Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2025 10:00 Hetjur enska landsliðsins í gær. Hannah Hampton markvörður sem fór á kostum í vítakeppninni og Chloe Kelly sem breytti leiknum um leið og hún kom inn á völlinn. Getty/Maja Hitij Enska knattspyrnukonan Chloe Kelly átti magnaða innkomu í gærkvöldi í endurkomu enska landsliðsins í átta liða úrslitum Evrópumótsins í Sviss. Kelly kom inn á sem varamaður á 78. mínútu þegar Svíþjóð var 2-0 yfir á móti enska landsliðinu. Það tók hana ekki langan tíma að breyta leiknum. Mínútu síðar var hún búin að leggja upp mark fyrir Lucy Bronze og Kelly átti síðan risaþátt í jöfnunarmark Michelle Agyemang á 81. mínútu. Boltinn féll fyrir Agyemang eftir fyrirgjöf Kelly. Leikurinn endaði 2-2 og fór í ótrúlega vítaspyrnukeppni þar sem leikmenn nýttu aðeins fimm af fjórtán vítum sínum. Kelly skoraði af miklu öryggi úr sinni vítaspyrnu og enska liðið vann vítakeppnina 3-2. Eins og þetta væri ekki nóg hjá Kelly til að stela fyrirsögnunum þá var hún þegar búin að tryggja sér nokkrar áður en hún kom inn á völlinn. Myndavélarnar voru nefnilega á Kelly þegar hún var að gera sig klára og var meðal annars að stilla af legghlífarnar sínar. Þar fór ekki framhjá neinum að hún var með brúðkaupsmyndina sína á annarri legghlífinni. Kelly giftist Scott Moore í júlí í fyrra. Á hinni legghlífinni er hún svo með hundana sína tvo. Þetta eru ekki fyrstu hetjudáðir Kelly á Evrópumóti því hún skoraði sigurmarkið þegar enska liðið tryggði sér Evrópumeistaratitilinn fyrir þremur árum. View this post on Instagram A post shared by The GIST USA (@thegistusa) EM 2025 í Sviss Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Sjá meira
Kelly kom inn á sem varamaður á 78. mínútu þegar Svíþjóð var 2-0 yfir á móti enska landsliðinu. Það tók hana ekki langan tíma að breyta leiknum. Mínútu síðar var hún búin að leggja upp mark fyrir Lucy Bronze og Kelly átti síðan risaþátt í jöfnunarmark Michelle Agyemang á 81. mínútu. Boltinn féll fyrir Agyemang eftir fyrirgjöf Kelly. Leikurinn endaði 2-2 og fór í ótrúlega vítaspyrnukeppni þar sem leikmenn nýttu aðeins fimm af fjórtán vítum sínum. Kelly skoraði af miklu öryggi úr sinni vítaspyrnu og enska liðið vann vítakeppnina 3-2. Eins og þetta væri ekki nóg hjá Kelly til að stela fyrirsögnunum þá var hún þegar búin að tryggja sér nokkrar áður en hún kom inn á völlinn. Myndavélarnar voru nefnilega á Kelly þegar hún var að gera sig klára og var meðal annars að stilla af legghlífarnar sínar. Þar fór ekki framhjá neinum að hún var með brúðkaupsmyndina sína á annarri legghlífinni. Kelly giftist Scott Moore í júlí í fyrra. Á hinni legghlífinni er hún svo með hundana sína tvo. Þetta eru ekki fyrstu hetjudáðir Kelly á Evrópumóti því hún skoraði sigurmarkið þegar enska liðið tryggði sér Evrópumeistaratitilinn fyrir þremur árum. View this post on Instagram A post shared by The GIST USA (@thegistusa)
EM 2025 í Sviss Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Sjá meira