþraut á Laugarvatni 5. júlí síðastliðinn. Á fjórða tug hafa lýst því að hafa veikst á samfélagsmiðlum og 22 tilkynnt veikindin til sóttvarnalæknis. Í tilkynningu á vef landlæknis kemur fram að ekki sé hægt að fullyrða um uppruna smita, hvort hafi borist úr vatninu tengt sundinu eða annars staðar frá. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands tók sýni úr Laugarvatni með tilliti til saurgerlamengunar en niðurstöður úr þeim sýnatökum er að vænta á næstu dögum. Senda þyrfti vatnssýni á rannsóknarstofu erlendis ef á að mæla nóróveiru samkvæmt tilkynningu landlæknis. Eins og fram hefur komið fór hluti þríþrautarinnar fram í Laugarvatni en einnig var samvera í kringum viðburðinn og boðið upp á mat að keppni lokinni. Einhverjar getgátur voru um það í spjallþræði á Facebook eftir keppni hvort orsök sýkingar gæti verið í hamborgurum sem voru í boði. Flestir byrjuðu að finna til einkenna kvöldið og nóttina eftir viðburðinn. Vitað er um að minnsta kosti tvo einstaklinga sem ekki syntu í vatninu en voru á staðnum og veiktust. Ekki borðuðu allir sem tilkynntu veikindi sama matinn. Nóróveira smitast frá saur (eða uppköstum) í munn og smitleiðir eru margar. Veiran getur verið í vatni, smitast beint manna á milli við snertingu eða frá sameiginlegum snertiflötum og er hún einnig algeng ástæða matartengdra sýkinga. Nóróveirur er flokkur veira sem valda sýkingu í meltingarvegi. Nóróveira er algeng orsök iðrakveisu og veldur oft hópsýkingum. Algengustu einkennin eru uppköst og/eða niðurgangur sem fylgt geta kviðverkir, beinverkir, höfuðverkur og stundum vægur hiti. Sjúkdómurinn gengur í langflestum tilfellum yfir á einum til tveimur sólarhringum. Engin sértæk meðferð er til. Sóttvarnalæknir hefur gefið út rafrænan bækling um hvernig draga má úr útbreiðslu nóróveirusmits. Þríþraut Heilbrigðismál Bláskógabyggð Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Í tilkynningu á vef landlæknis kemur fram að ekki sé hægt að fullyrða um uppruna smita, hvort hafi borist úr vatninu tengt sundinu eða annars staðar frá. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands tók sýni úr Laugarvatni með tilliti til saurgerlamengunar en niðurstöður úr þeim sýnatökum er að vænta á næstu dögum. Senda þyrfti vatnssýni á rannsóknarstofu erlendis ef á að mæla nóróveiru samkvæmt tilkynningu landlæknis. Eins og fram hefur komið fór hluti þríþrautarinnar fram í Laugarvatni en einnig var samvera í kringum viðburðinn og boðið upp á mat að keppni lokinni. Einhverjar getgátur voru um það í spjallþræði á Facebook eftir keppni hvort orsök sýkingar gæti verið í hamborgurum sem voru í boði. Flestir byrjuðu að finna til einkenna kvöldið og nóttina eftir viðburðinn. Vitað er um að minnsta kosti tvo einstaklinga sem ekki syntu í vatninu en voru á staðnum og veiktust. Ekki borðuðu allir sem tilkynntu veikindi sama matinn. Nóróveira smitast frá saur (eða uppköstum) í munn og smitleiðir eru margar. Veiran getur verið í vatni, smitast beint manna á milli við snertingu eða frá sameiginlegum snertiflötum og er hún einnig algeng ástæða matartengdra sýkinga. Nóróveirur er flokkur veira sem valda sýkingu í meltingarvegi. Nóróveira er algeng orsök iðrakveisu og veldur oft hópsýkingum. Algengustu einkennin eru uppköst og/eða niðurgangur sem fylgt geta kviðverkir, beinverkir, höfuðverkur og stundum vægur hiti. Sjúkdómurinn gengur í langflestum tilfellum yfir á einum til tveimur sólarhringum. Engin sértæk meðferð er til. Sóttvarnalæknir hefur gefið út rafrænan bækling um hvernig draga má úr útbreiðslu nóróveirusmits.
Þríþraut Heilbrigðismál Bláskógabyggð Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira