Lífið

Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Hugh Grant lokaði augunum aðeins yfir leik Djokovic og Cobolli.
Hugh Grant lokaði augunum aðeins yfir leik Djokovic og Cobolli.

Novak Djokovic hafði betur gegn Flavio Cobolli í æsispennandi leik í fjórðungsúrslitum Wimbledon í gær. Spennan var þó greinilega ekki nógu mikil fyrir enska leikarann Hugh Grant sem dottaði yfir hasarnum.

Grant sat á besta stað á vellinum í hinu svokallaða konunglega boxi. Grant sat þar með eiginkonu sinni, Önnu Elísabetu Eberstein, en í boxinu voru einnig Kamilla drottning, John Major, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og fyrirsætan Mia Armstrong.

Leikurinn fór í fjögur sett en það fyrsta fór alla leið í bráðabana og endaði Cobolli á að taka það. 

Áhorfendur voru því á sætisbrúninni yfir taugatrekkjandi byrjuninni. Allir nema Hught Grant að því virðist. Í útsendingu BBC birtist leikarinn á skjánum og sást þar dotta yfir leiknum. 

Hann hefur kannski verið að spara sig fyrir endurkomu Djokovic sem vann næstu þrjú sett og leikinn samanlagt 3-1.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.