„Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Bjarki Sigurðsson skrifar 23. júlí 2025 13:23 Einar Þorsteinsson er oddviti Framsóknarflokksins í borginni og fyrrverandi borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Rúmur helmingur landsmanna er með neikvætt viðhorf gagnvart þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Oddviti Framsóknarflokksins telur niðurstöður könnunarinnar ekki breyta neinu fyrir meirihlutann í borginni. Niðurstöður nýrrar könnun Prósents sýna að 56 prósent landsmanna séu með neikvætt viðhorf gagnvart þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Átján prósent segjast hvorki jákvæð né neikvæð, og 26 prósent eru jákvæð. 31 prósent karla segjast jákvæðir gagnvart þéttingu byggðar, en einungis tuttugu prósent kvenna. Því yngra sem fólk er, því líklegra er það til að vera jákvætt, en eini aldursflokkurinn þar sem jákvæðni mælist meiri en neikvæðni er hjá átján til 24 ára. Neikvæðnin er mest, tæp sjötíu prósent, hjá 55 til 64 ára. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar og fyrrverandi borgarstjóri, segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart. „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg af þessari stefnu sem vinstri flokkarnir undir stjórn Samfylkingar hafa keyrt áfram á síðustu árum. Við höfum sagt að það verði að byggja á nýjum svæðum í borginni, til dæmis í Úlfarsárdal og Geldinganesi, en þessir flokkar hafa ekki viljað breyta stefnunni og ætla sér að halda áfram að þétta,“ segir Einar. Hafi engin áhrif Hann telur niðurstöðurnar ekki hafa nein áhrif á meirihlutann sem vilji þétta enn meira. Fulltrúar flokkanna sem mynduðu meirihluta með honum fyrr á kjörtímabilinu hafi orðið afar ósáttir þegar hann ræddi að pása þéttinguna. „Að ég skyldi voga mér að nefna það að við þyrftum að horfa á Geldinganes sem framtíðaríbúðarsvæði. Það þarf enginn að velkjast í vafa um það að við í Framsókn vorum í miklum minnihluta í þeim meirihluta sem við vorum í síðast varðandi skipulagssýnina. Og þess vegna slitum við meirihlutanum,“ segir Einar. Erfitt að vinda ofan af þéttingu Innviðir, svosem leikskólar og grunnskólar, þoli ekki endalausa þéttingu. „Nú þegar er hafin mikil þétting meðfram Borgarlínunni, og það verður erfitt að vinda ofan af því. En þær skipulagsákvarðanir sem við tökum fyrir næsta áratug og næstu ár, verða að vera á svæðum þar sem er ekki byggð núna,“ segir Einar. Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Fasteignamarkaður Húsnæðismál Byggingariðnaður Framsóknarflokkurinn Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Mosfellsbær Seltjarnarnes Garðabær Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira
Niðurstöður nýrrar könnun Prósents sýna að 56 prósent landsmanna séu með neikvætt viðhorf gagnvart þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Átján prósent segjast hvorki jákvæð né neikvæð, og 26 prósent eru jákvæð. 31 prósent karla segjast jákvæðir gagnvart þéttingu byggðar, en einungis tuttugu prósent kvenna. Því yngra sem fólk er, því líklegra er það til að vera jákvætt, en eini aldursflokkurinn þar sem jákvæðni mælist meiri en neikvæðni er hjá átján til 24 ára. Neikvæðnin er mest, tæp sjötíu prósent, hjá 55 til 64 ára. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar og fyrrverandi borgarstjóri, segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart. „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg af þessari stefnu sem vinstri flokkarnir undir stjórn Samfylkingar hafa keyrt áfram á síðustu árum. Við höfum sagt að það verði að byggja á nýjum svæðum í borginni, til dæmis í Úlfarsárdal og Geldinganesi, en þessir flokkar hafa ekki viljað breyta stefnunni og ætla sér að halda áfram að þétta,“ segir Einar. Hafi engin áhrif Hann telur niðurstöðurnar ekki hafa nein áhrif á meirihlutann sem vilji þétta enn meira. Fulltrúar flokkanna sem mynduðu meirihluta með honum fyrr á kjörtímabilinu hafi orðið afar ósáttir þegar hann ræddi að pása þéttinguna. „Að ég skyldi voga mér að nefna það að við þyrftum að horfa á Geldinganes sem framtíðaríbúðarsvæði. Það þarf enginn að velkjast í vafa um það að við í Framsókn vorum í miklum minnihluta í þeim meirihluta sem við vorum í síðast varðandi skipulagssýnina. Og þess vegna slitum við meirihlutanum,“ segir Einar. Erfitt að vinda ofan af þéttingu Innviðir, svosem leikskólar og grunnskólar, þoli ekki endalausa þéttingu. „Nú þegar er hafin mikil þétting meðfram Borgarlínunni, og það verður erfitt að vinda ofan af því. En þær skipulagsákvarðanir sem við tökum fyrir næsta áratug og næstu ár, verða að vera á svæðum þar sem er ekki byggð núna,“ segir Einar.
Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Fasteignamarkaður Húsnæðismál Byggingariðnaður Framsóknarflokkurinn Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Mosfellsbær Seltjarnarnes Garðabær Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira