„Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Lovísa Arnardóttir skrifar 14. júlí 2025 09:02 Á myndinni eru frá vinstri Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, Helga Rósa Másdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðingar, Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands og Sandra B. Franks, formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Aðsend Félag íslenska hjúkrunarfræðinga, Sjúkraliðafélag Íslands, Læknafélag Íslands og Ljósmæðrafélag Íslands, krefjast þess í sameiginlegri yfirlýsingu að brugðist verði við alvarlegum niðurstöðum skýrslu Ríkisendurskoðunar um heilbrigðisþjónustu í landinu. Í sameiginlegri yfirlýsingu krefjast formenn félaganna þess að raunhæf og tímasett aðgerðaáætlun verði sett fram sem fyrst, en eigi síðar en 15. september, að mönnunarmál í heilbrigðisþjónustu verði sett í forgang og að heilbrigðismál fái fjármagn og heimildir til að manna störf út frá faglegum forsendum. „Við höfum varað við ástandinu árum saman. Nú liggur það skráð í opinberri skýrslu að heilbrigðisþjónusta landsins er rekin með óásættanlegri mönnun, brotakenndri stjórnsýslu og óraunhæfri fjármögnun,“ segir í yfirlýsingunni. Formennirnir segja að nú þurfi faglega forystu og að hana þurfi að sjá í verki. „Við munum ekki samþykkja að ábyrgðin sé færð yfir á fagfólkið sjálft – aftur,“ segir að lokum. Forstjóri fagnaði Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, fagnaði skýrslunni þegar hún kom út í upphafi mánaðar. Hann sagði mönnunarvanda hafa viðgengist of lengi á spítalanum og það þyrfti að tækla með krísustjórnun og ráðast á rót vandans. Skýrsla Ríkisendurskoðunar var kynnt í upphafi mánaðar. Þar var máluð svört mynd af stöðunni hvað varðar mönnun og flæði sjúklinga á Landspítalanum. Til að mynda vanti fimmtíu menntaða hjúkrunarfræðinga, fjórtán ljósmæður, þrjátíu lækna og tæplega fjögur hundruð sjúkraliða. Þá hafi viðbrögð yfirstjórnar einkennst af úrræðaleysi og kerfislegum lausatökum. Formaður Sjúkraliðafélags Íslands sagðist búast við því að allt færi í skrúfuna yrði ekki brugðist við. Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisendurskoðun Embætti landlæknis Stjórnsýsla Tengdar fréttir Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Búast má við því að allt fari í skrúfuna ef ekki verður bætt úr mönnunarvanda Landspítalans að sögn formanns Sjúkraliðafélags Íslands. Dökk mynd er dregin upp í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar og þar kemur meðal annars fram að hátt í fjögur hundruð sjúkraliða vanti til starfa. 2. júlí 2025 19:45 „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Ítarleg skýrsla Ríkisendurskoðunar um mönnun og flæði sjúklinga á Landspítalanum segir að úrræðaleysi og kerfisleg lausatök hafi einkennt viðbrögð yfirstjórnar heilbrigðismála hér á landi. Ríkisendurskoðandi kallar eftir því að ráðist sé að rót vandans í stað þess að festast í krísustjórnun. 2. júlí 2025 13:48 Ráðherra vill tryggja betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands Heilbrigðisráðherra hyggst fá utanaðkomandi ráðgjafa til að kanna hvernig ráðuneytið geti haft betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands. Ríkisendurskoðun gerir alvarlegar athugasemdir við samninga stofnunarinnar við sérgreinalækna. 28. júní 2025 20:32 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Fleiri fréttir Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sjá meira
Í sameiginlegri yfirlýsingu krefjast formenn félaganna þess að raunhæf og tímasett aðgerðaáætlun verði sett fram sem fyrst, en eigi síðar en 15. september, að mönnunarmál í heilbrigðisþjónustu verði sett í forgang og að heilbrigðismál fái fjármagn og heimildir til að manna störf út frá faglegum forsendum. „Við höfum varað við ástandinu árum saman. Nú liggur það skráð í opinberri skýrslu að heilbrigðisþjónusta landsins er rekin með óásættanlegri mönnun, brotakenndri stjórnsýslu og óraunhæfri fjármögnun,“ segir í yfirlýsingunni. Formennirnir segja að nú þurfi faglega forystu og að hana þurfi að sjá í verki. „Við munum ekki samþykkja að ábyrgðin sé færð yfir á fagfólkið sjálft – aftur,“ segir að lokum. Forstjóri fagnaði Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, fagnaði skýrslunni þegar hún kom út í upphafi mánaðar. Hann sagði mönnunarvanda hafa viðgengist of lengi á spítalanum og það þyrfti að tækla með krísustjórnun og ráðast á rót vandans. Skýrsla Ríkisendurskoðunar var kynnt í upphafi mánaðar. Þar var máluð svört mynd af stöðunni hvað varðar mönnun og flæði sjúklinga á Landspítalanum. Til að mynda vanti fimmtíu menntaða hjúkrunarfræðinga, fjórtán ljósmæður, þrjátíu lækna og tæplega fjögur hundruð sjúkraliða. Þá hafi viðbrögð yfirstjórnar einkennst af úrræðaleysi og kerfislegum lausatökum. Formaður Sjúkraliðafélags Íslands sagðist búast við því að allt færi í skrúfuna yrði ekki brugðist við.
Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisendurskoðun Embætti landlæknis Stjórnsýsla Tengdar fréttir Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Búast má við því að allt fari í skrúfuna ef ekki verður bætt úr mönnunarvanda Landspítalans að sögn formanns Sjúkraliðafélags Íslands. Dökk mynd er dregin upp í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar og þar kemur meðal annars fram að hátt í fjögur hundruð sjúkraliða vanti til starfa. 2. júlí 2025 19:45 „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Ítarleg skýrsla Ríkisendurskoðunar um mönnun og flæði sjúklinga á Landspítalanum segir að úrræðaleysi og kerfisleg lausatök hafi einkennt viðbrögð yfirstjórnar heilbrigðismála hér á landi. Ríkisendurskoðandi kallar eftir því að ráðist sé að rót vandans í stað þess að festast í krísustjórnun. 2. júlí 2025 13:48 Ráðherra vill tryggja betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands Heilbrigðisráðherra hyggst fá utanaðkomandi ráðgjafa til að kanna hvernig ráðuneytið geti haft betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands. Ríkisendurskoðun gerir alvarlegar athugasemdir við samninga stofnunarinnar við sérgreinalækna. 28. júní 2025 20:32 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Fleiri fréttir Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sjá meira
Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Búast má við því að allt fari í skrúfuna ef ekki verður bætt úr mönnunarvanda Landspítalans að sögn formanns Sjúkraliðafélags Íslands. Dökk mynd er dregin upp í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar og þar kemur meðal annars fram að hátt í fjögur hundruð sjúkraliða vanti til starfa. 2. júlí 2025 19:45
„Eftir höfðinu dansa limirnir“ Ítarleg skýrsla Ríkisendurskoðunar um mönnun og flæði sjúklinga á Landspítalanum segir að úrræðaleysi og kerfisleg lausatök hafi einkennt viðbrögð yfirstjórnar heilbrigðismála hér á landi. Ríkisendurskoðandi kallar eftir því að ráðist sé að rót vandans í stað þess að festast í krísustjórnun. 2. júlí 2025 13:48
Ráðherra vill tryggja betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands Heilbrigðisráðherra hyggst fá utanaðkomandi ráðgjafa til að kanna hvernig ráðuneytið geti haft betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands. Ríkisendurskoðun gerir alvarlegar athugasemdir við samninga stofnunarinnar við sérgreinalækna. 28. júní 2025 20:32
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum