Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Tómas Arnar Þorláksson skrifar 18. júlí 2025 22:31 Elvar Freyr Andrason, tíu ára, og Rejhana Bajramoska, átta ára. vísir/bjarni Tilraunaverkefni hjá ÍR býður börnum með skerta hreyfigetu upp á tækifæri til að prófa ýmsa leiki sem þau hafa kannski aldrei tekið þátt í. Verkefnastjóri segir of fá úrræði fyrir börn með hreyfihömlun á sumrin sem sitji of oft á hakanum á meðan önnur börn sækja námskeiði. Um er að ræða leikjanámskeið í samstarfi við Allir með þar sem börn fá afnot af sérstökum hjólastólum fyrir íþróttaiðkun. Er boðið upp á ýmislegt sem börnin hafa mögulega aldrei fengið tækifæri til að prófa áður og fundið íþrótt sem þau hafa gaman af. Eftir mikla hvatningu frá börnunum lét fréttamaður undan og skarst í leikinn við kátínu þeirra. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá þegar börnin tóku hann í gegn í skotbolta. Hvert barn fundið eitthvað við sitt hæfi Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir, verkefnastjóri á bak við námskeiðið, segir brýnt að bjóða upp á fleiri og fjölbreyttari úrræði fyrir börn með skerta hreyfigetu og bendir á að íþróttaiðkun meðal þeirra sé aðeins fjögur prósent. „Kemur í ljós að það er bara mjög takmarkað úrval ef þú ert með takmarkaða hreyfigetu. Af lausnum fyrir sumarið. Sem er bara stór vani í okkar íslenska samfélagi að öll börn eru á endalausum námskeiðum fyrir sumarið. Það er bara hvert einasta barn sem hefur verið á námskeiðinu sem hefur fundið einhverja nýja grein sem þau hafa smellpassað í. Við hjá ÍR erum svolítið að hvetja önnur íþróttafélög til að stíga inn í þetta með okkur. Það eru margar greinar sem koma til greina.“ Jóhanna Dýrun Jónsdóttir, verkefnastjóri og varaborgarfulltrúi Viðreisnar.Vísir/bjarni Hún segir félagslega hlutan einnig skipta sköpum. „Þess vegna er svo mikilvægt að koma með þetta inn í íþróttafélögin svo þau geti líka eins og vinir sínir tilheyrt félagi hverfisins. Já, ég er líka ÍR-ingur.“ Skemmta sér konunglega og eignast nýja vini Elvar Freyr Andrason, tíu ára, er meðal þeirra sem sóttu námskeiðið en hann segist hafa skemmt sér konunglega og eignast nýja vini. Hvað eruð þið búin að gera? „Við erum búin að fara í hjólastólarugbí, hjólastólakörfubolta, badminton og borðtennis og eitthvað. Fullt af einhverju. Ef þið eruð með krakka sem eru með eitthvað í fótunum eða eitthvað. Komið þá bara og prófið.“ Elvar Freyr Andrason, tíu ára.vísir/bjarni Hin átta ára Rejhana Bajramoska tekur undir orð Elvars. Ertu búin að prófa eitthvað í fyrsta skipti hérna á námskeiðinu? „Já bara mjög mikið.“ Hvað var í uppáhaldi? „Ég held að það væri rugbí sko. Er gaman að klessa á aðra? „Já!“ Rejhana Bajramoska, átta ára.vísir/bjarni Börn og uppeldi Málefni fatlaðs fólks Íþróttir barna ÍR Reykjavík Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Um er að ræða leikjanámskeið í samstarfi við Allir með þar sem börn fá afnot af sérstökum hjólastólum fyrir íþróttaiðkun. Er boðið upp á ýmislegt sem börnin hafa mögulega aldrei fengið tækifæri til að prófa áður og fundið íþrótt sem þau hafa gaman af. Eftir mikla hvatningu frá börnunum lét fréttamaður undan og skarst í leikinn við kátínu þeirra. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá þegar börnin tóku hann í gegn í skotbolta. Hvert barn fundið eitthvað við sitt hæfi Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir, verkefnastjóri á bak við námskeiðið, segir brýnt að bjóða upp á fleiri og fjölbreyttari úrræði fyrir börn með skerta hreyfigetu og bendir á að íþróttaiðkun meðal þeirra sé aðeins fjögur prósent. „Kemur í ljós að það er bara mjög takmarkað úrval ef þú ert með takmarkaða hreyfigetu. Af lausnum fyrir sumarið. Sem er bara stór vani í okkar íslenska samfélagi að öll börn eru á endalausum námskeiðum fyrir sumarið. Það er bara hvert einasta barn sem hefur verið á námskeiðinu sem hefur fundið einhverja nýja grein sem þau hafa smellpassað í. Við hjá ÍR erum svolítið að hvetja önnur íþróttafélög til að stíga inn í þetta með okkur. Það eru margar greinar sem koma til greina.“ Jóhanna Dýrun Jónsdóttir, verkefnastjóri og varaborgarfulltrúi Viðreisnar.Vísir/bjarni Hún segir félagslega hlutan einnig skipta sköpum. „Þess vegna er svo mikilvægt að koma með þetta inn í íþróttafélögin svo þau geti líka eins og vinir sínir tilheyrt félagi hverfisins. Já, ég er líka ÍR-ingur.“ Skemmta sér konunglega og eignast nýja vini Elvar Freyr Andrason, tíu ára, er meðal þeirra sem sóttu námskeiðið en hann segist hafa skemmt sér konunglega og eignast nýja vini. Hvað eruð þið búin að gera? „Við erum búin að fara í hjólastólarugbí, hjólastólakörfubolta, badminton og borðtennis og eitthvað. Fullt af einhverju. Ef þið eruð með krakka sem eru með eitthvað í fótunum eða eitthvað. Komið þá bara og prófið.“ Elvar Freyr Andrason, tíu ára.vísir/bjarni Hin átta ára Rejhana Bajramoska tekur undir orð Elvars. Ertu búin að prófa eitthvað í fyrsta skipti hérna á námskeiðinu? „Já bara mjög mikið.“ Hvað var í uppáhaldi? „Ég held að það væri rugbí sko. Er gaman að klessa á aðra? „Já!“ Rejhana Bajramoska, átta ára.vísir/bjarni
Börn og uppeldi Málefni fatlaðs fólks Íþróttir barna ÍR Reykjavík Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira