„Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. júlí 2025 21:47 Túfa hefur talið dagana og þurft að telja ansi lengi en Valsmenn eru nú loks búnir að tylla sér á toppinn. Vísir/diego Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, var ánægður með að enda 1435 daga langa bið Valsmanna eftir því að komast í efsta sæti Bestu deildarinnar. Valsmönnum tókst það með 1-2 sigri gegn Víkingi í kvöld. Túfa segir Valsliðið vera að þroskast og að laga marga hluti sem hefur vantað síðustu ár. Þroskamerki að ná aftur stjórn eftir jöfnunarmarkið Valur komst marki yfir eftir fjörutíu mínútna leik, sem hafði verið frekar lokaður fram að því. Víkingur lenti svo manni færri skömmu síðar en tókst samt að jafna í seinni hálfleik. Jafntefli virtist ætla að verða niðurstaðan þangað til Patrick Pedersen skoraði sigurmarkið á lokamínútunum. „Mér fannst við mæta vel í fyrri hálfleikinn, eftir að hafa spilað einhverja sjö eða átta leiki á tuttugu dögum. Mikil orka í liðinu, samstaða og leikplanið gekk upp. Við lögðum leikinn þannig upp að við vildum gera út af við hann í fyrri hálfleik. Ég var pínu ósáttur með hvernig við byrjuðum seinni hálfleik, við fórum aðeins úr skipulaginu sem við lögðum upp með ellefu gegn tíu. Hleyptum þeim inn í leikinn en á endanum náðum við aftur stjórn. Það sýnir að liðið er að þroskast og laga marga hluti sem hefur vantað hjá Val undanfarin ár. Við sýndum í kvöld að við erum á réttri leið“ sagði Túfa í viðtali við Gunnlaug Jónsson á Sýn Sport strax eftir leik. Valsmenn í toppstandi og allir að róa í sömu átt Túfa talaði um hluti sem hefur vantað hjá Valsliðinu síðustu ár. Gunnlaugur greip orðið og spurði hann nánar út í hvað hefði breyst. „Tvö helstu markmiðin voru að koma liðinu í toppstand, sem sést á leikmönnum. Ekkert lið í Evrópu hefur spilað fleiri leiki en við, tveir bikarleikir ofan í Evróputörnina. Hitt markmiðið var að ná samstöðu, að menn skilji að eina leiðin til að ná árangri er ef allir róa í sömu átt og róa mjög hart. Við misstum aldrei sjónar eða trú því, jafnvel í byrjun tímabils þegar ég opnaði fjölmiðla átti að vera rekinn. Þá misstum við þjálfarateymið, liðið og stjórnin aldrei trú á því sem við erum að gera. Þá uppsker maður yfirleitt. En enn og aftur, þetta er bara örlítið meira en hálfnað. Við erum búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn. Ég er mjög stoltur af liðinu, komum heim fyrir einum og hálfum degi eftir leikinn á fimmtudagskvöld og erum að fara snemma í nótt aftur út í næsta verkefni. En þessi hópur fer létt með það.“ Tekur hatt sinn að ofan fyrir Patrick Pedersen Patrick Pedersen skoraði sigurmarkið en komst annars lítið inn í leikinn og virtist svo vera meiddur þegar hann var tekinn af velli skömmu síðar. „Það er búið að vera smá vandamál, sem hann er búinn að glíma við í langan tíma. Leikplanið hefur verið þannig að við áttum ekkert tækifæri til að hvíla hann. En hann er að koma sterkur til baka, spilaði ekki síðasta leik en náði tæpum níutíu mínútum í dag og skoraði gott mark. Patrick heldur bara áfram að gera það sem hann hefur gert fyrir Val allan þennan tíma og ég tek bara hatt minn að ofan fyrir honum“ sagði Túfa að lokum. Besta deild karla Valur Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sjá meira
Þroskamerki að ná aftur stjórn eftir jöfnunarmarkið Valur komst marki yfir eftir fjörutíu mínútna leik, sem hafði verið frekar lokaður fram að því. Víkingur lenti svo manni færri skömmu síðar en tókst samt að jafna í seinni hálfleik. Jafntefli virtist ætla að verða niðurstaðan þangað til Patrick Pedersen skoraði sigurmarkið á lokamínútunum. „Mér fannst við mæta vel í fyrri hálfleikinn, eftir að hafa spilað einhverja sjö eða átta leiki á tuttugu dögum. Mikil orka í liðinu, samstaða og leikplanið gekk upp. Við lögðum leikinn þannig upp að við vildum gera út af við hann í fyrri hálfleik. Ég var pínu ósáttur með hvernig við byrjuðum seinni hálfleik, við fórum aðeins úr skipulaginu sem við lögðum upp með ellefu gegn tíu. Hleyptum þeim inn í leikinn en á endanum náðum við aftur stjórn. Það sýnir að liðið er að þroskast og laga marga hluti sem hefur vantað hjá Val undanfarin ár. Við sýndum í kvöld að við erum á réttri leið“ sagði Túfa í viðtali við Gunnlaug Jónsson á Sýn Sport strax eftir leik. Valsmenn í toppstandi og allir að róa í sömu átt Túfa talaði um hluti sem hefur vantað hjá Valsliðinu síðustu ár. Gunnlaugur greip orðið og spurði hann nánar út í hvað hefði breyst. „Tvö helstu markmiðin voru að koma liðinu í toppstand, sem sést á leikmönnum. Ekkert lið í Evrópu hefur spilað fleiri leiki en við, tveir bikarleikir ofan í Evróputörnina. Hitt markmiðið var að ná samstöðu, að menn skilji að eina leiðin til að ná árangri er ef allir róa í sömu átt og róa mjög hart. Við misstum aldrei sjónar eða trú því, jafnvel í byrjun tímabils þegar ég opnaði fjölmiðla átti að vera rekinn. Þá misstum við þjálfarateymið, liðið og stjórnin aldrei trú á því sem við erum að gera. Þá uppsker maður yfirleitt. En enn og aftur, þetta er bara örlítið meira en hálfnað. Við erum búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn. Ég er mjög stoltur af liðinu, komum heim fyrir einum og hálfum degi eftir leikinn á fimmtudagskvöld og erum að fara snemma í nótt aftur út í næsta verkefni. En þessi hópur fer létt með það.“ Tekur hatt sinn að ofan fyrir Patrick Pedersen Patrick Pedersen skoraði sigurmarkið en komst annars lítið inn í leikinn og virtist svo vera meiddur þegar hann var tekinn af velli skömmu síðar. „Það er búið að vera smá vandamál, sem hann er búinn að glíma við í langan tíma. Leikplanið hefur verið þannig að við áttum ekkert tækifæri til að hvíla hann. En hann er að koma sterkur til baka, spilaði ekki síðasta leik en náði tæpum níutíu mínútum í dag og skoraði gott mark. Patrick heldur bara áfram að gera það sem hann hefur gert fyrir Val allan þennan tíma og ég tek bara hatt minn að ofan fyrir honum“ sagði Túfa að lokum.
Besta deild karla Valur Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn