Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2025 09:03 Þorsteinn Halldórsson og Þóra Björg Helgadóttir. Hann vill halda áfram og hún vill ekki að hann haldi áfram. Getty/Manuel Winterberger/Vísir/Vilhelm Besti markvörður íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi er hörð á því að hún vill sjá nýjan þjálfara hjá liðinu. Henni hugnast það ekki að Þorsteinn Halldórsson fái að halda áfram en framtíð landsliðsins var rædd í Besta sætinu. Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lauk keppni á Evrópumótinu í Sviss í gærkvöldi. Liðið ætlaði sér að komast upp úr riðlinum en endaði á því að tapa öllum þremur leikjunum og enda í neðsta sæti riðilsins. Valur Páll Eiríksson fékk sérfræðingana Ástu Eir Árnadóttur og Þóru B. Helgadóttur til sín í Besta sætið til þess að ræða landsliðið. Eftir þrjá tapleiki í röð og sjö mörk fengin á sig er ljóst að eitthvað mikið fór úrskeiðis á þessu móti. Íslenska liðið var mögulega í léttasta riðlinum en fékk ekki eitt stig. Einkennislaust lið sem reynir tvennt en slakt í báðu Aðspurðar um identity, eða einkennismerki og leikaðferð liðsins, var fátt um svör hjá sérfræðingurinum. „Það er erfitt að benda á það. Ég veit það ekki,“ sagði Ásta Eir. „Ég get ekki svarað þessu,“ sagði Þóra. Fyrir einhverjum árum, þegar Þóra var í liðinu, var það sterkur varnarleikur og barátta. Minna sé af því í dag og erfitt að sjá hvaða leiðir liðið reynir að fara í dag. Önnur lið, líkt og andstæðingar Íslands í Finnlandi og Sviss séu skýrari í sínum leik. Finnland hafi þróað sinn leik upp yngri landsliðin og vilji halda betur í bolta sem gangi vel. Sviss spili skyndisóknabolta sem henti leikmönnum þess liðs. En íslenska liðið viti ekki eins vel hvað það sé, reyni bæði og útkoman að liðið er slakt í báðu. „Við erum að reyna bæði, en hvorugt er að takast. Sem er smá sorglegt,“ segir Ásta. Þögn í salnum Þjálfarinn ber ábyrgð á spilamennsku liðsins og framtíð Þorsteins Halldórssonar í starfi hefur verið til umræði í vikunni. „Það getur vel verið að Steini haldi áfram og þá þarf bara að setjast niður og fara hressilega yfir málin,“ sagði Ásta og það var bókstaflega þögn í salnum. „Hvað eru þetta orðin sex ár,“ sagði Þóra. „Nei ekki svo mikið. Hann tók við rétt fyrir EM 2022,“ svaraði Ásta. Þorsteinn Halldórsson tók við íslenska landsliðinu af Jóni Þór Haukssyni í janúar 2021. Þetta eru því orðin fjögur og hálft ár. „Mér finnst það nægur tími til að sjá jákvæða þróun hjá liðinu sem mér finnst við ekki vera að sjá. Ég mun gráta í koddann ef það verður raunin [að hann haldi áfram],“ sagði Þóra. Á að vera með félagslið „Ekkert gegn honum. Ég held bara að hann eigi að vera með félagslið,“ sagði Þóra. Já hann er frábær félagsliðaþjálfari,“ sagði Ásta sem lék undir stjórn Þorsteins hjá Breiðabliki. Blikar urðu þrisvar sinnum Íslandsmeistarar og tvisvar bikarmeistarar undir hans stjórn. „Mér finnst þetta vera tvær ólíkar íþróttir, að vera landsliðsþjálfari eða félagsliðaþjálfari,“ sagði Þóra. Það má hlusta allan þáttinn í spilaranum að ofan eða hér að neðan. Hann má nálgast á öllum hlaðvarpsveitum. Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Besta sætið KSÍ Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Slot:„Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lauk keppni á Evrópumótinu í Sviss í gærkvöldi. Liðið ætlaði sér að komast upp úr riðlinum en endaði á því að tapa öllum þremur leikjunum og enda í neðsta sæti riðilsins. Valur Páll Eiríksson fékk sérfræðingana Ástu Eir Árnadóttur og Þóru B. Helgadóttur til sín í Besta sætið til þess að ræða landsliðið. Eftir þrjá tapleiki í röð og sjö mörk fengin á sig er ljóst að eitthvað mikið fór úrskeiðis á þessu móti. Íslenska liðið var mögulega í léttasta riðlinum en fékk ekki eitt stig. Einkennislaust lið sem reynir tvennt en slakt í báðu Aðspurðar um identity, eða einkennismerki og leikaðferð liðsins, var fátt um svör hjá sérfræðingurinum. „Það er erfitt að benda á það. Ég veit það ekki,“ sagði Ásta Eir. „Ég get ekki svarað þessu,“ sagði Þóra. Fyrir einhverjum árum, þegar Þóra var í liðinu, var það sterkur varnarleikur og barátta. Minna sé af því í dag og erfitt að sjá hvaða leiðir liðið reynir að fara í dag. Önnur lið, líkt og andstæðingar Íslands í Finnlandi og Sviss séu skýrari í sínum leik. Finnland hafi þróað sinn leik upp yngri landsliðin og vilji halda betur í bolta sem gangi vel. Sviss spili skyndisóknabolta sem henti leikmönnum þess liðs. En íslenska liðið viti ekki eins vel hvað það sé, reyni bæði og útkoman að liðið er slakt í báðu. „Við erum að reyna bæði, en hvorugt er að takast. Sem er smá sorglegt,“ segir Ásta. Þögn í salnum Þjálfarinn ber ábyrgð á spilamennsku liðsins og framtíð Þorsteins Halldórssonar í starfi hefur verið til umræði í vikunni. „Það getur vel verið að Steini haldi áfram og þá þarf bara að setjast niður og fara hressilega yfir málin,“ sagði Ásta og það var bókstaflega þögn í salnum. „Hvað eru þetta orðin sex ár,“ sagði Þóra. „Nei ekki svo mikið. Hann tók við rétt fyrir EM 2022,“ svaraði Ásta. Þorsteinn Halldórsson tók við íslenska landsliðinu af Jóni Þór Haukssyni í janúar 2021. Þetta eru því orðin fjögur og hálft ár. „Mér finnst það nægur tími til að sjá jákvæða þróun hjá liðinu sem mér finnst við ekki vera að sjá. Ég mun gráta í koddann ef það verður raunin [að hann haldi áfram],“ sagði Þóra. Á að vera með félagslið „Ekkert gegn honum. Ég held bara að hann eigi að vera með félagslið,“ sagði Þóra. Já hann er frábær félagsliðaþjálfari,“ sagði Ásta sem lék undir stjórn Þorsteins hjá Breiðabliki. Blikar urðu þrisvar sinnum Íslandsmeistarar og tvisvar bikarmeistarar undir hans stjórn. „Mér finnst þetta vera tvær ólíkar íþróttir, að vera landsliðsþjálfari eða félagsliðaþjálfari,“ sagði Þóra. Það má hlusta allan þáttinn í spilaranum að ofan eða hér að neðan. Hann má nálgast á öllum hlaðvarpsveitum.
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Besta sætið KSÍ Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Slot:„Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Sjá meira