Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2025 11:01 Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður íslenska liðsins fékk flestar sendingar og gaf flestar sendingar í íslenska liðinu á Evrópumótinu. Getty/Pat Elmont Hverjar sköruðu fram úr í tölfræðinni hjá íslenska liðinu á EM? Vísir skoðaði aðeins opinberu tölfræðina frá riðlakeppni EM í Sviss. Markvörður íslenska kvennalandsliðsins á Evrópumótinu i Sviss var bæði sá leikmaður sem reyndi flestar sendingar og fékk flestar sendingar í þremur leikjum íslenska liðsins á mótinu. Miðjumenn íslenska liðsins áttu í erfiðleikum á mótinu og tölfræðin sýnir það. Miðjumenn ættu að vera efstar í fjölda sendingar en þær eru langt á eftir varnarmönnum og markmanni íslenska liðsins. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar athyglisverðar staðreyndir um tölfræði stelpnanna okkar á mótinu. Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður íslenska liðsins, reyndi flestar sendingar af öllum leikmönnum liðsins eða samtals 135. 114 þeirra heppnuðust eða 84 prósent. Þeir fjórir leikmenn íslenska liðsins sem reyndu flestar sendingar spiluðu allar í vörn eða marki því í næstu sætum voru þær Guðrún Arnardóttir (118), Ingibjörg Sigurðardóttir (118) og Glódís Perla Viggósdóttir (112). Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður íslenska liðsins, fékk líka flestar sendingar eða 82 talsins eða einni fleiri en Glódís Perla Viggósdóttir. Þriðja varð Ingibjörg Sigurðardóttir sem fékk 74 sendingar. Flestar tæklingar og stoppaði mest Guðrún Arnardóttir fór í flestar tæklingar eða ellefu talsins. Hún vann sjö þeirra. Alexandra Jóhannsdóttir kom næst með átta tæklingar og sex þeirra unnust. Guðrún Arnardóttir komst líka fyrir flest skot eða sendingar eða níu sinnum. Hún stoppaði þrjú skot og sex sendingar. Sveindís Jane Jónsdóttir komst fyrir sjö skot eða sendingar. Sveindís Jane Jónsdóttir vann flesta bolta eða níu talsins, tveimur fleiri en Guðrún Arnardóttir sem kom næst. Glódís Perla Viggósdóttir hreinsaði boltann oftast frá íslenska markinu eða 23 sinnum. Ingibjörg Sigurðardóttir hreinsaði sextán sinnum frá marki og Guðrún Arnardóttir fimmtán sinnum. Varnarmennirnir komu oftast við boltann Guðrún Arnardóttir kom oftast við boltann af leikmönnum íslenska liðsins eða 170 sinnum. Ingibjörg Sigurðardóttir kom við boltann 153 sinnum og þriðja var Glódís Perla Viggósdóttir sem kom 149 sinnum við boltann. Sveindís Jane Jónsdóttir kom oftast við boltann á sóknarþriðjungi (71) og í vítateignum (11). Sandra María Jessen kom 43 sinnum við boltann á síðasta þriðjungi vallarins og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir 37 sinnum. Sandra María Jessen kom níu sinnum við boltann í teig andstæðingar og Glódís Perla Viggósdóttir átta sinnum. Vann níutíu prósent skallaeinvíga Guðrún Arnardóttir fór upp í flest skallaeinvígi (20) og vann flest (11). Dagný Brynjarsdóttir sem spilaði mun minna vann samt níutíu prósent af þeim skallaeinvígum sem hún fór eða níu af tíu. Glódís Perla Viggósdóttir vann fimm af sex og Sandra María Jessen vann níu af ellefu. Sveindís Jane Jónsdóttir reyndi oftast að komast framhjá mótherja með boltann eða sextán sinnum það heppnaðist sjö innum hjá henni. Hún var með algjöra yfirburði hjá íslenska liðinu í þeirri tölfræði því næst henni komu þær Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir og Hlín Eiríksdóttir sem reyndu allar þrisvar sinnum að komast framhjá mótherja með boltann. Sandra María braut oftast af sér Það var oftast brotið á Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur eða fimm sinnum eða fjórum sinnum fékk Sveindís Jane Jónsdóttir aukaspyrnu þótt hún vildi fá miklu fleiri. Sandra María Jessen braut oftast af sér eða sjö sinnum. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir reyndi flestar fyrirgjafir (10), tók flest horn (6) og reyndi flestar stungusendingar (2) en Guðrún Arnardóttir tók flest innköst (22) og Glódís Perla Viggósdóttir tók flestar aukaspyrnur (5). Miðvörðurinn hættulegust Sveindís Jane Jónsdóttir tók flest skot (8) en það eina sem fór á markið endaði í netinu. Sandra María Jessen reyndi fimm skot og eitt fór á markið. Alexandra Jóhannsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Katla Tryggvadóttir reyndu allar þrjú skot. Katla var eini íslenski leikmaðurinn sem náði tveimur skotum á markið. Glódís Perla Viggósdóttir var með hæsta xG (áætluð mörk) eða 1,0 en Sveindís Jane Jónsdóttir kom næst með 0,8. Guðrún Arnardóttir, Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir voru þær einu sem spiluðu allar 270 mínúturnar í mótinu. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Afturelding | Botnliðin eigast við Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Sjá meira
Markvörður íslenska kvennalandsliðsins á Evrópumótinu i Sviss var bæði sá leikmaður sem reyndi flestar sendingar og fékk flestar sendingar í þremur leikjum íslenska liðsins á mótinu. Miðjumenn íslenska liðsins áttu í erfiðleikum á mótinu og tölfræðin sýnir það. Miðjumenn ættu að vera efstar í fjölda sendingar en þær eru langt á eftir varnarmönnum og markmanni íslenska liðsins. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar athyglisverðar staðreyndir um tölfræði stelpnanna okkar á mótinu. Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður íslenska liðsins, reyndi flestar sendingar af öllum leikmönnum liðsins eða samtals 135. 114 þeirra heppnuðust eða 84 prósent. Þeir fjórir leikmenn íslenska liðsins sem reyndu flestar sendingar spiluðu allar í vörn eða marki því í næstu sætum voru þær Guðrún Arnardóttir (118), Ingibjörg Sigurðardóttir (118) og Glódís Perla Viggósdóttir (112). Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður íslenska liðsins, fékk líka flestar sendingar eða 82 talsins eða einni fleiri en Glódís Perla Viggósdóttir. Þriðja varð Ingibjörg Sigurðardóttir sem fékk 74 sendingar. Flestar tæklingar og stoppaði mest Guðrún Arnardóttir fór í flestar tæklingar eða ellefu talsins. Hún vann sjö þeirra. Alexandra Jóhannsdóttir kom næst með átta tæklingar og sex þeirra unnust. Guðrún Arnardóttir komst líka fyrir flest skot eða sendingar eða níu sinnum. Hún stoppaði þrjú skot og sex sendingar. Sveindís Jane Jónsdóttir komst fyrir sjö skot eða sendingar. Sveindís Jane Jónsdóttir vann flesta bolta eða níu talsins, tveimur fleiri en Guðrún Arnardóttir sem kom næst. Glódís Perla Viggósdóttir hreinsaði boltann oftast frá íslenska markinu eða 23 sinnum. Ingibjörg Sigurðardóttir hreinsaði sextán sinnum frá marki og Guðrún Arnardóttir fimmtán sinnum. Varnarmennirnir komu oftast við boltann Guðrún Arnardóttir kom oftast við boltann af leikmönnum íslenska liðsins eða 170 sinnum. Ingibjörg Sigurðardóttir kom við boltann 153 sinnum og þriðja var Glódís Perla Viggósdóttir sem kom 149 sinnum við boltann. Sveindís Jane Jónsdóttir kom oftast við boltann á sóknarþriðjungi (71) og í vítateignum (11). Sandra María Jessen kom 43 sinnum við boltann á síðasta þriðjungi vallarins og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir 37 sinnum. Sandra María Jessen kom níu sinnum við boltann í teig andstæðingar og Glódís Perla Viggósdóttir átta sinnum. Vann níutíu prósent skallaeinvíga Guðrún Arnardóttir fór upp í flest skallaeinvígi (20) og vann flest (11). Dagný Brynjarsdóttir sem spilaði mun minna vann samt níutíu prósent af þeim skallaeinvígum sem hún fór eða níu af tíu. Glódís Perla Viggósdóttir vann fimm af sex og Sandra María Jessen vann níu af ellefu. Sveindís Jane Jónsdóttir reyndi oftast að komast framhjá mótherja með boltann eða sextán sinnum það heppnaðist sjö innum hjá henni. Hún var með algjöra yfirburði hjá íslenska liðinu í þeirri tölfræði því næst henni komu þær Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir og Hlín Eiríksdóttir sem reyndu allar þrisvar sinnum að komast framhjá mótherja með boltann. Sandra María braut oftast af sér Það var oftast brotið á Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur eða fimm sinnum eða fjórum sinnum fékk Sveindís Jane Jónsdóttir aukaspyrnu þótt hún vildi fá miklu fleiri. Sandra María Jessen braut oftast af sér eða sjö sinnum. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir reyndi flestar fyrirgjafir (10), tók flest horn (6) og reyndi flestar stungusendingar (2) en Guðrún Arnardóttir tók flest innköst (22) og Glódís Perla Viggósdóttir tók flestar aukaspyrnur (5). Miðvörðurinn hættulegust Sveindís Jane Jónsdóttir tók flest skot (8) en það eina sem fór á markið endaði í netinu. Sandra María Jessen reyndi fimm skot og eitt fór á markið. Alexandra Jóhannsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Katla Tryggvadóttir reyndu allar þrjú skot. Katla var eini íslenski leikmaðurinn sem náði tveimur skotum á markið. Glódís Perla Viggósdóttir var með hæsta xG (áætluð mörk) eða 1,0 en Sveindís Jane Jónsdóttir kom næst með 0,8. Guðrún Arnardóttir, Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir voru þær einu sem spiluðu allar 270 mínúturnar í mótinu.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Afturelding | Botnliðin eigast við Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Sjá meira