Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Tómas Arnar Þorláksson skrifar 14. júlí 2025 12:13 Í dag má svo sannarlega tala um sól og sumaryl. Vísir/Anton Brink Mikið blíðviðri gengur nú yfir víðast hvar og telur veðurfræðingur að hitamet gætu fallið á einstaka stöðum. Yfirskálavörður á hálendinu hvetur göngufólk til að hafa varann á vegna hita og tjaldvörður í Vaglaskógi segir of hlýtt þar á bæ. Hálfgerð hitabylgja gengur yfir landið í dag og á morgun sökum hlýs loftmassa sem ferðast yfir landið vegna hæðar vestan við írland sem dælir heitu lofti í átt að Íslandi. Búast má við hita á bilinu 17 til 28 stig og stilltu veðri. Megi búast við hátt í 30 stiga hita Kristín Hermannsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, bendir á að í raun er enginn staður hlunnfarinn þegar það kemur að góðu veðri. Hitastigið hafi strax verið komið upp úr öllum hæðum þegar hún ræddi við fréttastofu um hálf ellefu í morgun. „Hitinn er núna kominn í 24,5 stig á Kirkjubæjarklaustri til að mynda en það á eftir að verða örugglega upp í 25 til 28 mjög víða í allan dag.“ Er gott veður þar sem þú ert? Átt þú myndir eða myndskeið af blíðviðrinu? Er eitthvað skemmtilegt um að vera í góða veðrinu? Hvar er besta veðrið? Allt vel þegið á netfangið ritstjorn@visir.is. Veðrið verði best inn til lands á Suðurlandi og Norðurlandi eystra þar sem má búast við hátt í 30 stiga hita. Tilefni sé til að brýna á nokkrum atriðum. „Ég myndi nú halda að það sé gott að nota sólarvörn og verja sig með sólhöttum og drekka vel til að ofhitna ekki og ofþorna ekki.“ Óvenjulegar aðstæður fyrir göngufólk Stefán Jökull Jakobsson, yfirskálavörður Ferðafélags Íslands, tekur undir orð Kristínar og hvetur göngufólk á hálendinu til að hafa varann á. „Til dæmis í Álftavatni erum við að fá yfir tuttugu gráður núna upp frá. Yfirleitt eru skálaverðir mjög ánægðir ef þeir eru að fá einhvers staðar í kringum tíu til fimmtán gráður.“ Er mjög óvanalegt að fá svona hita á hálendinu? „Já þetta er virkilega sérstakt og svona rosalega lítinn vind með því líka. Þetta eru svona aðstæður sem að göngufólk er kannski ekki alvant. Að þurfa að passa sig á að drekka nógu mikið út af hita og uppgufun.“ Um 25 stiga hiti er víða á Austurlandi en Heiður Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri tjaldsvæðisins á Egilsstöðum segir veðrið þar með ólíkindum. „Fólk ætti bara að fara skipuleggja sumarfríin sín út frá Austurlandi. ég segi það nú bara því þetta fer að vera reglan frekar en undantekningin að hér sé besta veðrið þó ég vilji kannski síst vera með veðuhroka. En tölurnar segja sitt.“ Vaglaskógur orðinn eins og Spánn Benedikt Stefánsson, tjaldvörður í Vaglaskógi, segir allt pakkfullt þar á bæ og nánast of hlýtt. „Manni líður bara eins og maður sé kominn út á Spán, satt best að segja. Þetta er bara algjört Tene-veður.“ Hvenig er starfa sem tjaldvörður í svona miklum hita? „Mér finnst bara allt heitt veður of mikið, satt að segja. Mig langar bara að hafa fimm til tíu stiga hita og skýjað en það eru líklega ekki margir sammála mér í því.“ Veður Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Hálfgerð hitabylgja gengur yfir landið í dag og á morgun sökum hlýs loftmassa sem ferðast yfir landið vegna hæðar vestan við írland sem dælir heitu lofti í átt að Íslandi. Búast má við hita á bilinu 17 til 28 stig og stilltu veðri. Megi búast við hátt í 30 stiga hita Kristín Hermannsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, bendir á að í raun er enginn staður hlunnfarinn þegar það kemur að góðu veðri. Hitastigið hafi strax verið komið upp úr öllum hæðum þegar hún ræddi við fréttastofu um hálf ellefu í morgun. „Hitinn er núna kominn í 24,5 stig á Kirkjubæjarklaustri til að mynda en það á eftir að verða örugglega upp í 25 til 28 mjög víða í allan dag.“ Er gott veður þar sem þú ert? Átt þú myndir eða myndskeið af blíðviðrinu? Er eitthvað skemmtilegt um að vera í góða veðrinu? Hvar er besta veðrið? Allt vel þegið á netfangið ritstjorn@visir.is. Veðrið verði best inn til lands á Suðurlandi og Norðurlandi eystra þar sem má búast við hátt í 30 stiga hita. Tilefni sé til að brýna á nokkrum atriðum. „Ég myndi nú halda að það sé gott að nota sólarvörn og verja sig með sólhöttum og drekka vel til að ofhitna ekki og ofþorna ekki.“ Óvenjulegar aðstæður fyrir göngufólk Stefán Jökull Jakobsson, yfirskálavörður Ferðafélags Íslands, tekur undir orð Kristínar og hvetur göngufólk á hálendinu til að hafa varann á. „Til dæmis í Álftavatni erum við að fá yfir tuttugu gráður núna upp frá. Yfirleitt eru skálaverðir mjög ánægðir ef þeir eru að fá einhvers staðar í kringum tíu til fimmtán gráður.“ Er mjög óvanalegt að fá svona hita á hálendinu? „Já þetta er virkilega sérstakt og svona rosalega lítinn vind með því líka. Þetta eru svona aðstæður sem að göngufólk er kannski ekki alvant. Að þurfa að passa sig á að drekka nógu mikið út af hita og uppgufun.“ Um 25 stiga hiti er víða á Austurlandi en Heiður Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri tjaldsvæðisins á Egilsstöðum segir veðrið þar með ólíkindum. „Fólk ætti bara að fara skipuleggja sumarfríin sín út frá Austurlandi. ég segi það nú bara því þetta fer að vera reglan frekar en undantekningin að hér sé besta veðrið þó ég vilji kannski síst vera með veðuhroka. En tölurnar segja sitt.“ Vaglaskógur orðinn eins og Spánn Benedikt Stefánsson, tjaldvörður í Vaglaskógi, segir allt pakkfullt þar á bæ og nánast of hlýtt. „Manni líður bara eins og maður sé kominn út á Spán, satt best að segja. Þetta er bara algjört Tene-veður.“ Hvenig er starfa sem tjaldvörður í svona miklum hita? „Mér finnst bara allt heitt veður of mikið, satt að segja. Mig langar bara að hafa fimm til tíu stiga hita og skýjað en það eru líklega ekki margir sammála mér í því.“
Er gott veður þar sem þú ert? Átt þú myndir eða myndskeið af blíðviðrinu? Er eitthvað skemmtilegt um að vera í góða veðrinu? Hvar er besta veðrið? Allt vel þegið á netfangið ritstjorn@visir.is.
Veður Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira