„Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Hinrik Wöhler skrifar 17. júlí 2025 22:24 Oliver Sigurjónsson í baráttunni fyrr á tímabilinu. Vísir/Pawel Afturelding og Fram skildu jöfn í Bestu-deild karla í kvöld þegar liðin mættust í Mosfellsbæ. Oliver Sigurjónsson lék allan leikinn á miðjunni hjá Mosfellingum og telur að úrslitin hafi gefið rétta mynd af leiknum. „Ég held að þetta hafi verið nokkuð sanngjörn úrslit. Þeir eru skemmtilegir, þeir eru hybrid, þeir eru stundum 5-4-1 og stundum 5-3-2. Það er erfitt að lesa þá og mikið af stöðuskiptingum, mjög skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram,“ sagði miðjumaðurinn í leikslok. Mosfellingur brutu ísinn í upphafi seinni hálfleiks eftir fremur rólegan fyrri hálfleik. Framarar svöruðu með marki skömmu síðar og það varð niðurstaðan. „Þeir eru með Simon Tibbling sem mér finnst einn besti leikmaðurinn í deildinni en við náðum að halda honum niðri. Þegar við náðum því fór hættan af miðjunni en ég tel að við höfum spilað fínan leik og auðvitað vildum við vinna en ég held að þetta hafi verið sanngjörn úrslit,“ bætti Oliver við. „Ég get ekki orðað að ég sé sáttur með stigið, ég hefði viljað vinna. Við náðum ekki alveg að stíga upp og enduðum frekar neðarlega og vorum ekki nægilega góðir í seinni hálfleik, að koma okkur ofar á völlinn.“ Oliver er bjartsýnn fyrir framhaldinu en það eru ákveðin atriði sem hann sér tækifæri til að bæta í leik Aftureldingar. „Við vorum með allt of hraðar sóknir og það er eitthvað sem við þurfum að bæta. Við viljum fara hratt en ekki of hratt svo liðið sé með, þegar við töpuðum boltann var of langt bak við þá fannst mér,“ sagði Oliver um leik kvöldsins. „Mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög sterkur af okkar hálfu og að mig minnir hefðum getað skorað fleiri mörk. Við ætlum að byggja ofan á þessu, erum jákvæðir.“ Líður vel í stóru hlutverki í Mosfellsbæ Oliver kom frá Breiðabliki fyrir þetta tímabil og hefur leikið stórt hlutverk með Mosfellingum. Hann glímdi þó við meiðsli á vormánuðum en er kominn heill til baka að eigin sögn. „Mér líður bara vel og er koma sterkur til baka. Ógeðslega gaman að spila fótbolta og hvað þá í 90 mínútur. Mér finnst ég vera í stóru hlutverk í Aftureldingu og líður hrikalega vel. Líkaminn er góður og bara byggja ofan á þetta. Þetta er nóg af leikjum eftir og væri gaman að safna fleiri stigum og koma okkur ofar í töflunni,“ sagði Oliver að lokum. Besta deild karla Afturelding Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
„Ég held að þetta hafi verið nokkuð sanngjörn úrslit. Þeir eru skemmtilegir, þeir eru hybrid, þeir eru stundum 5-4-1 og stundum 5-3-2. Það er erfitt að lesa þá og mikið af stöðuskiptingum, mjög skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram,“ sagði miðjumaðurinn í leikslok. Mosfellingur brutu ísinn í upphafi seinni hálfleiks eftir fremur rólegan fyrri hálfleik. Framarar svöruðu með marki skömmu síðar og það varð niðurstaðan. „Þeir eru með Simon Tibbling sem mér finnst einn besti leikmaðurinn í deildinni en við náðum að halda honum niðri. Þegar við náðum því fór hættan af miðjunni en ég tel að við höfum spilað fínan leik og auðvitað vildum við vinna en ég held að þetta hafi verið sanngjörn úrslit,“ bætti Oliver við. „Ég get ekki orðað að ég sé sáttur með stigið, ég hefði viljað vinna. Við náðum ekki alveg að stíga upp og enduðum frekar neðarlega og vorum ekki nægilega góðir í seinni hálfleik, að koma okkur ofar á völlinn.“ Oliver er bjartsýnn fyrir framhaldinu en það eru ákveðin atriði sem hann sér tækifæri til að bæta í leik Aftureldingar. „Við vorum með allt of hraðar sóknir og það er eitthvað sem við þurfum að bæta. Við viljum fara hratt en ekki of hratt svo liðið sé með, þegar við töpuðum boltann var of langt bak við þá fannst mér,“ sagði Oliver um leik kvöldsins. „Mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög sterkur af okkar hálfu og að mig minnir hefðum getað skorað fleiri mörk. Við ætlum að byggja ofan á þessu, erum jákvæðir.“ Líður vel í stóru hlutverki í Mosfellsbæ Oliver kom frá Breiðabliki fyrir þetta tímabil og hefur leikið stórt hlutverk með Mosfellingum. Hann glímdi þó við meiðsli á vormánuðum en er kominn heill til baka að eigin sögn. „Mér líður bara vel og er koma sterkur til baka. Ógeðslega gaman að spila fótbolta og hvað þá í 90 mínútur. Mér finnst ég vera í stóru hlutverk í Aftureldingu og líður hrikalega vel. Líkaminn er góður og bara byggja ofan á þetta. Þetta er nóg af leikjum eftir og væri gaman að safna fleiri stigum og koma okkur ofar í töflunni,“ sagði Oliver að lokum.
Besta deild karla Afturelding Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira