Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Tómas Arnar Þorláksson skrifar 14. júlí 2025 19:29 Mikil stemmning var í Nauthólsvík enda mikið blíðviðri. Vísir/Lýður Hlýr loftmassi sem gekk yfir landið í dag orsakaði blíðviðri víðast hvar. Egg var steikt á bíl, hitamet slegin víða og mátti litlu muna að vísa þyrfti sundlaugargestum frá í Reykjavík. Fréttastofa ræddi við landsmenn sem nutu sín í sól og sumaryl. Sannkölluð hitabylgja gekk yfir allt land í dag og óhætt að segja að nóg hafi verið að gera í öllum sundlaugum landsins enda fátt annað í stöðunni en að kæla sig niður. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá hvað borgarbúar tóku sér fyrir hendur í dag. Hitamet slegin víða Í dag var í fyrsta skipti sem hitastig náði yfir tuttugu gráður á höfuðborgarsvæðinu á þessu ári en hitamet féllu á fjórum stöðvum Veðurstofunnar í dag og var hlýjast í Hjarðarlandi í Biskupstungum þar sem hitinn fór upp í 29,5 stig. Litlu mátti muna að vísa hefði þurft fólki frá í Sundhöll Reykjavíkur enda aðsóknin gífurleg. „Það er búið að vera mjög mikið að gera í öllum laugunum og setið alls staðar þar sem fólk kemst fyrir og þannig viljum við hafa það,“ sagði Snorri Örn Arnaldsson, forstöðumaður Sundhallarinnar í Reykjavík. Var í klukkutíma í kaldapottinum Hinn níu ára Davíð Plodz er einn af þeim sem lögðu leið sína í sund til að fagna góða veðrinu. Er gaman að koma í sund? „Já mjög gaman. Líka því mér var mjög heitt á Klambratúni. Og ég var bara að hitast upp. Það var mjög gaman að vera í kaldapottinum. Í gær var ég í klukkutíma.“ Fyrir utan Sundhöllina biðu bræðurnir, Rögnvaldur Hildar Lárusson og Þórður Bjarki Hildar Lárusson, eftir því að selja þyrstum sundlaugargestum límónaði. Hvernig er búið að ganga í dag? „Það er búið að ganga mjööög vel! Alveg yndislega. Ég hvet önnur börn líka til að gera þetta.“ Græðir maður vel á þessu? „Ó já maður mokar inn.“ Eignaðist nýjan vin Þá var nóg um að vera í Nauthólsvík. „Ég er með krabba hér. Ég heiti Hilmir. Krabbinn er hér hann er lifandi,“ sagði hinn fimm ára Hilmir sem sagði krabbann heita Krabba Villi og tók fram að hann myndi taka krabbann með sér heim og að hann væri búinn að eignast nýjan vin. Þá var hægt að steikja egg í hitanum í Hveragerði eins og Einar Örn Konráðsson gerði en það má berja augum í spilaranum hér að ofan. Lífsnauðsynlegt að fá sér ís Já, þó það sé ýmislegt hægt að gera í svona góðu veðri þá er fátt jafn inngreipað í þjóðarsálina og að fá sér ís í sólinu. Anna Svava Knútsdóttir, eigandi Valdís, tók undir það og sagði: „Já það er mjöög mikilvægt en ég held samt í dag að það sé lífsnauðsynlegt.“ Anna Svava Knútsdóttir ásamt þremur sprækum stúlkum sem fengu sér ís í blíðviðrinu.vísir/lýður Valberg Veður Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Sannkölluð hitabylgja gekk yfir allt land í dag og óhætt að segja að nóg hafi verið að gera í öllum sundlaugum landsins enda fátt annað í stöðunni en að kæla sig niður. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá hvað borgarbúar tóku sér fyrir hendur í dag. Hitamet slegin víða Í dag var í fyrsta skipti sem hitastig náði yfir tuttugu gráður á höfuðborgarsvæðinu á þessu ári en hitamet féllu á fjórum stöðvum Veðurstofunnar í dag og var hlýjast í Hjarðarlandi í Biskupstungum þar sem hitinn fór upp í 29,5 stig. Litlu mátti muna að vísa hefði þurft fólki frá í Sundhöll Reykjavíkur enda aðsóknin gífurleg. „Það er búið að vera mjög mikið að gera í öllum laugunum og setið alls staðar þar sem fólk kemst fyrir og þannig viljum við hafa það,“ sagði Snorri Örn Arnaldsson, forstöðumaður Sundhallarinnar í Reykjavík. Var í klukkutíma í kaldapottinum Hinn níu ára Davíð Plodz er einn af þeim sem lögðu leið sína í sund til að fagna góða veðrinu. Er gaman að koma í sund? „Já mjög gaman. Líka því mér var mjög heitt á Klambratúni. Og ég var bara að hitast upp. Það var mjög gaman að vera í kaldapottinum. Í gær var ég í klukkutíma.“ Fyrir utan Sundhöllina biðu bræðurnir, Rögnvaldur Hildar Lárusson og Þórður Bjarki Hildar Lárusson, eftir því að selja þyrstum sundlaugargestum límónaði. Hvernig er búið að ganga í dag? „Það er búið að ganga mjööög vel! Alveg yndislega. Ég hvet önnur börn líka til að gera þetta.“ Græðir maður vel á þessu? „Ó já maður mokar inn.“ Eignaðist nýjan vin Þá var nóg um að vera í Nauthólsvík. „Ég er með krabba hér. Ég heiti Hilmir. Krabbinn er hér hann er lifandi,“ sagði hinn fimm ára Hilmir sem sagði krabbann heita Krabba Villi og tók fram að hann myndi taka krabbann með sér heim og að hann væri búinn að eignast nýjan vin. Þá var hægt að steikja egg í hitanum í Hveragerði eins og Einar Örn Konráðsson gerði en það má berja augum í spilaranum hér að ofan. Lífsnauðsynlegt að fá sér ís Já, þó það sé ýmislegt hægt að gera í svona góðu veðri þá er fátt jafn inngreipað í þjóðarsálina og að fá sér ís í sólinu. Anna Svava Knútsdóttir, eigandi Valdís, tók undir það og sagði: „Já það er mjöög mikilvægt en ég held samt í dag að það sé lífsnauðsynlegt.“ Anna Svava Knútsdóttir ásamt þremur sprækum stúlkum sem fengu sér ís í blíðviðrinu.vísir/lýður Valberg
Veður Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira