Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Magnús Jochum Pálsson skrifar 13. júlí 2025 22:47 Áhorfendur ráku upp stór augu þegar Bogi Ágústsson birtist á sviðinu. Bogi Ágústsson birtist óvænt á sviðinu þegar farsinn Ber er hver að baki var frumsýndur í Háskólabíó um helgina og vafði áhorfendum þar um fingur sér. Sviðslistahúsið Afturámóti frumsýndi Ber er hver, nýjan íslenskan gamanleik, í Háskólabíói á föstudag. Verkið fjallar um tvíburabræðurna Guðmund og Gísla sem hittast aftur eftir tíu ára aðskilnað. Tvíburabræðurnir eru báðir leiknir af Kristni Óla Haraldssyni, sem er betur þekktur sem Króli, en hann er einnig höfundur verksins. Annar bróðirinn er á flótta undan handrukkurum og hinn er að reyna að svíkja pening út úr húsfélaginu og sannfæra kærustuna sína um að hann sé ekki að halda framhjá henni. Í þokkabót þekkir enginn bræðurna í sundur. Höfundur og leikur tvö aðalhlutverk Ber er hver varð til sem lokaeinstaklingsverkefni Kristins á leikarabraut í Listaháskóla Íslands, en hann útskrifaðist þaðan núna í júní. Kristinn skrifaði verkið ásamt vinum sínum Hjalta Rúnari Jónssyni og Vilhjálmi B. Bragasyni, en það var Ólafía Hrönn Jónsdóttir sem átti hugmyndina að því að Króli myndi leika tvíbura. Leikstjóri verksins er Karla Kristjánsdóttir, en hún útskrifaðist úr sviðshöfundanámi LHÍ á dögunum. Auk Króla leikur fjöldi ungra gamanleikara í verkinu: Hólmfríður Hafliðadóttir leikur kærustu annars bróðursins, Vilhjálmur B. Bragason leikur formann húsfélagsins, Kolbeinn Sveinsson og Hjalti Rúnar Jónsson leika handrukkarana Daníel og Lárus, og Össur Haraldsson þreytir frumraun sína á leiksviði. En þá er ótalinn einn leikari. Alltaf nýr óvæntur gestur Þakið ætlaði að rifna af húsinu á frumsýningunni þegar óvæntan gest bar að garði og hann reyndist vera Bogi Ágústsson, fyrrverandi fréttaþulur Ríkisútvarpsins til áratuga. Bogi með leikhópnum í Ber er hver. Þegar verkið varð fyrst til í Listaháskólanum fór leiklistargoðsögnin Kristbjörg Kjeld, með hlutverk Boga. Þó Kristbjörg sé nýlega orðin níræð er hún á ferð og flugi í sumar og sá sér því ekki fært að vera með aftur í sýningunni og hópurinn þurfti því að fylla í stór spor. Niðurstaðan varð að fá mismunandi leikara til þess að leika hlutverk Kristbjargar og láta það alltaf koma áhorfendum á óvart hver birtist í verkinu. Það tókst á frumsýningunni í Háskólabíói þegar Bogi Ágústsson gekk inn á sviðið. Ekki nóg með að Bogi hafi tryllt salinn heldur sýndi hann áður óséða leikræna tilburði, bætti við bröndurum og vafði áhorfendum um fingur sér. Aðeins eru fyrirhugaðar tvær sýningar til viðbótar af Ber er hver, þann 16. og 25. júlí, svo þau sem vilja létta sér lundina í sumar ættu að tryggja sér miða fyrr en síðar. Leikhópurinn fékk þrefalt uppklapp að sýningu lokinni. Leikhús Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Sviðslistahúsið Afturámóti frumsýndi Ber er hver, nýjan íslenskan gamanleik, í Háskólabíói á föstudag. Verkið fjallar um tvíburabræðurna Guðmund og Gísla sem hittast aftur eftir tíu ára aðskilnað. Tvíburabræðurnir eru báðir leiknir af Kristni Óla Haraldssyni, sem er betur þekktur sem Króli, en hann er einnig höfundur verksins. Annar bróðirinn er á flótta undan handrukkurum og hinn er að reyna að svíkja pening út úr húsfélaginu og sannfæra kærustuna sína um að hann sé ekki að halda framhjá henni. Í þokkabót þekkir enginn bræðurna í sundur. Höfundur og leikur tvö aðalhlutverk Ber er hver varð til sem lokaeinstaklingsverkefni Kristins á leikarabraut í Listaháskóla Íslands, en hann útskrifaðist þaðan núna í júní. Kristinn skrifaði verkið ásamt vinum sínum Hjalta Rúnari Jónssyni og Vilhjálmi B. Bragasyni, en það var Ólafía Hrönn Jónsdóttir sem átti hugmyndina að því að Króli myndi leika tvíbura. Leikstjóri verksins er Karla Kristjánsdóttir, en hún útskrifaðist úr sviðshöfundanámi LHÍ á dögunum. Auk Króla leikur fjöldi ungra gamanleikara í verkinu: Hólmfríður Hafliðadóttir leikur kærustu annars bróðursins, Vilhjálmur B. Bragason leikur formann húsfélagsins, Kolbeinn Sveinsson og Hjalti Rúnar Jónsson leika handrukkarana Daníel og Lárus, og Össur Haraldsson þreytir frumraun sína á leiksviði. En þá er ótalinn einn leikari. Alltaf nýr óvæntur gestur Þakið ætlaði að rifna af húsinu á frumsýningunni þegar óvæntan gest bar að garði og hann reyndist vera Bogi Ágústsson, fyrrverandi fréttaþulur Ríkisútvarpsins til áratuga. Bogi með leikhópnum í Ber er hver. Þegar verkið varð fyrst til í Listaháskólanum fór leiklistargoðsögnin Kristbjörg Kjeld, með hlutverk Boga. Þó Kristbjörg sé nýlega orðin níræð er hún á ferð og flugi í sumar og sá sér því ekki fært að vera með aftur í sýningunni og hópurinn þurfti því að fylla í stór spor. Niðurstaðan varð að fá mismunandi leikara til þess að leika hlutverk Kristbjargar og láta það alltaf koma áhorfendum á óvart hver birtist í verkinu. Það tókst á frumsýningunni í Háskólabíói þegar Bogi Ágústsson gekk inn á sviðið. Ekki nóg með að Bogi hafi tryllt salinn heldur sýndi hann áður óséða leikræna tilburði, bætti við bröndurum og vafði áhorfendum um fingur sér. Aðeins eru fyrirhugaðar tvær sýningar til viðbótar af Ber er hver, þann 16. og 25. júlí, svo þau sem vilja létta sér lundina í sumar ættu að tryggja sér miða fyrr en síðar. Leikhópurinn fékk þrefalt uppklapp að sýningu lokinni.
Leikhús Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“