„Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 15. júlí 2025 13:13 Hundar eru óvanir svo hlýju loftslagi á Íslandi. vísir/vilhelm Veðurfræðingur segir að það gæti jafnvel orðið hlýrra á sumum stöðum í dag en var í gær og að núverandi hitabylgja endist líklega út vikuna. Dýraverndunarsamtökin Dýrfinna hvetja hundaeigendur til að þekkja einkenni hitaslags en það getur orðið lífshættulegt á örskotsstundu. Spáð er sambærilegum veðurskilyrðum fyrir daginn í dag og gengu yfir í gær þegar mikið blíðviðri lék við landsmenn. Reiknað er með um fjórtán til 28 stiga hita á landinu og segir Óli Þór Árnason veðurfræðingur að það gæti jafnvel orðið hlýrra á einhverjum stöðum en í gær. Hitabylgja fram að helgi „Það er komið mjög víða mjög fínt veður nú þegar í þessum töluðu orðum. Hann á bara eftir að hækka síðan hitinn. Inn til landsins er bara svo hægur vindur og þar sem sólin nær í gegn nær hún að hita vel. Það er eitthvað heldur skýjaðra. Svo sólin bakar ekki alveg jafn mikið og í gær,“ segir Óli. Best verður veðrið inn til landsins á Norð-Austurlandi, Austurlandi og undirlendi Suðurlands. Heitur loftmassi sem fer yfir landið virðist ekki á förum. „Það verður í sjálfu sér yfir landinu meira og minna áþekkt fram undir helgi. En eiginlega fara að koma smá svona úrkomubakkar og loftið verður örlítið óstöðugra. Það verða möguleikar á síðdegisskúrum.“ Sólin getur verið banvæn Þegar svo hlýtt er úti þarf að huga að ýmsu og hefur Matvælastofnun til að mynda biðlað til fólks að skilja ekki hunda eftir í bílum. Eygló Anna Guðlaugsdóttir hjá dýraverndarsamtökunum Dýrfinnu segir að lukkulega hafi enginn útköll borist í gær vegna hunda sem voru hættkomnir í bíl. Þó hafi verið nóg að gera hjá samtökunum. „Við erum búin að fá ýmsar tilkynningar vegna lausra hunda hér og þar í kringum landið. Svo virðist vera að fólk er að sólbaða sig úti og gleymir að gera ráð fyrir litla ferfætlingnum sem er á vappinu hér í kring og er fljótur að stinga af. Við vitum það að fólk hefur verið að hafa samband við dýraspítalanna varðandi að það sé hrætt um það að hundurinn sé að fá hitaslag. Það var enginn sem var lagður inn svo best sem við vitum. Þau gátu þá hjálpað hundinum heima við.“ Eygló hvetur hundaeigendur til að vera vakandi á verðinum. Hitinn geti orðið lífshættulegur á örskotsstundu. „Í rauninni að hreyfa þá ekki á meðan sólin er á lofti. Því þeir eiga erfitt með að anda og hitann. Líkamshitinn hækkar um nokkrar gráður og það gæti tekið bara fimmtán mínutur að kála þeim.“ Veður Dýraheilbrigði Dýr Gæludýr Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Spáð er sambærilegum veðurskilyrðum fyrir daginn í dag og gengu yfir í gær þegar mikið blíðviðri lék við landsmenn. Reiknað er með um fjórtán til 28 stiga hita á landinu og segir Óli Þór Árnason veðurfræðingur að það gæti jafnvel orðið hlýrra á einhverjum stöðum en í gær. Hitabylgja fram að helgi „Það er komið mjög víða mjög fínt veður nú þegar í þessum töluðu orðum. Hann á bara eftir að hækka síðan hitinn. Inn til landsins er bara svo hægur vindur og þar sem sólin nær í gegn nær hún að hita vel. Það er eitthvað heldur skýjaðra. Svo sólin bakar ekki alveg jafn mikið og í gær,“ segir Óli. Best verður veðrið inn til landsins á Norð-Austurlandi, Austurlandi og undirlendi Suðurlands. Heitur loftmassi sem fer yfir landið virðist ekki á förum. „Það verður í sjálfu sér yfir landinu meira og minna áþekkt fram undir helgi. En eiginlega fara að koma smá svona úrkomubakkar og loftið verður örlítið óstöðugra. Það verða möguleikar á síðdegisskúrum.“ Sólin getur verið banvæn Þegar svo hlýtt er úti þarf að huga að ýmsu og hefur Matvælastofnun til að mynda biðlað til fólks að skilja ekki hunda eftir í bílum. Eygló Anna Guðlaugsdóttir hjá dýraverndarsamtökunum Dýrfinnu segir að lukkulega hafi enginn útköll borist í gær vegna hunda sem voru hættkomnir í bíl. Þó hafi verið nóg að gera hjá samtökunum. „Við erum búin að fá ýmsar tilkynningar vegna lausra hunda hér og þar í kringum landið. Svo virðist vera að fólk er að sólbaða sig úti og gleymir að gera ráð fyrir litla ferfætlingnum sem er á vappinu hér í kring og er fljótur að stinga af. Við vitum það að fólk hefur verið að hafa samband við dýraspítalanna varðandi að það sé hrætt um það að hundurinn sé að fá hitaslag. Það var enginn sem var lagður inn svo best sem við vitum. Þau gátu þá hjálpað hundinum heima við.“ Eygló hvetur hundaeigendur til að vera vakandi á verðinum. Hitinn geti orðið lífshættulegur á örskotsstundu. „Í rauninni að hreyfa þá ekki á meðan sólin er á lofti. Því þeir eiga erfitt með að anda og hitann. Líkamshitinn hækkar um nokkrar gráður og það gæti tekið bara fimmtán mínutur að kála þeim.“
Veður Dýraheilbrigði Dýr Gæludýr Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira