Fótbolti

Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Mikel Arteta segir að Arsenal þurfi enn að styrkja hópinn fyrir komandi tímabil.
Mikel Arteta segir að Arsenal þurfi enn að styrkja hópinn fyrir komandi tímabil. Stuart MacFarlane/Arsenal FC via Getty Images

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að liðinu vanti enn nokkra leikmenn í viðbót áður en félagsskiptaglugginn lokar.

Arsenal hefur nú þegar keypt leikmenn fyrir 123,5 milljónir punda, eða rúmlega 20,3 milljarða króna. Félagið er búið að ganga frá kaupum á markverðinum Kepa Arrizabalaga, miðjumönnunum Martin Zubimendi og Christian Nørgaard og vængmanninum Noni Madueke.

Þá eru samningaviðræður Arsenal við sænska framherjann Viktor Gyökeres langt komnar og félagið vinnur einnig í því að fá varnarmanninn Christian Mosquera frá Valencia.

Þrátt fyrir það segir Arteta að félagið sé ekki hætt á félagsskiptamarkaðnum í sumar.

„Það er enn langt í að glugginn loki og við erum enn að leita,“ sagði Arteta á blaðamannafundi sem haldinn var fyrir æfingaferð Arsenal til Asíu.

„Okkur vantar enn fleiri leikmenn og við verðum að auka dýpt og fæði hópsins. Við erum alltaf að skoða hvað markaðurinn hefur upp á að bjóða.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×