Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Jón Þór Stefánsson skrifar 16. júlí 2025 16:02 Héraðsdómur Norðurlands eystra á Akureyri Mynd úr safni Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur sýknað karlmann af ákæru um nauðgun. Manninum var gefið að sök að nauðga konu í febrúar í fyrra, í sumarbústað þar sem konan var að halda upp á afmæli sitt. Í ákæru segir að maðurinn hafi haft samræði og endaþarmsmök við konuna án hennar samþykkis. Hann hafi haldið henni fastri, klætt hana úr fötum, haldið fyrir munn hennar og tekið hana hálstak. Fyrir vikið hafi konan hlotið nokkurra áverka. Líkt og áður segir áttu atvik málsins sér stað í sumarbústað þar sem konan var að halda upp á afmæli sitt. Þar munu einnig hafa verið þónokkrir aðrir, þar á meðal vinir hennar. Maðurinn vildi meina að þau hefðu stundað kynmök þessa nótt og bæði verið samþykk því. Konan sagði hann hins vegar hafa þvingað hana til þeirra. Í dómnum segir að óumdeilt sé að þau hafi haft kynmök þessa nótt. Þeim bar saman um að hann hefði byrjað að klæða hana úr, en hún beðið hann að hætta þar sem hún óttaðist að einhver sæi eða heyrði til þeirra. Jafnframt hafi hún sagst vera þreytt og ölvuð. Þeim bar einnig saman um að hann hefði orðið að ósk hennar og síðan leitað á hana að nýju tíu til fimmtán mínútum seinna. Maðurinn vildi meina að þau hafi þá fróað hvort öðru, en hún sagðist ekki muna hvort hann hafi fróað henni, en að hún hafi ekki fróað honum. Síðan hafi hann nauðgað henni. Þess má geta að maðurinn sagðist ekki hafa ætlað að hafa endaþarmsmök við konuna, heldur hafi það verið óvart, en það hafi verið alveg dimmt og þau ekki séð hvað þau væru að gera. Sá að eitthvað væri að Vinkona konunnar bar vitni og sagði að þessa nótt hefði konan komið inn í herbergi til hennar og lokað að sér. Hún hafi séð að eitthvað væri að og spurt hvort allt væri í lagi en konan neitað. Vinkonan hafi spurt hvort hún ætti að biðja strákana um að fara og konan jánkað því, og hún hafi svo beðið þá um að fara. Vinkonan sagðist hafa farið með konuna á sjúkrahús daginn eftir. Ekki nóg að konan hafi verið samkvæm sjálfri sér Í niðurstöðukafla dómsins segir að maðurinn og konan hafi bæði verið samkvæm sjálfum sér í frásögn sinni af þessum ativkum. Ekki sé ástæða til að efast um frásögn konunnar af því að vilji hennar hafi í raun ekki verið til staðar. Og fái sá framburður stoð í göngum málsins varðandi áverka hennar og andlega líðan. Hins vegar segir í dómnum að sakfelling verði ekki byggð á því einu þar sem ásetningu mannsins lægi ekki fyrir. „Verður honum því ekki refsað fyrir nauðgun ef hann hafði réttmæta ástæðu til að ætla að brotaþoli væri samþykk kynmökunum,“ segir í dómnum. Ekki hægt að sanna ásetning Meint nauðgun á að hafa átt sér stað í opnu rými bústaðarins, og bendir dómurinn á að í rýmum í kring hafi aðrir gestir sumarhússins verið á sama tíma ýmist vakandi eða sofandi. Að mati dómsins verður að telja að það fái illa staðist að hann hafi komið fram vilja sínum með líkamlegu ofbeldi við þessar aðstæður. Í dómnum segir jafnframt að vegna þess að konan hafði beðið manninn um að hætta nokkrum mínútum áður en meint nauðgun átti sér stað, og hann síðan komið aftur megi ætla að konan hefði hiklaust getað tjáð sig með orðum eða öðrum hætti að hún væri ekki samþykk. Því er það mat dómsins að maðurinn hafi ekki haft ásetning til þess að nauðga konunni og hann því sýknaður. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Í ákæru segir að maðurinn hafi haft samræði og endaþarmsmök við konuna án hennar samþykkis. Hann hafi haldið henni fastri, klætt hana úr fötum, haldið fyrir munn hennar og tekið hana hálstak. Fyrir vikið hafi konan hlotið nokkurra áverka. Líkt og áður segir áttu atvik málsins sér stað í sumarbústað þar sem konan var að halda upp á afmæli sitt. Þar munu einnig hafa verið þónokkrir aðrir, þar á meðal vinir hennar. Maðurinn vildi meina að þau hefðu stundað kynmök þessa nótt og bæði verið samþykk því. Konan sagði hann hins vegar hafa þvingað hana til þeirra. Í dómnum segir að óumdeilt sé að þau hafi haft kynmök þessa nótt. Þeim bar saman um að hann hefði byrjað að klæða hana úr, en hún beðið hann að hætta þar sem hún óttaðist að einhver sæi eða heyrði til þeirra. Jafnframt hafi hún sagst vera þreytt og ölvuð. Þeim bar einnig saman um að hann hefði orðið að ósk hennar og síðan leitað á hana að nýju tíu til fimmtán mínútum seinna. Maðurinn vildi meina að þau hafi þá fróað hvort öðru, en hún sagðist ekki muna hvort hann hafi fróað henni, en að hún hafi ekki fróað honum. Síðan hafi hann nauðgað henni. Þess má geta að maðurinn sagðist ekki hafa ætlað að hafa endaþarmsmök við konuna, heldur hafi það verið óvart, en það hafi verið alveg dimmt og þau ekki séð hvað þau væru að gera. Sá að eitthvað væri að Vinkona konunnar bar vitni og sagði að þessa nótt hefði konan komið inn í herbergi til hennar og lokað að sér. Hún hafi séð að eitthvað væri að og spurt hvort allt væri í lagi en konan neitað. Vinkonan hafi spurt hvort hún ætti að biðja strákana um að fara og konan jánkað því, og hún hafi svo beðið þá um að fara. Vinkonan sagðist hafa farið með konuna á sjúkrahús daginn eftir. Ekki nóg að konan hafi verið samkvæm sjálfri sér Í niðurstöðukafla dómsins segir að maðurinn og konan hafi bæði verið samkvæm sjálfum sér í frásögn sinni af þessum ativkum. Ekki sé ástæða til að efast um frásögn konunnar af því að vilji hennar hafi í raun ekki verið til staðar. Og fái sá framburður stoð í göngum málsins varðandi áverka hennar og andlega líðan. Hins vegar segir í dómnum að sakfelling verði ekki byggð á því einu þar sem ásetningu mannsins lægi ekki fyrir. „Verður honum því ekki refsað fyrir nauðgun ef hann hafði réttmæta ástæðu til að ætla að brotaþoli væri samþykk kynmökunum,“ segir í dómnum. Ekki hægt að sanna ásetning Meint nauðgun á að hafa átt sér stað í opnu rými bústaðarins, og bendir dómurinn á að í rýmum í kring hafi aðrir gestir sumarhússins verið á sama tíma ýmist vakandi eða sofandi. Að mati dómsins verður að telja að það fái illa staðist að hann hafi komið fram vilja sínum með líkamlegu ofbeldi við þessar aðstæður. Í dómnum segir jafnframt að vegna þess að konan hafði beðið manninn um að hætta nokkrum mínútum áður en meint nauðgun átti sér stað, og hann síðan komið aftur megi ætla að konan hefði hiklaust getað tjáð sig með orðum eða öðrum hætti að hún væri ekki samþykk. Því er það mat dómsins að maðurinn hafi ekki haft ásetning til þess að nauðga konunni og hann því sýknaður.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira