Erlent

Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Sergei Lavrov heimsækir Kim Jong Un í Norður-Kóreu. Myndin var birt af ríkismiðli Norður-Kóreu.
Sergei Lavrov heimsækir Kim Jong Un í Norður-Kóreu. Myndin var birt af ríkismiðli Norður-Kóreu. EPA

Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur lofað Rússum skilyrðislausan stuðning sinn í innrásarstríði þeirra við Úkraínu. 

Kim Jong Un ræddi við Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í heimsókn Lavrorv til Norður-Kóreu. Kim sagðist standa með öllum ráðstöfunum sem rússneska stjórnin hefði gripið til og væri tilbúinn til að takast á við rót vandans hvað varði Úkraínu samkvæmt umfjöllun BBC.

Þá sagðist hann hafa fulla trú á því að rússneski herinn myndu sigra stríðið „og ná fram því heilaga markmiði að verja reisn og grundvallarhagsmuni landsins.“

Norðurkóresk stjórnvöld hafa aðstoðað rússneska herinn áður en í desember síðastliðnum bárust þær fregnir að norðurkóreskir dátar tækju þátt í bardögum gegn úkraínskum hermönnum í Kúrskhéraði í Rússlandi. 

Fulltrúar vestrænna ríkja telja að um ellefu þúsund norðurkóreskir hermenn hafi verið sendir til aðstoðar Rússa. Leyniþjónusta Suður-Kóreu áætlaði í apríl að tæplega fimm þúsund Kimdátar hafi fallið eða særst í átökunum.

Innrásarstríð Rússa og Úkraínu hófst í febrúar árið 2022 með innrás fyrirskipaða af Vladimír Pútín Rússlandsforseta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×