„Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 15. júlí 2025 10:02 Gugusar treður upp á Auto laugardaginn 26. júlí. Aðsend „Ég leyfði mér að vinna hratt þegar ég gerði þessa plötu. Ég var ekki stoppa og pæla of mikið heldur bara að treysta eyranu, líkamanum og tilfinningunni,“ segir tónlistarkonan Gugusar sem gaf nýverið út plötu og stendur fyrir allsherjar partýtónleikum á Auto í lok júlí. Bjó til plötu frá grunni á nokkrum vikum Gugusar, sem heitir réttu nafni Guðlaug Sóley og er fædd árið 2004, gaf nýlega út plötuna QUACK. „Ég gerði þessa plötu á örfáum vikum, alveg frá grunni. Þetta er dansplata sem ég samdi, pródúseraði, mixaði og masteraði sjálf en þetta er í fyrsta sinn sem ég sé alfarið um allt ferlið og það skilaði sér í einlægari útgáfu af mér þar sem ég leyfi mér að vera alveg hrá. Platan fjallar um ást, rugling og allt þetta sem gerist á milli línanna í samböndum. Þegar hlutirnir eru óljósir, fallegir og stundum óþægilegir. Þú vilt hreyfa þig, jafnvel þegar þú veist ekki alveg hvernig þér líður.“ View this post on Instagram A post shared by gugusar (@gugusar_) Tónlistarkonan var ekkert að þvælast fyrir sjálfri sér í ferlinu. „Ég leyfði mér að vinna hratt þegar ég gerði þessa plötu. Var ekki stoppa og pæla of mikið, bara treysta eyranu, líkamanum og tilfinningunni. Ég kláraði hana á nokkrum vikum núna í sumar, nánast í einum rykk, og það var bæði frelsandi og stressandi,“ segir Guðlaug Sóley og hlær. Tryllingur á klúbbnum Guðlaug Sóley er í sambúð með Guðmund Braga Ástþórsson handboltamann sem spilar í Danmörku og eru hjúin búsett þar. „Flest lögin samdi ég í Silkeborg í Danmörku þar sem ég bý en þrjú þeirra urðu til heima á Íslandi, hjá mömmu og pabba. Mér finnst platan QUACK endurspegla það sem mér finnst skemmtilegast við tónlist, hún hreyfir við líkamanum og tilfinningunum á sama tíma.“ View this post on Instagram A post shared by gugusar (@gugusar_) Gugusar ætlar að fagna plötunni með stæl. „Ég mun halda mínu fyrstu útgáfutónleika á Auto laugardaginn 26. júlí og flytja lögin í bland við eldri efni. Það verður algjört partý!“ Tónlist Tengdar fréttir Krefjandi að semja tónlist um ofbeldi sem þolandi „Það gat verið erfitt að horfa til baka sem þolandi ofbeldis og nýta mína persónulega reynslu til að semja fyrir leikhúsið,“ segir tónlistarkonan Gugusar um lagið Merki sem hún var að senda frá sér. Lagið er úr sýningu Þjóðleikhússins Orð gegn orði sem hefur slegið í gegn. 3. júní 2024 14:26 „Eins og ég sé að dansa sársaukann frá mér“ „Ég verð eiginlega ótrúlega lítið stressuð fyrir gigg og er meira bara spennt,“ segir tónlistarkonan Guðlaug Sóley, betur þekkt sem Gugusar. Hún er að fara að spila á bransahátíðinni Eurosonic í Groningen, Hollandi í vikunni ásamt því að troða upp á háhýsaklúbbi í Amsterdam. Blaðamaður ræddi við Gugusar, sem var sömuleiðis að senda frá sér lagið Ekkert gerðist. 16. janúar 2024 11:31 „Hef aldrei opnað mig svona áður“ „Ég hef fengið mjög góð viðbrögð og margir að segja að þetta hafi hjálpað öðrum sem eru í svipuðum aðstæðum, sem er alltaf gott að heyra,“ segir fjöllistakonan Gugusar um lagið Vonin sem hún sendi frá sér fyrr á árinu þar sem hún opnar sig um erfitt samband. 6. október 2023 07:00 Hlær bara að hrútskýringum Fjöllistakonan Guðlaug Sóley, jafnan þekkt sem Gugusar, hefur náð miklum árangri sem tónlistarkona á undanförnum árum og meðal annars unnið til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Hún byrjaði fimmtán ára gömul að semja tónlist og pródúsera sjálf en takmarkar sig ekki við einn listmiðil. Gugusar er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. 29. september 2023 07:00 Feimin að eðlisfari en elskar að koma fram „Fyrstu tónleikarnir mínir voru á Músíktilraunum sem ég tók þátt í þegar ég var fimmtán. Þá var ég einmitt með stutt dansatriði, þannig að ég byrjaði mjög snemma að gera eitthvað út fyrir kassann á sviði,“ segir fjöllistakonan Gugusar. Hún er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. 2. október 2023 07:00 Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Bjó til plötu frá grunni á nokkrum vikum Gugusar, sem heitir réttu nafni Guðlaug Sóley og er fædd árið 2004, gaf nýlega út plötuna QUACK. „Ég gerði þessa plötu á örfáum vikum, alveg frá grunni. Þetta er dansplata sem ég samdi, pródúseraði, mixaði og masteraði sjálf en þetta er í fyrsta sinn sem ég sé alfarið um allt ferlið og það skilaði sér í einlægari útgáfu af mér þar sem ég leyfi mér að vera alveg hrá. Platan fjallar um ást, rugling og allt þetta sem gerist á milli línanna í samböndum. Þegar hlutirnir eru óljósir, fallegir og stundum óþægilegir. Þú vilt hreyfa þig, jafnvel þegar þú veist ekki alveg hvernig þér líður.“ View this post on Instagram A post shared by gugusar (@gugusar_) Tónlistarkonan var ekkert að þvælast fyrir sjálfri sér í ferlinu. „Ég leyfði mér að vinna hratt þegar ég gerði þessa plötu. Var ekki stoppa og pæla of mikið, bara treysta eyranu, líkamanum og tilfinningunni. Ég kláraði hana á nokkrum vikum núna í sumar, nánast í einum rykk, og það var bæði frelsandi og stressandi,“ segir Guðlaug Sóley og hlær. Tryllingur á klúbbnum Guðlaug Sóley er í sambúð með Guðmund Braga Ástþórsson handboltamann sem spilar í Danmörku og eru hjúin búsett þar. „Flest lögin samdi ég í Silkeborg í Danmörku þar sem ég bý en þrjú þeirra urðu til heima á Íslandi, hjá mömmu og pabba. Mér finnst platan QUACK endurspegla það sem mér finnst skemmtilegast við tónlist, hún hreyfir við líkamanum og tilfinningunum á sama tíma.“ View this post on Instagram A post shared by gugusar (@gugusar_) Gugusar ætlar að fagna plötunni með stæl. „Ég mun halda mínu fyrstu útgáfutónleika á Auto laugardaginn 26. júlí og flytja lögin í bland við eldri efni. Það verður algjört partý!“
Tónlist Tengdar fréttir Krefjandi að semja tónlist um ofbeldi sem þolandi „Það gat verið erfitt að horfa til baka sem þolandi ofbeldis og nýta mína persónulega reynslu til að semja fyrir leikhúsið,“ segir tónlistarkonan Gugusar um lagið Merki sem hún var að senda frá sér. Lagið er úr sýningu Þjóðleikhússins Orð gegn orði sem hefur slegið í gegn. 3. júní 2024 14:26 „Eins og ég sé að dansa sársaukann frá mér“ „Ég verð eiginlega ótrúlega lítið stressuð fyrir gigg og er meira bara spennt,“ segir tónlistarkonan Guðlaug Sóley, betur þekkt sem Gugusar. Hún er að fara að spila á bransahátíðinni Eurosonic í Groningen, Hollandi í vikunni ásamt því að troða upp á háhýsaklúbbi í Amsterdam. Blaðamaður ræddi við Gugusar, sem var sömuleiðis að senda frá sér lagið Ekkert gerðist. 16. janúar 2024 11:31 „Hef aldrei opnað mig svona áður“ „Ég hef fengið mjög góð viðbrögð og margir að segja að þetta hafi hjálpað öðrum sem eru í svipuðum aðstæðum, sem er alltaf gott að heyra,“ segir fjöllistakonan Gugusar um lagið Vonin sem hún sendi frá sér fyrr á árinu þar sem hún opnar sig um erfitt samband. 6. október 2023 07:00 Hlær bara að hrútskýringum Fjöllistakonan Guðlaug Sóley, jafnan þekkt sem Gugusar, hefur náð miklum árangri sem tónlistarkona á undanförnum árum og meðal annars unnið til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Hún byrjaði fimmtán ára gömul að semja tónlist og pródúsera sjálf en takmarkar sig ekki við einn listmiðil. Gugusar er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. 29. september 2023 07:00 Feimin að eðlisfari en elskar að koma fram „Fyrstu tónleikarnir mínir voru á Músíktilraunum sem ég tók þátt í þegar ég var fimmtán. Þá var ég einmitt með stutt dansatriði, þannig að ég byrjaði mjög snemma að gera eitthvað út fyrir kassann á sviði,“ segir fjöllistakonan Gugusar. Hún er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. 2. október 2023 07:00 Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Krefjandi að semja tónlist um ofbeldi sem þolandi „Það gat verið erfitt að horfa til baka sem þolandi ofbeldis og nýta mína persónulega reynslu til að semja fyrir leikhúsið,“ segir tónlistarkonan Gugusar um lagið Merki sem hún var að senda frá sér. Lagið er úr sýningu Þjóðleikhússins Orð gegn orði sem hefur slegið í gegn. 3. júní 2024 14:26
„Eins og ég sé að dansa sársaukann frá mér“ „Ég verð eiginlega ótrúlega lítið stressuð fyrir gigg og er meira bara spennt,“ segir tónlistarkonan Guðlaug Sóley, betur þekkt sem Gugusar. Hún er að fara að spila á bransahátíðinni Eurosonic í Groningen, Hollandi í vikunni ásamt því að troða upp á háhýsaklúbbi í Amsterdam. Blaðamaður ræddi við Gugusar, sem var sömuleiðis að senda frá sér lagið Ekkert gerðist. 16. janúar 2024 11:31
„Hef aldrei opnað mig svona áður“ „Ég hef fengið mjög góð viðbrögð og margir að segja að þetta hafi hjálpað öðrum sem eru í svipuðum aðstæðum, sem er alltaf gott að heyra,“ segir fjöllistakonan Gugusar um lagið Vonin sem hún sendi frá sér fyrr á árinu þar sem hún opnar sig um erfitt samband. 6. október 2023 07:00
Hlær bara að hrútskýringum Fjöllistakonan Guðlaug Sóley, jafnan þekkt sem Gugusar, hefur náð miklum árangri sem tónlistarkona á undanförnum árum og meðal annars unnið til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Hún byrjaði fimmtán ára gömul að semja tónlist og pródúsera sjálf en takmarkar sig ekki við einn listmiðil. Gugusar er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. 29. september 2023 07:00
Feimin að eðlisfari en elskar að koma fram „Fyrstu tónleikarnir mínir voru á Músíktilraunum sem ég tók þátt í þegar ég var fimmtán. Þá var ég einmitt með stutt dansatriði, þannig að ég byrjaði mjög snemma að gera eitthvað út fyrir kassann á sviði,“ segir fjöllistakonan Gugusar. Hún er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. 2. október 2023 07:00