Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. júlí 2025 15:07 Drífa Snædal talskona Stígamóta. Vísir/Vilhelm Talskona Stígamóta segir vændi svo gott sem refsilaust á Íslandi og staðreyndin sé sú að þeir sem kaupi vændi virðist vera nokkuð sama um neyð kvennanna. Hún segir hugsanlega þolendur mansals sem lögregla fann í alþjóðlegri lögregluaðgerð i júní vera þolendur sem ekki leiti sér aðstoðar Stígamóta. Greint var frá því í gær að íslensk lögregluyfirvöld hafi fundið 36 hugsanlega þolendur mansals í alþjóðlegri lögregluaðgerð í byrjun júní. Aðgerðirnar voru hluti af alþjóðlegum aðgerðardögum Europol, Frontex og Interpol. Drífa Snædal talskona Stígamóta segir konurnar sem um ræðir vera fórnarlömb sem ekki leiti sér aðstoðar hjá Stígamótum. „Þetta eru iðullega konur sem eru ferjaðar á milli heimshluta og erfitt að ná til sem brotaþola. Svo er hin hliðin á peningnum að það er að vændi er nánast refsilaust hér á Íslandi, það fær að viðgangast og þegar vændi fær að viðgangast þá er mansal fylgifiskur.“ Drífa segir viðurlög við vændiskaupum vera sektir og vændiskaupendur njóti nafnleyndar. „Og það sem hefur komið í ljós bæði af því sem Stígamót hafa skoðað og erlendar rannsóknir er að þeir sem kaupa vændi virðist vera nokk sama í hvernig nauðung konur eru sem eru í vændi. Þannig eina leiðin til að uppræta vændi og þá mansal sem hefur verið fylgifiskur vændis það er bara að taka á þeim sem telja sig geta keypt líkama annarra og jafnvel telja það vera mannréttindi að geta keypt aðgang að líkömum annarra.“ Lögum um vændiskaup hafi verið breytt árið 2010 svo að vændiskaup urðu refsiverð en þeim lögum hafi ekki verið fylgt eftir. Félagslegum úrræðum fyrir brotaþola hafi fjölgað undanfarin ár. „Og ég held að þekking okkar á þessum málaflokki er komin það langt núna að við ættum að geta farið að spýta í lófana og tekið á þessu almennilega. Mig langar líka að segja að hluti af þessum vanda er að við erum alltaf að rugla saman ofbeldi og kynlífi og við erum til dæmis að sjá orðskrípi eins og kynlífsvændi og ég held að við ættum að hætta að blanda þessu saman og tala bara um vændi sem ofbeldi og svo er kynlíf eitthvað allt annað.“ Mansal Vændi Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Langalgengast er að vændisstarfsemi hér á landi fari fram í Airbnb-íbúðum sem eru leigðar undir fölsku flaggi að sögn yfirlögfræðings hjá lögreglunni. Vændi sé stundað um allt land og dæmi um að konur í viðkvæmum stöðum séu seldar út í símaverum í Evrópu. 11. júlí 2025 21:46 Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Jenný Kristín Valberg, teymisstýra hjá Bjarkarhlíð, segir vændi og mansal sé algengt á Íslandi. Kaupendur séu karlmenn og algengast að þeir séu fjölskyldufeður. Þeir láti það ekki stoppa sig að konurnar séu þolendur mansals. Hún segir afar mikilvægt að mansalsþolendum sé veittur góður stuðningur. 11. júlí 2025 14:21 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Greint var frá því í gær að íslensk lögregluyfirvöld hafi fundið 36 hugsanlega þolendur mansals í alþjóðlegri lögregluaðgerð í byrjun júní. Aðgerðirnar voru hluti af alþjóðlegum aðgerðardögum Europol, Frontex og Interpol. Drífa Snædal talskona Stígamóta segir konurnar sem um ræðir vera fórnarlömb sem ekki leiti sér aðstoðar hjá Stígamótum. „Þetta eru iðullega konur sem eru ferjaðar á milli heimshluta og erfitt að ná til sem brotaþola. Svo er hin hliðin á peningnum að það er að vændi er nánast refsilaust hér á Íslandi, það fær að viðgangast og þegar vændi fær að viðgangast þá er mansal fylgifiskur.“ Drífa segir viðurlög við vændiskaupum vera sektir og vændiskaupendur njóti nafnleyndar. „Og það sem hefur komið í ljós bæði af því sem Stígamót hafa skoðað og erlendar rannsóknir er að þeir sem kaupa vændi virðist vera nokk sama í hvernig nauðung konur eru sem eru í vændi. Þannig eina leiðin til að uppræta vændi og þá mansal sem hefur verið fylgifiskur vændis það er bara að taka á þeim sem telja sig geta keypt líkama annarra og jafnvel telja það vera mannréttindi að geta keypt aðgang að líkömum annarra.“ Lögum um vændiskaup hafi verið breytt árið 2010 svo að vændiskaup urðu refsiverð en þeim lögum hafi ekki verið fylgt eftir. Félagslegum úrræðum fyrir brotaþola hafi fjölgað undanfarin ár. „Og ég held að þekking okkar á þessum málaflokki er komin það langt núna að við ættum að geta farið að spýta í lófana og tekið á þessu almennilega. Mig langar líka að segja að hluti af þessum vanda er að við erum alltaf að rugla saman ofbeldi og kynlífi og við erum til dæmis að sjá orðskrípi eins og kynlífsvændi og ég held að við ættum að hætta að blanda þessu saman og tala bara um vændi sem ofbeldi og svo er kynlíf eitthvað allt annað.“
Mansal Vændi Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Langalgengast er að vændisstarfsemi hér á landi fari fram í Airbnb-íbúðum sem eru leigðar undir fölsku flaggi að sögn yfirlögfræðings hjá lögreglunni. Vændi sé stundað um allt land og dæmi um að konur í viðkvæmum stöðum séu seldar út í símaverum í Evrópu. 11. júlí 2025 21:46 Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Jenný Kristín Valberg, teymisstýra hjá Bjarkarhlíð, segir vændi og mansal sé algengt á Íslandi. Kaupendur séu karlmenn og algengast að þeir séu fjölskyldufeður. Þeir láti það ekki stoppa sig að konurnar séu þolendur mansals. Hún segir afar mikilvægt að mansalsþolendum sé veittur góður stuðningur. 11. júlí 2025 14:21 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Langalgengast er að vændisstarfsemi hér á landi fari fram í Airbnb-íbúðum sem eru leigðar undir fölsku flaggi að sögn yfirlögfræðings hjá lögreglunni. Vændi sé stundað um allt land og dæmi um að konur í viðkvæmum stöðum séu seldar út í símaverum í Evrópu. 11. júlí 2025 21:46
Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Jenný Kristín Valberg, teymisstýra hjá Bjarkarhlíð, segir vændi og mansal sé algengt á Íslandi. Kaupendur séu karlmenn og algengast að þeir séu fjölskyldufeður. Þeir láti það ekki stoppa sig að konurnar séu þolendur mansals. Hún segir afar mikilvægt að mansalsþolendum sé veittur góður stuðningur. 11. júlí 2025 14:21