Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. júlí 2025 11:00 Hér má sjá hvar göngustígurinn mun liggja framhjá íbúðunum. Aðsend/Ingi Þór Ámundi Brynjólfsson, skrifstofustjóri framkvæmda og viðhalds hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, segir að göngustígur sem nú er unnið að við Árskóga hafi verið á skipulagi alveg frá upphafi. Íbúar eru óánægðir með stíginn, sem liggur þétt við húsið. Framkvæmdin kemur á hæla byggingu vöruhússins við Álfabakka 2, sem stendur enn óbreytt þrátt fyrir mikil mótmæli. Ámundi var spurður að því í Bítinu á Bylgjunni í morgun hvernig málið blasti við borgaryfirvöldum. „Nú þetta blasir þannig við okkur að við erum þarna í framkvæmdum við gerð göngustígs sem er hluti af stígakerfinu í Breiðholtinu og umlýkur í rauninni íþróttasvæði ÍR. Og reyndar er þetta ekki bara göngustígur heldur er þetta líka aðkoma neyðarbíla slökkviliðsins. Ef þannig aðstæður koma upp er nauðsynlegt að slökkviliðið hafi aðgang að þessari hlið lóðarinnar og hússins sem þarna stendur, með körfubíl til að bjarga fólki ef svo ber undir.“ Skipulag á svæðinu megi rekja til ársins 2009 en árið 2015 hafi verið gerðar breytingar að ósk lóðarhafa, Félags eldri borgara, þannig að byggingareiturinn innan lóðar var stækkaður og færður út að lóðamörkunum, þar sem gert var ráð fyrir göngustíg. „Lóðarhöfum mátti vera það fullkomlega ljóst að þarna væri göngustígur,“ segir Ámundi. Spurður að því hvort kaupendum hafi verið gert það ljóst segist hann ekki vita hvernig upplýsingagjöf var háttað við þau viðskipti. Búin að koma til móts við athugasemdir Ámundi segir göngustíga meðfram íbúðum ekki óalgenga í borginni. Komið hafi verið til móts við athugasemdir íbúa með því að mjókka göngustíginn um hálfan metra og færa hann fjær lóðarmörkunum en áður hafði verið gert ráð fyrir. Stígurinn sé nú 1,25 metra frá lóðamörkunum. Múrveggur sem verður reistur fyrir framan tvær íbúðir sé ekki á skipulagi, „en hann er til kominn vegna þess að frágangurinn á lóðinni í suðausturhorninu er þannig að hann er ekki í samræmi við útgefið hæðarblað sem borgin gefur út og segir til um það hvernig lóðarhafi eigi að ganga frá lóðinni“. Ámundi segir skiljanlegt að framkvæmdirnar komi við íbúa en að öllum ætti að hafa verið ljóst að þarna kæmi göngustígur. Búið sé að færa hann eins og hægt er, án þess að ganga á æfingasvæði ÍR. „Við erum búin að gera allt sem við getum,“ segir hann og ítrekar að þarna sé ekki aðeins um göngustíg að ræða heldur einnig aðkomu neyðarbíla. Ámundi segist skilja að íbúum sé brugðið en að þetta ætti ekki að koma þeim að óvörum. „Við teljum að við séum að gera þetta allt eftir bókinni; þetta hafi legið fyrir, fólki hafi mátt vera þetta ljóst,“ segir Ámundi, enda hafi fyrstu fundir um málið verið haldnir árið 2022. Skipulag Reykjavík Vöruskemma við Álfabakka Bítið Eldri borgarar Félagasamtök Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira
Íbúar eru óánægðir með stíginn, sem liggur þétt við húsið. Framkvæmdin kemur á hæla byggingu vöruhússins við Álfabakka 2, sem stendur enn óbreytt þrátt fyrir mikil mótmæli. Ámundi var spurður að því í Bítinu á Bylgjunni í morgun hvernig málið blasti við borgaryfirvöldum. „Nú þetta blasir þannig við okkur að við erum þarna í framkvæmdum við gerð göngustígs sem er hluti af stígakerfinu í Breiðholtinu og umlýkur í rauninni íþróttasvæði ÍR. Og reyndar er þetta ekki bara göngustígur heldur er þetta líka aðkoma neyðarbíla slökkviliðsins. Ef þannig aðstæður koma upp er nauðsynlegt að slökkviliðið hafi aðgang að þessari hlið lóðarinnar og hússins sem þarna stendur, með körfubíl til að bjarga fólki ef svo ber undir.“ Skipulag á svæðinu megi rekja til ársins 2009 en árið 2015 hafi verið gerðar breytingar að ósk lóðarhafa, Félags eldri borgara, þannig að byggingareiturinn innan lóðar var stækkaður og færður út að lóðamörkunum, þar sem gert var ráð fyrir göngustíg. „Lóðarhöfum mátti vera það fullkomlega ljóst að þarna væri göngustígur,“ segir Ámundi. Spurður að því hvort kaupendum hafi verið gert það ljóst segist hann ekki vita hvernig upplýsingagjöf var háttað við þau viðskipti. Búin að koma til móts við athugasemdir Ámundi segir göngustíga meðfram íbúðum ekki óalgenga í borginni. Komið hafi verið til móts við athugasemdir íbúa með því að mjókka göngustíginn um hálfan metra og færa hann fjær lóðarmörkunum en áður hafði verið gert ráð fyrir. Stígurinn sé nú 1,25 metra frá lóðamörkunum. Múrveggur sem verður reistur fyrir framan tvær íbúðir sé ekki á skipulagi, „en hann er til kominn vegna þess að frágangurinn á lóðinni í suðausturhorninu er þannig að hann er ekki í samræmi við útgefið hæðarblað sem borgin gefur út og segir til um það hvernig lóðarhafi eigi að ganga frá lóðinni“. Ámundi segir skiljanlegt að framkvæmdirnar komi við íbúa en að öllum ætti að hafa verið ljóst að þarna kæmi göngustígur. Búið sé að færa hann eins og hægt er, án þess að ganga á æfingasvæði ÍR. „Við erum búin að gera allt sem við getum,“ segir hann og ítrekar að þarna sé ekki aðeins um göngustíg að ræða heldur einnig aðkomu neyðarbíla. Ámundi segist skilja að íbúum sé brugðið en að þetta ætti ekki að koma þeim að óvörum. „Við teljum að við séum að gera þetta allt eftir bókinni; þetta hafi legið fyrir, fólki hafi mátt vera þetta ljóst,“ segir Ámundi, enda hafi fyrstu fundir um málið verið haldnir árið 2022.
Skipulag Reykjavík Vöruskemma við Álfabakka Bítið Eldri borgarar Félagasamtök Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira