Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Lovísa Arnardóttir skrifar 15. júlí 2025 12:44 Málið varðar atvik sem áttu sér stað í sumarhúsi í Kiðjabergi í apríl á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Litáískur karlmaður, hefur verið sýknaður af ákæru um líkamsárás sem varð öðrum manni að bana í sumarhúsi í Kiðjabergi í Grímsnes- og Grafningshreppi á laugardagsmorgni þann 20. apríl í fyrra. Fréttastofa RÚV greinir frá því. Manninum var gefið að sök að hafa beitt Viktoras Buchovskis margþættu ofbeldi sem beindist að höfði, hálsi og líkama hans. Maðurinn var sagður hafa slegið Viktoras tvívegis meðan hann sat í stól sem varð til þess að hann féll til jarðar. Fyrir vikið hafi Viktoras hlotið margþætta áverka, en hann er talinn hafa látist vegna heilaáverka. Buchovskis var með mikla áverka á heila og taldi réttarmeinafræðingur, sem bar vitni við aðalmeðferð, að það væri ólíklegt að hann hafi lifað lengi eftir að hafa hlotið þá áverka. Eflaust hafi hann látist skömmu eftir að hann fékk þá. Buchovskis fannst uppi í rúmi í bústaðnum. Réttarmeinafræðingurinn taldi ólíklegt að hann hafi komið sér þangað sjálfur eftir að hafa fengið heilaáverkann. Sakborningurinn neitaði ávallt sök, en viðurkenndi að hafa löðrungað Viktorias, hinn látna, einu sinni eða tvívegis þennan sama morgun. Við það hafi Viktorias fallið til jarðar. Réttarmeinafræðingur taldi ólíklegt að hann hefði hlotið þá áverka sem sem hann var með vegna tveggja löðrunga og falls til jarðar. Í frétt RÚV um málið kemur fram að sakborningurinn hafi hlotið tveggja mánaða dóm fyrir að löðrunga manninn. Manndráp í Kiðjabergi Dómsmál Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Sagðist ekki hafa orðið var við átök: „Ég var eins og pabbi þeirra“ „Ég er fullorðinn maður. Ég var eins og pabbi þeirra. Ef ég hefði séð eitthvað hefði ég ekki leyft því að gerast,“ sagði karlmaður á sextugsaldri í Héraðsdómi Suðurlands í vikunni og vísaði þar til mögulegra átaka sakbornings og fórnarlambs í Kiðjabergsmálinu svokallaða. Umræddur maður bjó með hinum tveimur í sumarhúsi og starfaði jafnframt með þeim. Þeir eru allir frá Litáen. 31. maí 2025 21:10 „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Maður sem lést í sumarhúsi Kiðjabergi í apríl í fyrra og maður sem er grunaður um að ráðast á hann og valda þar með dauða hans höfðu þekkt hvorn annan lengi lengi og samband þeirra var gott. Þetta sagði Gedirninas Saulys, 34 ára gamall litáískur karlmaður í aðalmeðferð í Héraðsdómi Suðurlands í gær. Hann er grunaður um árás sem varð hinum manninum að bana. 28. maí 2025 17:47 Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Það er mat Landsréttar að það hefði verið hætt við því að Héraðssaksóknari þyrfti að geta í eyðurnar og setja fram tilgátur hefði hann lagt fram nákvæmari ákæru í Kiðjabergsmálinu svokallaða. Landsréttur vísaði málinu aftur í hérað. 13. febrúar 2025 10:30 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Fleiri fréttir Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Sjá meira
Fréttastofa RÚV greinir frá því. Manninum var gefið að sök að hafa beitt Viktoras Buchovskis margþættu ofbeldi sem beindist að höfði, hálsi og líkama hans. Maðurinn var sagður hafa slegið Viktoras tvívegis meðan hann sat í stól sem varð til þess að hann féll til jarðar. Fyrir vikið hafi Viktoras hlotið margþætta áverka, en hann er talinn hafa látist vegna heilaáverka. Buchovskis var með mikla áverka á heila og taldi réttarmeinafræðingur, sem bar vitni við aðalmeðferð, að það væri ólíklegt að hann hafi lifað lengi eftir að hafa hlotið þá áverka. Eflaust hafi hann látist skömmu eftir að hann fékk þá. Buchovskis fannst uppi í rúmi í bústaðnum. Réttarmeinafræðingurinn taldi ólíklegt að hann hafi komið sér þangað sjálfur eftir að hafa fengið heilaáverkann. Sakborningurinn neitaði ávallt sök, en viðurkenndi að hafa löðrungað Viktorias, hinn látna, einu sinni eða tvívegis þennan sama morgun. Við það hafi Viktorias fallið til jarðar. Réttarmeinafræðingur taldi ólíklegt að hann hefði hlotið þá áverka sem sem hann var með vegna tveggja löðrunga og falls til jarðar. Í frétt RÚV um málið kemur fram að sakborningurinn hafi hlotið tveggja mánaða dóm fyrir að löðrunga manninn.
Manndráp í Kiðjabergi Dómsmál Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Sagðist ekki hafa orðið var við átök: „Ég var eins og pabbi þeirra“ „Ég er fullorðinn maður. Ég var eins og pabbi þeirra. Ef ég hefði séð eitthvað hefði ég ekki leyft því að gerast,“ sagði karlmaður á sextugsaldri í Héraðsdómi Suðurlands í vikunni og vísaði þar til mögulegra átaka sakbornings og fórnarlambs í Kiðjabergsmálinu svokallaða. Umræddur maður bjó með hinum tveimur í sumarhúsi og starfaði jafnframt með þeim. Þeir eru allir frá Litáen. 31. maí 2025 21:10 „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Maður sem lést í sumarhúsi Kiðjabergi í apríl í fyrra og maður sem er grunaður um að ráðast á hann og valda þar með dauða hans höfðu þekkt hvorn annan lengi lengi og samband þeirra var gott. Þetta sagði Gedirninas Saulys, 34 ára gamall litáískur karlmaður í aðalmeðferð í Héraðsdómi Suðurlands í gær. Hann er grunaður um árás sem varð hinum manninum að bana. 28. maí 2025 17:47 Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Það er mat Landsréttar að það hefði verið hætt við því að Héraðssaksóknari þyrfti að geta í eyðurnar og setja fram tilgátur hefði hann lagt fram nákvæmari ákæru í Kiðjabergsmálinu svokallaða. Landsréttur vísaði málinu aftur í hérað. 13. febrúar 2025 10:30 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Fleiri fréttir Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Sjá meira
Sagðist ekki hafa orðið var við átök: „Ég var eins og pabbi þeirra“ „Ég er fullorðinn maður. Ég var eins og pabbi þeirra. Ef ég hefði séð eitthvað hefði ég ekki leyft því að gerast,“ sagði karlmaður á sextugsaldri í Héraðsdómi Suðurlands í vikunni og vísaði þar til mögulegra átaka sakbornings og fórnarlambs í Kiðjabergsmálinu svokallaða. Umræddur maður bjó með hinum tveimur í sumarhúsi og starfaði jafnframt með þeim. Þeir eru allir frá Litáen. 31. maí 2025 21:10
„Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Maður sem lést í sumarhúsi Kiðjabergi í apríl í fyrra og maður sem er grunaður um að ráðast á hann og valda þar með dauða hans höfðu þekkt hvorn annan lengi lengi og samband þeirra var gott. Þetta sagði Gedirninas Saulys, 34 ára gamall litáískur karlmaður í aðalmeðferð í Héraðsdómi Suðurlands í gær. Hann er grunaður um árás sem varð hinum manninum að bana. 28. maí 2025 17:47
Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Það er mat Landsréttar að það hefði verið hætt við því að Héraðssaksóknari þyrfti að geta í eyðurnar og setja fram tilgátur hefði hann lagt fram nákvæmari ákæru í Kiðjabergsmálinu svokallaða. Landsréttur vísaði málinu aftur í hérað. 13. febrúar 2025 10:30