Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. júlí 2025 15:38 Smilla Holmberg var algjörlega niðurbrotin eftir vítaklúðrið en hún er aðeins átján ára gömul og á sínu fyrsta stórmóti á ferlinum. Getty/EyesWideOpen Hin átján ára gamla Smilla Holmberg var skúrkurinn þegar sænska kvennalandsliðið datt út á Evrópumótinu í Sviss eftir tap á móti Englandi í vítakeppni. Svíar voru svo nálægt því að komast í undanúrslitin en þær sænsku misstu niður tveggja marka forskot í leiknum sjálfum og þrjú af fimm klúðrum þeirra í vítakeppninni var þegar mark hefði tryggt þeim sæti í undanúrslitum. Holmberg fór á vítapunktinn í sjöundu spyrnu þegar hún varð að skora til að halda sænska liðinu á lífi í vítakeppninni en hún skaut þá yfir. Hún var sú fimmta í liðinu sem klikkaði á víti en það var hennar klikk sem réði þó endanlega úrslitum. @Sportbladet Hún brotnaði algjörlega niður í kjölfarið en liðsfélagarnir reyndu sitt besta til að hugga hana. Nú hefur Smilla Holmberg tjáð sig í fyrsta sinn opinberlega. „Það greip mann svo mikill tómleikatilfinning að þetta skildi ekki hafa farið eins og ég og allir sáum fyrir okkur. Mér fannst við geta gert svo miklu meira á þessu móti,“ sagði Smilla Holmberg við P4 Stockholm. „Þetta var sorgleg leið til að detta úr leik og auðvitað eru það gríðarleg vonbrigði að ég skuli hafa klikkað á vítaspyrnunni. Það mun taka langan tíma að melta þetta,“ sagði Smilla. „Auðvitað mun ég samt taka víti aftur. Að þora að taka þá ábyrgð er hluti af því að verða góður fótboltamaður. Þetta er hluti af því að læra og þroskast sem leikmaður og manneskja,“ sagði Smilla. Hún hefur fengið mikinn stuðning eftir þetta erfiða kvöld og fékk meðal annars skilaboð frá sænsku goðsögninni Zlatan Ibrahimovic. „Hann hefur verið fyrirmyndin mín allt mitt líf eða alveg síðan ég var smástelpa. Það er frábært að svo margir, og þar á meðal hann, hafa sent mér skilaboð. Ég er þakklát fyrir það því það skiptir miklu máli,“ sagði Smilla. EM 2025 í Sviss Sænski boltinn Tengdar fréttir Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Zlatan Ibrahimovic fann, eins og fleiri, mikið til með sænsku knattspyrnukonunni Smillu Holmberg eftir tap sænska kvennalandsliðsins í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Sviss. 19. júlí 2025 09:30 Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Lars Lagerbäck kom sænska landsliðsþjálfaranum Peter Gerhardsson til varnar eftir að sænska kvennalandsliðið missti niður tveggja marka forystu í átta liða úrslitunum á móti Englandi í gærkvöldi. 18. júlí 2025 15:18 „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Svíar eru úr leik á Evrópumeistaramóti kvenna í fótbolta í Sviss eftir tap á móti Englandi í vítakeppni í átta liða úrslitum í gærkvöldi. Skúrkur sænska liðsins var yngsti leikmaður þess. 18. júlí 2025 08:01 Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Fleiri fréttir Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Sjá meira
Svíar voru svo nálægt því að komast í undanúrslitin en þær sænsku misstu niður tveggja marka forskot í leiknum sjálfum og þrjú af fimm klúðrum þeirra í vítakeppninni var þegar mark hefði tryggt þeim sæti í undanúrslitum. Holmberg fór á vítapunktinn í sjöundu spyrnu þegar hún varð að skora til að halda sænska liðinu á lífi í vítakeppninni en hún skaut þá yfir. Hún var sú fimmta í liðinu sem klikkaði á víti en það var hennar klikk sem réði þó endanlega úrslitum. @Sportbladet Hún brotnaði algjörlega niður í kjölfarið en liðsfélagarnir reyndu sitt besta til að hugga hana. Nú hefur Smilla Holmberg tjáð sig í fyrsta sinn opinberlega. „Það greip mann svo mikill tómleikatilfinning að þetta skildi ekki hafa farið eins og ég og allir sáum fyrir okkur. Mér fannst við geta gert svo miklu meira á þessu móti,“ sagði Smilla Holmberg við P4 Stockholm. „Þetta var sorgleg leið til að detta úr leik og auðvitað eru það gríðarleg vonbrigði að ég skuli hafa klikkað á vítaspyrnunni. Það mun taka langan tíma að melta þetta,“ sagði Smilla. „Auðvitað mun ég samt taka víti aftur. Að þora að taka þá ábyrgð er hluti af því að verða góður fótboltamaður. Þetta er hluti af því að læra og þroskast sem leikmaður og manneskja,“ sagði Smilla. Hún hefur fengið mikinn stuðning eftir þetta erfiða kvöld og fékk meðal annars skilaboð frá sænsku goðsögninni Zlatan Ibrahimovic. „Hann hefur verið fyrirmyndin mín allt mitt líf eða alveg síðan ég var smástelpa. Það er frábært að svo margir, og þar á meðal hann, hafa sent mér skilaboð. Ég er þakklát fyrir það því það skiptir miklu máli,“ sagði Smilla.
EM 2025 í Sviss Sænski boltinn Tengdar fréttir Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Zlatan Ibrahimovic fann, eins og fleiri, mikið til með sænsku knattspyrnukonunni Smillu Holmberg eftir tap sænska kvennalandsliðsins í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Sviss. 19. júlí 2025 09:30 Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Lars Lagerbäck kom sænska landsliðsþjálfaranum Peter Gerhardsson til varnar eftir að sænska kvennalandsliðið missti niður tveggja marka forystu í átta liða úrslitunum á móti Englandi í gærkvöldi. 18. júlí 2025 15:18 „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Svíar eru úr leik á Evrópumeistaramóti kvenna í fótbolta í Sviss eftir tap á móti Englandi í vítakeppni í átta liða úrslitum í gærkvöldi. Skúrkur sænska liðsins var yngsti leikmaður þess. 18. júlí 2025 08:01 Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Fleiri fréttir Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Sjá meira
Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Zlatan Ibrahimovic fann, eins og fleiri, mikið til með sænsku knattspyrnukonunni Smillu Holmberg eftir tap sænska kvennalandsliðsins í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Sviss. 19. júlí 2025 09:30
Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Lars Lagerbäck kom sænska landsliðsþjálfaranum Peter Gerhardsson til varnar eftir að sænska kvennalandsliðið missti niður tveggja marka forystu í átta liða úrslitunum á móti Englandi í gærkvöldi. 18. júlí 2025 15:18
„Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Svíar eru úr leik á Evrópumeistaramóti kvenna í fótbolta í Sviss eftir tap á móti Englandi í vítakeppni í átta liða úrslitum í gærkvöldi. Skúrkur sænska liðsins var yngsti leikmaður þess. 18. júlí 2025 08:01