„Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. júlí 2025 21:47 Túfa hefur talið dagana og þurft að telja ansi lengi en Valsmenn eru nú loks búnir að tylla sér á toppinn. Vísir/diego Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, var ánægður með að enda 1435 daga langa bið Valsmanna eftir því að komast í efsta sæti Bestu deildarinnar. Valsmönnum tókst það með 1-2 sigri gegn Víkingi í kvöld. Túfa segir Valsliðið vera að þroskast og að laga marga hluti sem hefur vantað síðustu ár. Þroskamerki að ná aftur stjórn eftir jöfnunarmarkið Valur komst marki yfir eftir fjörutíu mínútna leik, sem hafði verið frekar lokaður fram að því. Víkingur lenti svo manni færri skömmu síðar en tókst samt að jafna í seinni hálfleik. Jafntefli virtist ætla að verða niðurstaðan þangað til Patrick Pedersen skoraði sigurmarkið á lokamínútunum. „Mér fannst við mæta vel í fyrri hálfleikinn, eftir að hafa spilað einhverja sjö eða átta leiki á tuttugu dögum. Mikil orka í liðinu, samstaða og leikplanið gekk upp. Við lögðum leikinn þannig upp að við vildum gera út af við hann í fyrri hálfleik. Ég var pínu ósáttur með hvernig við byrjuðum seinni hálfleik, við fórum aðeins úr skipulaginu sem við lögðum upp með ellefu gegn tíu. Hleyptum þeim inn í leikinn en á endanum náðum við aftur stjórn. Það sýnir að liðið er að þroskast og laga marga hluti sem hefur vantað hjá Val undanfarin ár. Við sýndum í kvöld að við erum á réttri leið“ sagði Túfa í viðtali við Gunnlaug Jónsson á Sýn Sport strax eftir leik. Valsmenn í toppstandi og allir að róa í sömu átt Túfa talaði um hluti sem hefur vantað hjá Valsliðinu síðustu ár. Gunnlaugur greip orðið og spurði hann nánar út í hvað hefði breyst. „Tvö helstu markmiðin voru að koma liðinu í toppstand, sem sést á leikmönnum. Ekkert lið í Evrópu hefur spilað fleiri leiki en við, tveir bikarleikir ofan í Evróputörnina. Hitt markmiðið var að ná samstöðu, að menn skilji að eina leiðin til að ná árangri er ef allir róa í sömu átt og róa mjög hart. Við misstum aldrei sjónar eða trú því, jafnvel í byrjun tímabils þegar ég opnaði fjölmiðla átti að vera rekinn. Þá misstum við þjálfarateymið, liðið og stjórnin aldrei trú á því sem við erum að gera. Þá uppsker maður yfirleitt. En enn og aftur, þetta er bara örlítið meira en hálfnað. Við erum búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn. Ég er mjög stoltur af liðinu, komum heim fyrir einum og hálfum degi eftir leikinn á fimmtudagskvöld og erum að fara snemma í nótt aftur út í næsta verkefni. En þessi hópur fer létt með það.“ Tekur hatt sinn að ofan fyrir Patrick Pedersen Patrick Pedersen skoraði sigurmarkið en komst annars lítið inn í leikinn og virtist svo vera meiddur þegar hann var tekinn af velli skömmu síðar. „Það er búið að vera smá vandamál, sem hann er búinn að glíma við í langan tíma. Leikplanið hefur verið þannig að við áttum ekkert tækifæri til að hvíla hann. En hann er að koma sterkur til baka, spilaði ekki síðasta leik en náði tæpum níutíu mínútum í dag og skoraði gott mark. Patrick heldur bara áfram að gera það sem hann hefur gert fyrir Val allan þennan tíma og ég tek bara hatt minn að ofan fyrir honum“ sagði Túfa að lokum. Besta deild karla Valur Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Sjá meira
Þroskamerki að ná aftur stjórn eftir jöfnunarmarkið Valur komst marki yfir eftir fjörutíu mínútna leik, sem hafði verið frekar lokaður fram að því. Víkingur lenti svo manni færri skömmu síðar en tókst samt að jafna í seinni hálfleik. Jafntefli virtist ætla að verða niðurstaðan þangað til Patrick Pedersen skoraði sigurmarkið á lokamínútunum. „Mér fannst við mæta vel í fyrri hálfleikinn, eftir að hafa spilað einhverja sjö eða átta leiki á tuttugu dögum. Mikil orka í liðinu, samstaða og leikplanið gekk upp. Við lögðum leikinn þannig upp að við vildum gera út af við hann í fyrri hálfleik. Ég var pínu ósáttur með hvernig við byrjuðum seinni hálfleik, við fórum aðeins úr skipulaginu sem við lögðum upp með ellefu gegn tíu. Hleyptum þeim inn í leikinn en á endanum náðum við aftur stjórn. Það sýnir að liðið er að þroskast og laga marga hluti sem hefur vantað hjá Val undanfarin ár. Við sýndum í kvöld að við erum á réttri leið“ sagði Túfa í viðtali við Gunnlaug Jónsson á Sýn Sport strax eftir leik. Valsmenn í toppstandi og allir að róa í sömu átt Túfa talaði um hluti sem hefur vantað hjá Valsliðinu síðustu ár. Gunnlaugur greip orðið og spurði hann nánar út í hvað hefði breyst. „Tvö helstu markmiðin voru að koma liðinu í toppstand, sem sést á leikmönnum. Ekkert lið í Evrópu hefur spilað fleiri leiki en við, tveir bikarleikir ofan í Evróputörnina. Hitt markmiðið var að ná samstöðu, að menn skilji að eina leiðin til að ná árangri er ef allir róa í sömu átt og róa mjög hart. Við misstum aldrei sjónar eða trú því, jafnvel í byrjun tímabils þegar ég opnaði fjölmiðla átti að vera rekinn. Þá misstum við þjálfarateymið, liðið og stjórnin aldrei trú á því sem við erum að gera. Þá uppsker maður yfirleitt. En enn og aftur, þetta er bara örlítið meira en hálfnað. Við erum búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn. Ég er mjög stoltur af liðinu, komum heim fyrir einum og hálfum degi eftir leikinn á fimmtudagskvöld og erum að fara snemma í nótt aftur út í næsta verkefni. En þessi hópur fer létt með það.“ Tekur hatt sinn að ofan fyrir Patrick Pedersen Patrick Pedersen skoraði sigurmarkið en komst annars lítið inn í leikinn og virtist svo vera meiddur þegar hann var tekinn af velli skömmu síðar. „Það er búið að vera smá vandamál, sem hann er búinn að glíma við í langan tíma. Leikplanið hefur verið þannig að við áttum ekkert tækifæri til að hvíla hann. En hann er að koma sterkur til baka, spilaði ekki síðasta leik en náði tæpum níutíu mínútum í dag og skoraði gott mark. Patrick heldur bara áfram að gera það sem hann hefur gert fyrir Val allan þennan tíma og ég tek bara hatt minn að ofan fyrir honum“ sagði Túfa að lokum.
Besta deild karla Valur Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Sjá meira