Fótbolti

Dramatískt jafn­tefli sendir heima­konur í átta liða úr­slit

Siggeir Ævarsson skrifar
Riola Xhemaili fagnar marki sínu sem dugði Sviss til að komast áfram í 8-liða úrslit
Riola Xhemaili fagnar marki sínu sem dugði Sviss til að komast áfram í 8-liða úrslit Vísir/Getty

Sviss tekur 2. sætið í C-riðli á Evrópumóti kvenna en liðið gerði dramatískt 1-1 jafntefli við Finnland í kvöld. 

Allt leit út fyrir að Finnland myndi fara með sigur af hólmi en Riola Xhemaili jafnaði metin fyrir Sviss í uppbótartíma. Gríðarlegur fögnuður braust út í stúkunni og engu líkara en Sviss hefði verið að vinna mótið þegar jöfnunarmarkið kom.

Norðmenn vinna C-riðilinn með fullt hús stiga og Sviss tekur 2. sætið með fjögur stig en betri markatölu. Það mátti reyndar ekki miklu muna, Sviss með eitt mark í plús en Finnland á sléttu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×