Fótbolti

Arnar Grétars­son tekinn við Fylki

Siggeir Ævarsson skrifar
Arnar Grétarsson er tekinn við Fylki
Arnar Grétarsson er tekinn við Fylki Mynd: Fylkir.is

Fylkismenn hafa gengið frá ráðningu á nýjum þjálfara meistaraflokks karla í knattspyrnu en það er Arnar Grétarsson sem fær það verkefni að rétta skútuna af.

Fylkir er í 9. sæti Lengjudeildarinnar, aðeins einu stigi frá fallsæti og hafa aðeins náð að landa tveimur sigrum í fyrstu tólf umferðum deildarinnar. Árni Freyr Guðnason stýrði liðinu í sumar en var látinn fara fyrir tveimur dögum.

Arnar þjálfaði síðast lið Vals í efstu deild en var látinn taka pokann sinn í ágúst í fyrra. Hann hefur einnig þjálfað KA og Breiðablik, sem og Roeselare í Belg­íu. Áður var hann yf­ir­maður knatt­spyrnu­mála hjá AEK Aþenu í Grikklandi og Club Brug­ge í Belg­íu.

Í tilkynningu Fylkis um ráðningu segir Arnar að það hafi verið auðveld ákvörðun að taka við liði Fylkis þegar það stóð til boða:

„Mér finnst vera mikið „upside“ í því að koma hingað til Fylkis. Hér er fullt af flottum leikmönnum, skemmtilegur völlur og ég hef verið að fylgjast með liðinu. Ég hef oft horft hýrum augum til Árbæjarins, bæði vegna aðstæðna, vallarins og Lautarinnar. Þegar þetta tækifæri kom upp var ákvörðunin því frekar einföld að mínu mati.“

Fylkir hefur tapað síðustu tveimur leikjum sínum í deildinni en tekur á móti Njarðvíkingum á föstudaginn þar sem Arnar mun væntanlega stýra liðinu í fyrsta sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×