„Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. júlí 2025 12:33 Höskuldur á von á opnari leik og segir Blikana verða að sýna hugrekki og spila fram á við. vísir / arnar Fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson er fullur tilhlökkunar fyrir seinni leik Breiðabliks gegn albanska liðinu Egnatia í undankeppni Meistaradeildarinnar. Blikarnir fara inn í leikinn marki undir, en Höskuldur segir þá vita hvað þurfi að gera til að fagna sigri. Klippa: Höskuldur spenntur fyrir seinni leiknum gegn Egnatia „Mér líður bara vel. Búin að vera tilhlökkun í manni, búinn að bíða svolítið eftir leiknum. Fínt að fá frí í deildinni hérna heima á milli leikja, það munar um það. Ég held að við séum allir bara mjög ferskir og peppaðir fyrir leiknum á morgun“ sagði Höskuldur, aðspurður um sína líðan fyrir seinni leikinn. Verða að vera hugrakkir og spila fram á við Höskuldur segir vikuna á milli leikja hafa nýst vel, fyrst til hvíldar en síðan æfinga og leikgreininga. Blikarnir eru búnir að leggjast yfir fyrri leikinn og kortleggja andstæðinginn fyrir seinni leikinn. „Þetta verða ekki jafn miklar þreifingar og jafn lokaður leikur. Við höfum nýtt tímann vel og erum með góða aðgerðaráætlun… Við berum að sjálfsögðu virðingu fyrir þessu fína liði, þetta eru albönsku meistararnir og við erum meðvitaðir um hvar þeir geta sært okkur. Verðum að vera þroskaðir, hvað það varðar, en svo þurfum við bara að vera trúir sjálfum okkur og spila upp á okkar styrkleika. Það er bara að vera hugrakkir, spila fram á við, halda vel í boltann og halda góðu tempói.“ Fyrri leikurinn frekar lokaður Fyrri leikur liðanna var fremur jafn að mati Höskuldar, lokaður leikur með fáum færum. „Við gerðum að langstærstu leiti nægilega vel í fyrri leiknum. Það er að segja, bara að hafa þetta sem fyrri hálfleik, máta okkur við þá og halda leiknum nokkuð lokuðum án þess að falla til baka. Við stóðum hátt á þá og beindum þeim þangað sem við vildum. Að sama skapi hefði maður alveg viljað og það voru alveg tækifæri til að skaða þá meira sóknarlega, við fengum fínar stöður. Heilt yfir sé ég þetta samt sem okkar að klára á Kópavogsvelli.“ Fagnaðarlætin fóru ekkert í taugarnar Egnatia fagnaði sigrinum af mikilli ákefð eftir að hafa skorað mark í uppbótartíma. Allir varamenn liðsins ruddust inn á völlinn og fengu fyrir það gult spjald. Sigurinn virtist nánast koma albanska liðinu á óvart, sem gæti gefið Blikunum sjálfstraust fyrir seinni leikinn. „Ég held að við séum ekkert að lesa of mikið í það, þetta var bara geðshræring sem tók yfir mannskapinn þarna… En jújú, ég viðurkenni það alveg að á sama tíma kom alveg upp í manni: Sjáumst á Kópavogsvelli“ sagði Höskuldur í viðtali sem var tekið á blaðamannafundi Breiðabliks í gær og má sjá í spilaranum að ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Sjá meira
Klippa: Höskuldur spenntur fyrir seinni leiknum gegn Egnatia „Mér líður bara vel. Búin að vera tilhlökkun í manni, búinn að bíða svolítið eftir leiknum. Fínt að fá frí í deildinni hérna heima á milli leikja, það munar um það. Ég held að við séum allir bara mjög ferskir og peppaðir fyrir leiknum á morgun“ sagði Höskuldur, aðspurður um sína líðan fyrir seinni leikinn. Verða að vera hugrakkir og spila fram á við Höskuldur segir vikuna á milli leikja hafa nýst vel, fyrst til hvíldar en síðan æfinga og leikgreininga. Blikarnir eru búnir að leggjast yfir fyrri leikinn og kortleggja andstæðinginn fyrir seinni leikinn. „Þetta verða ekki jafn miklar þreifingar og jafn lokaður leikur. Við höfum nýtt tímann vel og erum með góða aðgerðaráætlun… Við berum að sjálfsögðu virðingu fyrir þessu fína liði, þetta eru albönsku meistararnir og við erum meðvitaðir um hvar þeir geta sært okkur. Verðum að vera þroskaðir, hvað það varðar, en svo þurfum við bara að vera trúir sjálfum okkur og spila upp á okkar styrkleika. Það er bara að vera hugrakkir, spila fram á við, halda vel í boltann og halda góðu tempói.“ Fyrri leikurinn frekar lokaður Fyrri leikur liðanna var fremur jafn að mati Höskuldar, lokaður leikur með fáum færum. „Við gerðum að langstærstu leiti nægilega vel í fyrri leiknum. Það er að segja, bara að hafa þetta sem fyrri hálfleik, máta okkur við þá og halda leiknum nokkuð lokuðum án þess að falla til baka. Við stóðum hátt á þá og beindum þeim þangað sem við vildum. Að sama skapi hefði maður alveg viljað og það voru alveg tækifæri til að skaða þá meira sóknarlega, við fengum fínar stöður. Heilt yfir sé ég þetta samt sem okkar að klára á Kópavogsvelli.“ Fagnaðarlætin fóru ekkert í taugarnar Egnatia fagnaði sigrinum af mikilli ákefð eftir að hafa skorað mark í uppbótartíma. Allir varamenn liðsins ruddust inn á völlinn og fengu fyrir það gult spjald. Sigurinn virtist nánast koma albanska liðinu á óvart, sem gæti gefið Blikunum sjálfstraust fyrir seinni leikinn. „Ég held að við séum ekkert að lesa of mikið í það, þetta var bara geðshræring sem tók yfir mannskapinn þarna… En jújú, ég viðurkenni það alveg að á sama tíma kom alveg upp í manni: Sjáumst á Kópavogsvelli“ sagði Höskuldur í viðtali sem var tekið á blaðamannafundi Breiðabliks í gær og má sjá í spilaranum að ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Sjá meira