Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. júlí 2025 20:06 Ásgeir segist fyrst og fremst vilja fá að njóta ævikvöldsins í friði. Íbúar í Árskógum í Breiðholti festa ekki svefn vegna áhyggja af framkvæmdum á nýjum skjólvegg og göngustíg beint fyrir framan hús þeirra. Hús í sömu götu hefur verið í fréttum vegna græna gímaldsins svokallaða. Framkvæmdirnar hófust í síðustu viku en auk göngustígsins stendur til að setja upp steyptan vegg í eins og hálfs metra hæð við enda göngustígarins. Ásgeir Gunnarsson, eftirlaunaþegi og íbúi sem býr á fyrstu hæð að Árskógum 5-7, mun fá vegginn beint fyrir framan sína íbúð og segist ekki hafa getað sofið vegna áhyggja af framkvæmdunum. „Þeir ætla að drekkja okkur hérna í steinsteypu. Steinsteyptur veggur hérna við hliðina á okkur, mér hérna á hægri hönd. Hann verður líklega í svipaðri hæð og þetta hérna,“ segir Ásgeir. „Síðan þetta gerðist, það er nú komin vika síðan þetta gerðist fyrst, höfum við sofið lítið og við erum lurkum lamin. Þetta reynir á gamalt fólk. Við erum komin hingað til að hvíla okkur í restina á þessu lífi en það er greinilegt að það er ekki tekið tillit til þess.“ Mótmæltu framkvæmdunum um helgina Íbúar mótmæltu framkvæmdunum um helgina og kvarta yfir samráðsleysi af hálfu Reykjavíkurborgar. „Við stoppuðum vinnu hérna. En Reykjavíkurborg vill ekki tala við okkur. Ég skil ekki hvað er á ferðinni hérna, ég segi bara alveg eins og er, að þurfa að eyðileggja heila íbúð. Þeir eyðileggja okkar íbúð og stórskemma þessa því þar eru settir ljósastaurar fyrir framan.“ Hann óttast að íbúð sín og eiginkonu sinnar muni hríðfalla í verði. Hann hafi fengið þær upplýsingar að stígurinn hafi verið á deiluskipulagi frá 2009. Í þarnæsta húsi hafa íbúar átt í erjum við borgaryfirvöld vegna græna gímaldsins svokallaða, gríðarstórrar vöruskemmu sem hefur verð reist við Álfabakka 2 í nokkurra metra fjarlgæð frá fjölbýlishúsi í götunni. „Þegar þetta gímald kom þarna, þið sjáið það þarna. Þegar það kom þá var ekkert vandamál að byggja það yfir endann á þessum stíg. Þá var hann ekkert heilagur. En það er eins og hann sé heilagur núna. Það er einn hérna sem þóttist þekkja þetta, hann sagði, þetta eru tíu til fimmtán milljónir, að minnsta kosti,“ segir Ásgeir. „Ég vil helst fá að vera í friði og helst fá að geta sofið hér í rólegheitum og eins og ég segi, notið síðustu dagana hér á þessu jarðríki, en það er víst alveg útilokað.“ Reykjavík Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Framkvæmdirnar hófust í síðustu viku en auk göngustígsins stendur til að setja upp steyptan vegg í eins og hálfs metra hæð við enda göngustígarins. Ásgeir Gunnarsson, eftirlaunaþegi og íbúi sem býr á fyrstu hæð að Árskógum 5-7, mun fá vegginn beint fyrir framan sína íbúð og segist ekki hafa getað sofið vegna áhyggja af framkvæmdunum. „Þeir ætla að drekkja okkur hérna í steinsteypu. Steinsteyptur veggur hérna við hliðina á okkur, mér hérna á hægri hönd. Hann verður líklega í svipaðri hæð og þetta hérna,“ segir Ásgeir. „Síðan þetta gerðist, það er nú komin vika síðan þetta gerðist fyrst, höfum við sofið lítið og við erum lurkum lamin. Þetta reynir á gamalt fólk. Við erum komin hingað til að hvíla okkur í restina á þessu lífi en það er greinilegt að það er ekki tekið tillit til þess.“ Mótmæltu framkvæmdunum um helgina Íbúar mótmæltu framkvæmdunum um helgina og kvarta yfir samráðsleysi af hálfu Reykjavíkurborgar. „Við stoppuðum vinnu hérna. En Reykjavíkurborg vill ekki tala við okkur. Ég skil ekki hvað er á ferðinni hérna, ég segi bara alveg eins og er, að þurfa að eyðileggja heila íbúð. Þeir eyðileggja okkar íbúð og stórskemma þessa því þar eru settir ljósastaurar fyrir framan.“ Hann óttast að íbúð sín og eiginkonu sinnar muni hríðfalla í verði. Hann hafi fengið þær upplýsingar að stígurinn hafi verið á deiluskipulagi frá 2009. Í þarnæsta húsi hafa íbúar átt í erjum við borgaryfirvöld vegna græna gímaldsins svokallaða, gríðarstórrar vöruskemmu sem hefur verð reist við Álfabakka 2 í nokkurra metra fjarlgæð frá fjölbýlishúsi í götunni. „Þegar þetta gímald kom þarna, þið sjáið það þarna. Þegar það kom þá var ekkert vandamál að byggja það yfir endann á þessum stíg. Þá var hann ekkert heilagur. En það er eins og hann sé heilagur núna. Það er einn hérna sem þóttist þekkja þetta, hann sagði, þetta eru tíu til fimmtán milljónir, að minnsta kosti,“ segir Ásgeir. „Ég vil helst fá að vera í friði og helst fá að geta sofið hér í rólegheitum og eins og ég segi, notið síðustu dagana hér á þessu jarðríki, en það er víst alveg útilokað.“
Reykjavík Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira