Lífið

Stjörnubarnið komið í heiminn

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Þórhildur og Sævar tilkynntu að annað barn væri á leiðinni á gamlársdag. 
Þórhildur og Sævar tilkynntu að annað barn væri á leiðinni á gamlársdag.  Facebook

Sævar Helgi Bragason, sérfræðingur í stjörnufræði og vísindamiðlari, og Þórhildur Fjóla Stefánsdóttir, forstöðukona hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Wise, eignuðust dóttur á laugardaginn. 

Frá þessu greina þau í færslu á Facebook. 

„Daman er ótrúlega vær og ljúf og heilbrigð. Móðurinni heilsast líka vel, sem betur fer. Bræður hennar tóku vel á móti henni en einhvern veginn er eins og fjölskyldan hafi stækkað um meira en um einn einstakling,“ skrifar Sævar á Facebook. 

Sævar vekur athyli á að dóttirin hafi fæðst návæmlega 56 árum eftir að Apollo 11 fór á sporbraut um tunglið, og segist sérstaklega glaður með það.

Fyrir eiga þau soninn Jökul Mána og svo á Sævar Helgi soninn Arnór Braga úr fyrra hjónabandi. Þau hjónin tilkynntu óléttuna á samfélagsmiðlum á gamlársdag.

Facebook

Tengdar fréttir

Stjörnu-barn á leiðinni

Stjörnu-Sævar Helgi Bragason og Þórhildur Fjóla Stefánsdóttir, forstöðukona hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Wise, eiga von á barni í júlí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.