Reyna aftur að sigla til Gasa Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 13. júlí 2025 14:44 Aðgerðasinnarnir tólf sem voru um borð í skútunni Madleen þegar Ísraelsher stöðvaði för þeirra. Nú reyna þau aftur að komast til Gasa. Aðgerðarsinnar í Freedom Flotilla Coalition hyggjast reyna að sigla aftur til Gasastrandarinnar. Greta Thunberg, sænskur loftlagsaðgerðarsinni, var með í síðustu för hópsins sem endaði á að hópurinn var stöðvaður af ísraelska hernum. „Við siglum af stað á ný. 13. júlí 2025 mun báturinn okkar Handala fara frá Siracusa á Ítalíu til að rjúfa ólöglegu herkví Ísraels. Þetta verkefni okkar er fyrir börnin á Gasa,“ segir í færslu á reikningi hópsins á X. Siglt var af stað fyrr í dag á bátnum Handala sem er nefndur eftir samnefndri palestínskri teiknimyndafíguru sem er berfætt flóttabarn sem snýr baki sínu gegn ójafnrétti. Hópurinn reyndi áður að sigla yfir til Gasa þann 1. júní en er þau nálguðust landið níu dögum síðar voru þau stöðvuð af Ísraelsher sem sendi hópinn aftur til síns heima. Þar á meðal var Greta Thunberg, sænskur loftlagsaðgerðarsinni, heimsþekkt fyrir skólaverkföllin sín í þágu loftslagsaðgerða. Ekki liggur fyrir hvort að hún sé með í för að þessu sinni. Alvarlegt ástand á Gasa Alvarlegt ástand er á Gasaströndinni. Tíu manns létust í árás Ísraela er þau voru að reyna fylla brúsa af drykkjarvatni, þar af voru sex börn. Sextán manns særðust í árásinni. Nítján aðrir létust í dag er Ísraelsher gerði árás á íbúðarhúsnæði á miðri Gasaströndinni. Vitni sagði að um hafi verið að ræða drónaáras sem skaut á fólk í biðröð eftir vatni. Ísraelski herinn segir að árásin hafi verið vegna „tæknilegrar villu“ en áætlunin hafi verið að ráðast á hryðjuverkamenn. Vegna villunnar hafi árásin óvart beinst gegn almennum íbúum. Málið sé til skoðunar innanhúss. Ekki er þetta í fyrsta skipti sem íbúar Gasa hafa verið drepnir í árásum er þau leita sér neyðaraðstoðar. 24 létust í samskonar aðstæðum í gær en þau voru í matarleit. Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna sögðu að hingað til hefðu að minnsta kosti 789 einstaklingar látist á meðan þau voru að leita sér mannúðaraðstoðar. Að auki hafi 183 látist nálægt slíkum stöðum. Gaza Humanitarian Foundation (GHF) hefur séð um að útdeila neyðaraðstoð á ákveðnum stöðum en eru samtökin rekin af Bandaríkjunum og Ísrael. Þau segja tölur Sameinuðu þjóðanna „falskar og misvísandi.“ Samkvæmt umfjöllun BBC er talið að rúmlega níutíu prósent heimila hafa orðið fyrir skemmdum eða eyðilagst. Þá er mikill skortur á öllum nauðsynjavörum, svo sem mat, drykkjarvatni, olíu og lyfjum. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Sjá meira
„Við siglum af stað á ný. 13. júlí 2025 mun báturinn okkar Handala fara frá Siracusa á Ítalíu til að rjúfa ólöglegu herkví Ísraels. Þetta verkefni okkar er fyrir börnin á Gasa,“ segir í færslu á reikningi hópsins á X. Siglt var af stað fyrr í dag á bátnum Handala sem er nefndur eftir samnefndri palestínskri teiknimyndafíguru sem er berfætt flóttabarn sem snýr baki sínu gegn ójafnrétti. Hópurinn reyndi áður að sigla yfir til Gasa þann 1. júní en er þau nálguðust landið níu dögum síðar voru þau stöðvuð af Ísraelsher sem sendi hópinn aftur til síns heima. Þar á meðal var Greta Thunberg, sænskur loftlagsaðgerðarsinni, heimsþekkt fyrir skólaverkföllin sín í þágu loftslagsaðgerða. Ekki liggur fyrir hvort að hún sé með í för að þessu sinni. Alvarlegt ástand á Gasa Alvarlegt ástand er á Gasaströndinni. Tíu manns létust í árás Ísraela er þau voru að reyna fylla brúsa af drykkjarvatni, þar af voru sex börn. Sextán manns særðust í árásinni. Nítján aðrir létust í dag er Ísraelsher gerði árás á íbúðarhúsnæði á miðri Gasaströndinni. Vitni sagði að um hafi verið að ræða drónaáras sem skaut á fólk í biðröð eftir vatni. Ísraelski herinn segir að árásin hafi verið vegna „tæknilegrar villu“ en áætlunin hafi verið að ráðast á hryðjuverkamenn. Vegna villunnar hafi árásin óvart beinst gegn almennum íbúum. Málið sé til skoðunar innanhúss. Ekki er þetta í fyrsta skipti sem íbúar Gasa hafa verið drepnir í árásum er þau leita sér neyðaraðstoðar. 24 létust í samskonar aðstæðum í gær en þau voru í matarleit. Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna sögðu að hingað til hefðu að minnsta kosti 789 einstaklingar látist á meðan þau voru að leita sér mannúðaraðstoðar. Að auki hafi 183 látist nálægt slíkum stöðum. Gaza Humanitarian Foundation (GHF) hefur séð um að útdeila neyðaraðstoð á ákveðnum stöðum en eru samtökin rekin af Bandaríkjunum og Ísrael. Þau segja tölur Sameinuðu þjóðanna „falskar og misvísandi.“ Samkvæmt umfjöllun BBC er talið að rúmlega níutíu prósent heimila hafa orðið fyrir skemmdum eða eyðilagst. Þá er mikill skortur á öllum nauðsynjavörum, svo sem mat, drykkjarvatni, olíu og lyfjum.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent