Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 19. júlí 2025 20:38 Aukin harka hefur færst í árásir Rússa að undanförnu. AP/Vadym Sarakhan Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti vill hitta Vladímir Pútín Rússlandsforseta og freista þess að koma friðarviðræðum aftur á skrið. Leiðtogarnir hafa ekki mæst augliti til auglitis frá því að Rússland gerði innrás í Úkraínu snemma árs 2022. Tvær tilraunir hafa verið gerðar til að koma friðarviðræðum af stað en báðar sigldu þær í strand. Þær voru haldnar í Istanbúl fyrir tilstilli tyrkneskra yfirvalda. Hvorki Selenskí né Pútín voru viðstaddir fundina en á fundinum var samið um fangaskipti. Í ávarpi til þjóðar sinnar í kvöld sagði Selenskí að viðræður krefðust þátttöku leiðtoga stríðandi þjóðanna. „Fundur beggja leiðtoga er nauðsynlegur til að tryggja frið - varanlegan frið,“ sagði hann. Þegar síðast var þess freistað að koma af stað friðarviðræðum strönduðu þær á kröfum Rússa, þeirra á meðal kröfum um að Úkraína afsalaði sér landsvæði og sniðgengi hernaðarstuðning frá vesturveldum. Þessu höfnuðu Úkraínumenn og töldu lítinn grundvöll til frekari viðræðna. Síðan hafa árásir Rússlands á lofti, láði og legi færst verulega í aukana. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur einnig fært meiri þunga í orðræðu sína í garð ráðamanna í Kreml. Hann hótaði þeim þungum tollum ef ekki tækist að semja um frið í Úkraínu innan fimmtíu daga. Var það fyrir fimm dögum síðan. Ljóst er þó að hótanir Bandaríkjaforseta hafi ekki sett allt á hliðina í Moskvu enda viðskiptasamband Rússlands og Bandaríkjanna ekki ýkja umfangsmikið. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Tvær tilraunir hafa verið gerðar til að koma friðarviðræðum af stað en báðar sigldu þær í strand. Þær voru haldnar í Istanbúl fyrir tilstilli tyrkneskra yfirvalda. Hvorki Selenskí né Pútín voru viðstaddir fundina en á fundinum var samið um fangaskipti. Í ávarpi til þjóðar sinnar í kvöld sagði Selenskí að viðræður krefðust þátttöku leiðtoga stríðandi þjóðanna. „Fundur beggja leiðtoga er nauðsynlegur til að tryggja frið - varanlegan frið,“ sagði hann. Þegar síðast var þess freistað að koma af stað friðarviðræðum strönduðu þær á kröfum Rússa, þeirra á meðal kröfum um að Úkraína afsalaði sér landsvæði og sniðgengi hernaðarstuðning frá vesturveldum. Þessu höfnuðu Úkraínumenn og töldu lítinn grundvöll til frekari viðræðna. Síðan hafa árásir Rússlands á lofti, láði og legi færst verulega í aukana. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur einnig fært meiri þunga í orðræðu sína í garð ráðamanna í Kreml. Hann hótaði þeim þungum tollum ef ekki tækist að semja um frið í Úkraínu innan fimmtíu daga. Var það fyrir fimm dögum síðan. Ljóst er þó að hótanir Bandaríkjaforseta hafi ekki sett allt á hliðina í Moskvu enda viðskiptasamband Rússlands og Bandaríkjanna ekki ýkja umfangsmikið.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira