Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. júlí 2025 16:50 Þessa mynd fangaði kvikmyndatökumaður Ríkisútvarpsins af Eyþóri. Guðmundur Bergkvist Mótmælandi á mótmælafundi Félagsins Íslands-Palestínu skvetti rauðri málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins og mbl.is sem var á vettvangi. Félagið stóð fyrir mótmælum fyrir utan húsakynni utanríkisráðuneytisins við Reykjastræti. Liður í aðgerðum mótmælenda var að skvetta rauðri málningu á glugga og veggi ráðuneytisins. Eyþór Árnason ljósmyndari var á vettvangi að fanga mótmælin á filmu þegar ungur maður gekk upp að honum og spurði hann í umboði hvaða miðils hann væri á fundinum. Frá mótmælunum við utanríkisráðuneytið í dag.Bjarni Þór Sigurðsson „Ég svaraði mbl.is og síðan labbar hann burt. Nokkrum andartökum seinna finn ég að það kemur málningarsletta á mig. Ég sný mér við og hann gargar eitthvað ógreinilegt um Morgunblaðið,“ segir Eyþór í samtali við fréttastofu. Hann segist aldrei hafa upplifað nokkuð þessu líkt á löngum fjölmiðlaferli en hann hefur oft myndað mótmæli. Hann segist aldrei hafa upplifað annað en góðmennsku og skilning af hendi mótmælenda fyrr en nú. Aðspurður segist hann ekki vita hvort eftirmálar verði af atvikinu en hann segir að blessunarlega hafi dýr búnaður hans sloppið að mestu leyti. Þó sé taska hans ónýt ásamt ólunum á myndavélunum og jakkinn, það er allt útatað í rauðri málningu sem þvæst ekki auðveldlega úr fötum. Eyþór á tali við Guðmund Bergqvist, tökumann hjá RÚV, og Sigtrygg Ara Jóhannsson, ljósmyndara og mótmælanda.Bjarni Þór Sigurðsson Hópur mótmælanda gengu í snarhasti að Eyþóri og báðu hann afsökunar. Þeir sögðu Félagið Ísland-Palestínu ekki líða slíka hegðun. Guðmundur Bergkvist, kvikmyndatökumaður á Ríkisútvarpinu, segist málningarskvettarann hafa fyrst gengið upp að sér og spurt sig á hvaða vegum hann væri á mótmælunum. Þegar Guðmundur ansaði því ákvað skvettarinn að hlífa honum við ötunina. Fjölmiðlar Reykjavík Átök í Ísrael og Palestínu Ljósmyndun Harpa Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Félagið stóð fyrir mótmælum fyrir utan húsakynni utanríkisráðuneytisins við Reykjastræti. Liður í aðgerðum mótmælenda var að skvetta rauðri málningu á glugga og veggi ráðuneytisins. Eyþór Árnason ljósmyndari var á vettvangi að fanga mótmælin á filmu þegar ungur maður gekk upp að honum og spurði hann í umboði hvaða miðils hann væri á fundinum. Frá mótmælunum við utanríkisráðuneytið í dag.Bjarni Þór Sigurðsson „Ég svaraði mbl.is og síðan labbar hann burt. Nokkrum andartökum seinna finn ég að það kemur málningarsletta á mig. Ég sný mér við og hann gargar eitthvað ógreinilegt um Morgunblaðið,“ segir Eyþór í samtali við fréttastofu. Hann segist aldrei hafa upplifað nokkuð þessu líkt á löngum fjölmiðlaferli en hann hefur oft myndað mótmæli. Hann segist aldrei hafa upplifað annað en góðmennsku og skilning af hendi mótmælenda fyrr en nú. Aðspurður segist hann ekki vita hvort eftirmálar verði af atvikinu en hann segir að blessunarlega hafi dýr búnaður hans sloppið að mestu leyti. Þó sé taska hans ónýt ásamt ólunum á myndavélunum og jakkinn, það er allt útatað í rauðri málningu sem þvæst ekki auðveldlega úr fötum. Eyþór á tali við Guðmund Bergqvist, tökumann hjá RÚV, og Sigtrygg Ara Jóhannsson, ljósmyndara og mótmælanda.Bjarni Þór Sigurðsson Hópur mótmælanda gengu í snarhasti að Eyþóri og báðu hann afsökunar. Þeir sögðu Félagið Ísland-Palestínu ekki líða slíka hegðun. Guðmundur Bergkvist, kvikmyndatökumaður á Ríkisútvarpinu, segist málningarskvettarann hafa fyrst gengið upp að sér og spurt sig á hvaða vegum hann væri á mótmælunum. Þegar Guðmundur ansaði því ákvað skvettarinn að hlífa honum við ötunina.
Fjölmiðlar Reykjavík Átök í Ísrael og Palestínu Ljósmyndun Harpa Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira