„Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. júlí 2025 12:03 Brynjar Björn og Sölvi Geir, þjálfarar Víkings, eru búnir að greina fyrri leikinn og orðnir spenntir fyrir seinni leiknum. vísir / lýður / diego Sölvi Geir Ottesen og Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfarar Víkings, voru báðir nokkuð ánægðir með fyrri leik liðsins gegn Malisheva í undankeppni Sambandsdeildinnar en sammála um að Víkingarnir hefðu mátt gera betur í seinni hálfleiknum. Víkingur hélt hreinu og vann eins marks sigur í fyrri leiknum. Nikolaj Hansen skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Sáttur með margt en hefði viljað hafa meiri stjórn í seinni Sölvi Geir sagði alla leikmenn liðsins sem tóku þátt í fyrri leiknum vera fríska og góða, engin ný meiðsli í hópnum til að hafa áhyggjur af og allir klárir í seinni leikinn. Víkingarnir flugu heim frá Kósovó á föstudaginn, tóku sér gott helgarfrí og æfðu síðan á fullu alla vikuna. Sölvi var sáttur með margt í leiknum ytra, en hefði viljað halda betri stjórn í seinni hálfleiknum. „Ég var bara mjög sáttur með margt í fyrri leiknum. Við renndum svolítið blint inn í þennan leik, fengum takmarkað efni af þeim, engu að síður mjög gott efni því þeir mættu nokkurn veginn eins og við bjuggumst við þeim. Við vorum búnir að sjá leiki með þeim þar sem þeir stjórnuðu leiknum mikið, við fengum ekki mikið að sjá hvernig þeir pressa andstæðinginn og svoleiðis. Það kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu en við leystum vel úr því, sérstaklega í fyrri hálfleik. Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings. vísir / vilhelm Síðan hefðum við getað gert betur í seinni hálfleik, en það er oft þannig þegar þú kemst yfir að þú vilt fara að verja og telur löngu boltana öruggari leið, en það er svo sannarlega ekki þannig. Þá býðurðu leiknum í tilviljanakenndan fótbolta og þeir fengu full mikið af fyrirgjöfum og hornspyrnum, sem við komum í veg fyrir í fyrri hálfleiknum. Við verðum að vita af því og gera betur.“ Klippa: Sölvi Geir fyrir seinni leikinn gegn Malisheva Maður á mann vörn sem gefur ákveðin svæði „Við erum búnir að fara út og vitum töluvert meira um liðið núna. Við vorum vel undirbúnir fyrir þann leik og erum enn betur undirbúnir fyrir seinni leikinn“ sagði Brynjar Björn. Hverju komust þið að úti í Kósovó? „Þeir enduðu á að spila maður á mann vörn og það gaf okkur ákveðin svæði sem við hefðum getað spilað í. Við spiluðum samt sem áður góðan leik heilt yfir. Við höfum bara aðeins betri mynd af því hvað getur opnast fyrir okkur og hvernig við getum nýtt okkur það til að skora fleiri mörk.“ Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari Víkings.vísir / lýður Brynjar var sammála Sölva um að seinni hálfleikurinn hefði mátt fara betur en kenndi einbeitingarleysi um. „Við slökktum aðeins á okkur, andlega. Vorum á fullri ferð og með fulla einbeitingu, svo fundum við að við höfðum full tök á leiknum. En þó við gerum það, þá verðum við að klára níutíu mínúturnar á fullu gasi.“ Klippa: Brynjar Björn fyrir seinni leikinn gegn Malisheva Viðtöl við báða þjálfara Víkings má sjá í spilaranum hér að ofan. Seinni leikur Víkings gegn Malisheva fer svo fram í kvöld og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport frá 18:35. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Víkingur hélt hreinu og vann eins marks sigur í fyrri leiknum. Nikolaj Hansen skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Sáttur með margt en hefði viljað hafa meiri stjórn í seinni Sölvi Geir sagði alla leikmenn liðsins sem tóku þátt í fyrri leiknum vera fríska og góða, engin ný meiðsli í hópnum til að hafa áhyggjur af og allir klárir í seinni leikinn. Víkingarnir flugu heim frá Kósovó á föstudaginn, tóku sér gott helgarfrí og æfðu síðan á fullu alla vikuna. Sölvi var sáttur með margt í leiknum ytra, en hefði viljað halda betri stjórn í seinni hálfleiknum. „Ég var bara mjög sáttur með margt í fyrri leiknum. Við renndum svolítið blint inn í þennan leik, fengum takmarkað efni af þeim, engu að síður mjög gott efni því þeir mættu nokkurn veginn eins og við bjuggumst við þeim. Við vorum búnir að sjá leiki með þeim þar sem þeir stjórnuðu leiknum mikið, við fengum ekki mikið að sjá hvernig þeir pressa andstæðinginn og svoleiðis. Það kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu en við leystum vel úr því, sérstaklega í fyrri hálfleik. Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings. vísir / vilhelm Síðan hefðum við getað gert betur í seinni hálfleik, en það er oft þannig þegar þú kemst yfir að þú vilt fara að verja og telur löngu boltana öruggari leið, en það er svo sannarlega ekki þannig. Þá býðurðu leiknum í tilviljanakenndan fótbolta og þeir fengu full mikið af fyrirgjöfum og hornspyrnum, sem við komum í veg fyrir í fyrri hálfleiknum. Við verðum að vita af því og gera betur.“ Klippa: Sölvi Geir fyrir seinni leikinn gegn Malisheva Maður á mann vörn sem gefur ákveðin svæði „Við erum búnir að fara út og vitum töluvert meira um liðið núna. Við vorum vel undirbúnir fyrir þann leik og erum enn betur undirbúnir fyrir seinni leikinn“ sagði Brynjar Björn. Hverju komust þið að úti í Kósovó? „Þeir enduðu á að spila maður á mann vörn og það gaf okkur ákveðin svæði sem við hefðum getað spilað í. Við spiluðum samt sem áður góðan leik heilt yfir. Við höfum bara aðeins betri mynd af því hvað getur opnast fyrir okkur og hvernig við getum nýtt okkur það til að skora fleiri mörk.“ Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari Víkings.vísir / lýður Brynjar var sammála Sölva um að seinni hálfleikurinn hefði mátt fara betur en kenndi einbeitingarleysi um. „Við slökktum aðeins á okkur, andlega. Vorum á fullri ferð og með fulla einbeitingu, svo fundum við að við höfðum full tök á leiknum. En þó við gerum það, þá verðum við að klára níutíu mínúturnar á fullu gasi.“ Klippa: Brynjar Björn fyrir seinni leikinn gegn Malisheva Viðtöl við báða þjálfara Víkings má sjá í spilaranum hér að ofan. Seinni leikur Víkings gegn Malisheva fer svo fram í kvöld og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport frá 18:35.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira