„Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. júlí 2025 12:16 Halldór Árnason er vel stemmdur fyrir stórleiknum í Póllandi. vísir Breiðablik spilar í kvöld fjölmennasta leik í sögu félagsins, á útivelli gegn pólsku meisturunum Lech Poznan í undankeppni Meistaradeildarinnar. Halldór Árnason, þjálfari liðsins, segir Blikana ætla að halda í sín gildi, pressa stíft og stefna á sína allra bestu frammistöðu, svo verði bara að koma í ljós hverju það skilar þeim. Klárir í slaginn og kunna ekki að halda leikjum lokuðum „Þetta leggst bara mjög vel í mig. Mjög spenntur fyrir því að takast á við þetta verkefni. Risastórt evrópskt atvinnumannalið, pólskir meistarar og virkilega gott lið, en við erum klárir og hungraðir í góða frammistöðu“ sagði Halldór í símtali við Vísi í morgun. Þið byrjið úti í Póllandi á þeirra heimavelli, má búast við því að þið reynið að halda leiknum frekar lokuðum í kvöld og reynið að opna hann frekar heima hjá ykkur á Kópavogsvelli í næstu viku? „Við kunnum það ekkert, að halda leikjum lokuðum. Við þurfum bara að vera trúir okkur og halda í okkar gildi. Við leggjum bara upp með okkar aggressívu pressu og erum mjög sterkir varnarlega. Þannig að ef leikurinn er lokaður að því leitinu til, við fáum ekki mörg færi á okkur, þá er það jákvætt. En við ætlum bara að vera trúir okkar gildum“ sagði Halldór einnig. Erfitt að lesa í andstæðinginn Blikarnir ætla greinilega að mæta óhræddir, pressa stíft og sjá hvernig pólski andstæðingurinn bregst við en Halldór átti erfitt með að lesa í hvernig þeir munu leysa pressuna. „Það verður bara að koma í ljós. Þeir hafa verið að spila aðeins öðruvísi núna fyrstu leiki þessa tímabils. Urðu meistarar í fyrra en eru aðeins að prófa sig áfram með marga nýja leikmenn. Við spilum auðvitað maður á mann þannig að okkar pressa fylgir bara þeirra uppstillingu. Við verðum klárir með plan A og B, svo kemur bara í ljós hvernig þeir stilla þessu upp.“ Uppalinn Bliki spilar með Lech Poznan Hjá Lech Poznan er uppalinn Bliki, Gísli Gottskálk Þórðarson, sem er búinn að jafna sig af axlarmeiðslum og gæti spilað í kvöld. „Frábært að sjá Gísla, enn einn uppalinn Blika, fara og spila í flottum atvinnumannaklúbbi í Evrópu. Við erum bara stoltir af honum og samgleðjumst honum að vera kominn á þennan stað á sínum ferli. Það væri sannarlega fínt krydd ef hann spilar leikinn, ekki spurning.“ Gísli Gottskálk hefur verið í endurhæfingu eftir axlarmeiðsli undanfarna mánuði en er nú mættur aftur og byrjaði inni á í síðasta leik Lech Poznan. Mynd: Lech Poznan Meiðsli og stutt milli leikja Eitthvað er um meiðsli í leikmannahópi Breiðabliks og sömuleiðis mjög stutt milli leikja þessa dagana þannig að menn hafa ekki mikinn tíma til að jafna sig. „Davíð Ingvarsson og Andri Yeoman eru ennþá frá. Aron Bjarnason er ennþá að glíma við sín vandamál en er til taks. Aðrir eru í toppstandi en auðvitað bara tveir dagar síðan við spiluðum deildarleik. Við erum búnir að endurheimta vel og gera menn klára, flestir bara á mjög góðum stað.“ Aron Bjarnason er enn að glíma við meiðsli en gæti spilað ef neyðin krefur.vísir Fjölmennasti leikur í sögu félagsins Leikurinn í kvöld verður væntanlega sá fjölmennasti í sögu Breiðabliks. Blikarnir hafa spilað fyrir framan tuttugu þúsund manns á Parken í Kaupmannahöfn en von er á fleira fólki í kvöld. „Þeir eiga von á rúmlega tuttugu þúsund, jafnvel hátt í þrjátíu þúsund manns. Ef það fer yfir tuttugu þúsund verður það fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað. Það verður spennandi, 43 þúsund manna leikvangur, alveg meiriháttar og gerir þetta ennþá skemmtilegra… Leikvangurinn í Poznan tekur 43 þúsund manns í sæti. ...Þetta er aðeins öðruvísi en í síðustu umferð. Þó það hafi verið hörkuandstæðingur og fínar aðstæður, þá er þetta á allt öðrum skala. Þetta er bara í hæsta flokki í Evrópu, algjörlega sturlaður leikvangur… Skemmtilegt en samt á þann hátt að við erum ekki bara að mæta þeim til að vera með. Við ætlum að eiga okkar bestu frammistöðu og sjá hverju það skilar“ sagði Halldór að lokum. Leikur Lech Poznan og Breiðabliks hefst klukkan hálf sjö í kvöld og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Pólland Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
Klárir í slaginn og kunna ekki að halda leikjum lokuðum „Þetta leggst bara mjög vel í mig. Mjög spenntur fyrir því að takast á við þetta verkefni. Risastórt evrópskt atvinnumannalið, pólskir meistarar og virkilega gott lið, en við erum klárir og hungraðir í góða frammistöðu“ sagði Halldór í símtali við Vísi í morgun. Þið byrjið úti í Póllandi á þeirra heimavelli, má búast við því að þið reynið að halda leiknum frekar lokuðum í kvöld og reynið að opna hann frekar heima hjá ykkur á Kópavogsvelli í næstu viku? „Við kunnum það ekkert, að halda leikjum lokuðum. Við þurfum bara að vera trúir okkur og halda í okkar gildi. Við leggjum bara upp með okkar aggressívu pressu og erum mjög sterkir varnarlega. Þannig að ef leikurinn er lokaður að því leitinu til, við fáum ekki mörg færi á okkur, þá er það jákvætt. En við ætlum bara að vera trúir okkar gildum“ sagði Halldór einnig. Erfitt að lesa í andstæðinginn Blikarnir ætla greinilega að mæta óhræddir, pressa stíft og sjá hvernig pólski andstæðingurinn bregst við en Halldór átti erfitt með að lesa í hvernig þeir munu leysa pressuna. „Það verður bara að koma í ljós. Þeir hafa verið að spila aðeins öðruvísi núna fyrstu leiki þessa tímabils. Urðu meistarar í fyrra en eru aðeins að prófa sig áfram með marga nýja leikmenn. Við spilum auðvitað maður á mann þannig að okkar pressa fylgir bara þeirra uppstillingu. Við verðum klárir með plan A og B, svo kemur bara í ljós hvernig þeir stilla þessu upp.“ Uppalinn Bliki spilar með Lech Poznan Hjá Lech Poznan er uppalinn Bliki, Gísli Gottskálk Þórðarson, sem er búinn að jafna sig af axlarmeiðslum og gæti spilað í kvöld. „Frábært að sjá Gísla, enn einn uppalinn Blika, fara og spila í flottum atvinnumannaklúbbi í Evrópu. Við erum bara stoltir af honum og samgleðjumst honum að vera kominn á þennan stað á sínum ferli. Það væri sannarlega fínt krydd ef hann spilar leikinn, ekki spurning.“ Gísli Gottskálk hefur verið í endurhæfingu eftir axlarmeiðsli undanfarna mánuði en er nú mættur aftur og byrjaði inni á í síðasta leik Lech Poznan. Mynd: Lech Poznan Meiðsli og stutt milli leikja Eitthvað er um meiðsli í leikmannahópi Breiðabliks og sömuleiðis mjög stutt milli leikja þessa dagana þannig að menn hafa ekki mikinn tíma til að jafna sig. „Davíð Ingvarsson og Andri Yeoman eru ennþá frá. Aron Bjarnason er ennþá að glíma við sín vandamál en er til taks. Aðrir eru í toppstandi en auðvitað bara tveir dagar síðan við spiluðum deildarleik. Við erum búnir að endurheimta vel og gera menn klára, flestir bara á mjög góðum stað.“ Aron Bjarnason er enn að glíma við meiðsli en gæti spilað ef neyðin krefur.vísir Fjölmennasti leikur í sögu félagsins Leikurinn í kvöld verður væntanlega sá fjölmennasti í sögu Breiðabliks. Blikarnir hafa spilað fyrir framan tuttugu þúsund manns á Parken í Kaupmannahöfn en von er á fleira fólki í kvöld. „Þeir eiga von á rúmlega tuttugu þúsund, jafnvel hátt í þrjátíu þúsund manns. Ef það fer yfir tuttugu þúsund verður það fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað. Það verður spennandi, 43 þúsund manna leikvangur, alveg meiriháttar og gerir þetta ennþá skemmtilegra… Leikvangurinn í Poznan tekur 43 þúsund manns í sæti. ...Þetta er aðeins öðruvísi en í síðustu umferð. Þó það hafi verið hörkuandstæðingur og fínar aðstæður, þá er þetta á allt öðrum skala. Þetta er bara í hæsta flokki í Evrópu, algjörlega sturlaður leikvangur… Skemmtilegt en samt á þann hátt að við erum ekki bara að mæta þeim til að vera með. Við ætlum að eiga okkar bestu frammistöðu og sjá hverju það skilar“ sagði Halldór að lokum. Leikur Lech Poznan og Breiðabliks hefst klukkan hálf sjö í kvöld og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Pólland Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira