Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. júlí 2025 09:32 Emma skilur lítið í gagnrýninni og segir um grín að ræða, íþróttafólk sé bara svo fallegt. getty Stelpurnar okkar á EM í Sviss eru ekki þær einu sem sæta gagnrýni fyrir að birta TikTok myndbönd á miðju móti. Emma Tainio, 21 árs gamall spretthlaupari sem keppti fyrir Finnland á Evrópumóti í frjálsum íþróttum, hefur fengið sinn skerf af gagnrýni, meðal annars frá forseta finnska frjálsíþróttasambandsins, fyrir að birta TikTok myndband þar sem hún bendir á keppendur af hinu kyninu sem hún myndi vilja sofa hjá. Emma var meðal keppenda, líkt og fimm stelpur frá Íslandi, á EM u23 sem fór fram í Bergen í Noregi um síðustu helgi. Hún var dugleg að deila myndböndum af mótinu á samfélagsmiðlunum TikTok og Instagram, þar sem hún er með nokkur þúsund fylgjendur. Eitt myndbandið vakti sérlega mikla athygli og hefur fengið tæplega þrjú hundruð þúsund áhorf. Þar sést Emma ganga um keppnissvæðið og benda á karlkyns keppendur á mótinu með lag undir sem segir „Smash, Smash, Smash“ eða á íslensku „Negla, Negla, Negla“ sem er slanguryrði, notað til að lýsa yfir kynferðislegum áhuga. „Fallegt fólk allt um kring“ skrifar Emma við myndbandið. @emmatainio Beautiful people all around me 🥹💕! #bergen2025 ♬ smash Emma hefur fengið sinn skerf af gagnrýni frá finnsku þjóðinni og fleirum og nú hefur forseti finnska frjálsíþróttasambandsins fordæmt hennar hegðun. „Þegar þú ferðast með landsliðinu eða klæðist merkjum Finnlands, verður þú að hugsa þig tvisvar um áður en þú tekur eitthvað upp og birtir á netið. Ef þú ert í landsliðinu, verðurðu að sýna gott fordæmi“ segir Harri Aalto, forseti finnska frjálsíþróttasambandsins, við finnska miðilinn Iltalehti. Emma sér sjálf ekkert rangt við myndbandið sem hún birti og segir það bara ómerkilegt grín. „Hugmyndin var að íþróttafólk er allt svo fallegt, þetta er ekkert dýpra en það. Þetta snerist ekki um að hlutgera eða kyngera karlmenn“ sagði Emma og var spurð hvað hún héldi að myndi gerast ef karlmaður birti samskonar myndband. „Ég er handviss um að karlmenn geri þetta líka, en ég ætla ekki að tjá mig meira um þetta mál. Mér finnst þetta algjört bull.“ Frjálsar íþróttir Finnland Tengdar fréttir Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Ísland er með fimm keppendur á Evrópumeistaramóti U23 í frjálsum íþróttum sem fer fram í Bergen í Noregi í vikunni. 14. júlí 2025 17:17 Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Virkni íslensku landsliðsstelpnanna á samfélagsmiðlum var til umræðu á samfélagsmiðlum í kvöld eftir tap í fyrsta leik á Evrópumótinu í Sviss. Tvær landsliðsgoðsagnir tjáðu sig um málið í Besta sætinu. 2. júlí 2025 21:12 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Sjá meira
Emma var meðal keppenda, líkt og fimm stelpur frá Íslandi, á EM u23 sem fór fram í Bergen í Noregi um síðustu helgi. Hún var dugleg að deila myndböndum af mótinu á samfélagsmiðlunum TikTok og Instagram, þar sem hún er með nokkur þúsund fylgjendur. Eitt myndbandið vakti sérlega mikla athygli og hefur fengið tæplega þrjú hundruð þúsund áhorf. Þar sést Emma ganga um keppnissvæðið og benda á karlkyns keppendur á mótinu með lag undir sem segir „Smash, Smash, Smash“ eða á íslensku „Negla, Negla, Negla“ sem er slanguryrði, notað til að lýsa yfir kynferðislegum áhuga. „Fallegt fólk allt um kring“ skrifar Emma við myndbandið. @emmatainio Beautiful people all around me 🥹💕! #bergen2025 ♬ smash Emma hefur fengið sinn skerf af gagnrýni frá finnsku þjóðinni og fleirum og nú hefur forseti finnska frjálsíþróttasambandsins fordæmt hennar hegðun. „Þegar þú ferðast með landsliðinu eða klæðist merkjum Finnlands, verður þú að hugsa þig tvisvar um áður en þú tekur eitthvað upp og birtir á netið. Ef þú ert í landsliðinu, verðurðu að sýna gott fordæmi“ segir Harri Aalto, forseti finnska frjálsíþróttasambandsins, við finnska miðilinn Iltalehti. Emma sér sjálf ekkert rangt við myndbandið sem hún birti og segir það bara ómerkilegt grín. „Hugmyndin var að íþróttafólk er allt svo fallegt, þetta er ekkert dýpra en það. Þetta snerist ekki um að hlutgera eða kyngera karlmenn“ sagði Emma og var spurð hvað hún héldi að myndi gerast ef karlmaður birti samskonar myndband. „Ég er handviss um að karlmenn geri þetta líka, en ég ætla ekki að tjá mig meira um þetta mál. Mér finnst þetta algjört bull.“
Frjálsar íþróttir Finnland Tengdar fréttir Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Ísland er með fimm keppendur á Evrópumeistaramóti U23 í frjálsum íþróttum sem fer fram í Bergen í Noregi í vikunni. 14. júlí 2025 17:17 Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Virkni íslensku landsliðsstelpnanna á samfélagsmiðlum var til umræðu á samfélagsmiðlum í kvöld eftir tap í fyrsta leik á Evrópumótinu í Sviss. Tvær landsliðsgoðsagnir tjáðu sig um málið í Besta sætinu. 2. júlí 2025 21:12 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Sjá meira
Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Ísland er með fimm keppendur á Evrópumeistaramóti U23 í frjálsum íþróttum sem fer fram í Bergen í Noregi í vikunni. 14. júlí 2025 17:17
Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Virkni íslensku landsliðsstelpnanna á samfélagsmiðlum var til umræðu á samfélagsmiðlum í kvöld eftir tap í fyrsta leik á Evrópumótinu í Sviss. Tvær landsliðsgoðsagnir tjáðu sig um málið í Besta sætinu. 2. júlí 2025 21:12